../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3319
Útg.dags.: 06/08/2021
Útgáfa: 3.0
25.00.05.01.01 COVID-19 - bein aðkoma sjúkraþjálfara
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa sérhæfðri sjúkraþjálfun sjúklinga með COVID-19. Þessar upplýsingar eru samkvæmt bestu þekkingu til þessa dags og verða endurskoðaðar eftir því sem þekking á COVID-19 eykst.

    Varúðarráðstafanir
    Notaður er hlífðarbúnaður en til viðbótar notar starfsmaður FFP3/N99 grímu inni á stofu sjúklings ef meðferð beinist að öndunarvegi eða leiðir til aukningar á loftbornu smiti.

    Þegar sjúklingur hóstar er hann beðinn um að snúa höfði til hliðar frá starfsmanni, hósta í bréf eða nota grímu ef starfsmaður er í minna en tveggja metra fjarlægð
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Sjúkraþjálfari með reynslu í þjálfun sjúklinga með skerta starfsemi öndunarfæra eins og lýst er í framkvæmd.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Almennt um sjúkraþjálfun sjúklinga með COVID-19 veirusýkinguAlmennt um sjúkraþjálfun sjúklinga með COVID-19 veirusýkingu
      Sjúkraþjálfun fyrir sjúkling með COVID-19 er einstaklingsbundin og byggist á mati sjúkraþjálfara á núverandi ástandi sjúklings, auk fyrra heilsufars sem gæti haft áhrif.
      Markmiðið er að bæta starfsemi lungna, draga úr skaðlegum áhrifum rúmlegu á líkamann og auka hreyfigetu og færni.
      Hide details for Skoðun og matSkoðun og mat
      Farið er yfir eftirfarandi þætti og þeir metnir
      • Saga núverandi sjúkdóms
      • Heilsufarssaga
      • Myndgreining af lungum

      Núverandi ástand
      • Horft er á: Meðvitund, bláma, öndunarvinnu, virkni aðstoðaröndunarvöðva, öndunartíðni, mæði, öndunarmynstur, hósta (hóstakraft, þurr hósti, blautur hósti), uppgang, hvæsandi öndun (obstruction), brjóstverki, hjartsláttartíðni, blóðþrýsting, súrefnisþörf (O2L/mín eða %O2), súrefnismettun.
      • Skoðað: Öndunarhreyfingar, lungnahlustun, hreyfigeta, metin hætta á færniskerðingu, verkir.
      Hide details for HreyfingHreyfing
      Hreyfing hjá sjúklingi sem andar sjálfur
      Hreyfing í upprétta stöðu bætir skilvirkni lungnanna.
      Æskilegt er að sjúklingur setjist fram á stokk eða í stól að lágmarki tvisvar á dag, 20 mínútur í senn frá upphafi veikinda, með tilliti til ástands sjúklings og öryggi. Hreyfing er aukin stigvaxandi frá degi til dags þar til fyrri hreyfigetu er náð.

      Hreyfing hjá sjúklingi sem er í öndunarvél
      Stöðubreytingar og legustöður eru mikilvægar til að hindra sáramyndun og liðkreppur
      Ef öndunarvélameðferð hjá sjúklingi sem er með COVID-19 er lengri en 4-5 dagar eru daglega veittar æfingar til að viðhalda liðferli og vöðvastyrk.
      Eins fljótt og unnt með tilliti til ástands sjúklings og öryggis er er hafin hreyfing í upprétta stöðu með stigvaxandi álagi: Hækka höfðalag sjúklings, setjast fram á rúmstokk, setjast í stól, standa upp, jafnvægi, hreyfifærniæfingar og ganga á staðnum.
    Sjúklingur með færnisskerðingu
      Þjálfun felur í sér eftirfarandi: Snúningar í rúmi, setjast á stokk, setjafnvægi, fara úr sitjandi stöðu í standandi (sit-to-stand), jafnvægi standandi, ganga á staðnum, ganga í göngugrind, standgrind, standbekkur, ganga án stuðnings, færniþjálfun, ADL þjálfun. Notuð eru einnota áhöld, t.d. styrktarteygjur frekar en lóð og sandpokar. Haft er samráð við sýkingavarnadeild í síma 1414 varðandi notkun tækja og sótthreinsun á þeim.
      Hide details for Aðferðir lungnasjúkraþjálfunarAðferðir lungnasjúkraþjálfunar
      • Ef sjúklingur er með bráða öndunarbilun, þá leiðir aukin öndunarvinna til hraðrar og grunnrar öndunar. Mikilvægt er þá að auka ekki á vinnu öndunarvöðvanna. Sjúkraþjálfari gefur þá ráðleggingar um legustöður og hvíldarstöður. Viðeigandi aðferðir lungnasjúkraþjálfunar eru valdar eftir ástandi sjúklings og að mati sjúkraþjálfara. Fræðsluefni er afhent þegar ástand sjúklings leyfir: COVID-19 - öndun og hreyfing.

      Aðferðir lungnasjúkraþjálfunar
      "Active Cycle of Breathing Control (ACBT)" er samansett af stýrðri öndun, þanöndun og hóstatækni (huff)
        • Stýrð öndun
          • Jafnvel nota útöndun með blásturshljóði (mótstöðu-útöndun)
        • Þanöndun
          • Jafnvel stoppa í fullri innöndun í 3 sekúndur til að bæta loftdreifingu ef sjúklingur þolir og er ekki með ofþanin lungu vegna langvinnrar lungnateppu.
          • Hægt er að kenna ,,breath stacking" ef sjúklingur á í erfiðleikum með þanið, þá eru dregnir inn margir litlir andadrættir til að fylla lungum. Ekki er hægt að nota þessa aðferð ef öndunartíðni er hröð.
          • Eftir að bráðafasa ARDS lýkur er sjúklingi kennd þanöndun til að auka eftirgefanleika lungna
        • Hóstatækni (huff)
          • Langt og mjúkt huff til að færa slím ofar
          • Stutt og hratt huff til að færa slímið frá dýpri svæðum ofar og upp í átt að munni.

      PEP eða Acapella (OPEP): Ef PEP flauta er notuð þarf mótstöðustykki að snúa niður svo sjúklingur blási lofti niður í kjöltu. Nota hóstatækni (huff á milli lota). Best er að standa til hliðar við í tveggja metra fjarlægð eða fyrir aftan sjúkling ef kostur er.
      Víbrationir, bank og önnur hóstahjálp: Er notað ef skortur er á samvinnu við sjúkling. Niðurstöður rannsókna styðja ekki lungnabank.

      Þanæfingar með Voldyne eða Incentive spirometry.

      Aðferðir til að draga úr mæði og stýra öndun
      • Hvíldarstöður
        • Sitja með framhalla og styðja handleggjum á borð eða á hnén.
        • Hækka höfðalag rúms í 30-40°, og hækka aðeins undir hnjám til að hindra að sjúklingur renni niður, setja kodda undir handleggi
      • Bjargráð
        • Kenna stýrða öndun með blásturshljóði
        • Anda í takt við hreyfingu / göngu
        • Ganga við lága göngugrind
        • Nota O2 við hreyfingu og álag

      Hóstavél
      Hóstavél er almennt ekki notuð ef sjúklingur er með ARDS eða langvinna lungnateppu vegna hættu á barotrauma. Hóstavél er stundum notuð hjá sjúklingi sem er með krónískt skertan hóstakraft og notar hóstavél heima ef um slímsöfnun er að ræða, en í samráði við sérfræðilækni sjúklings.
      Hide details for EndurhæfingEndurhæfing
      Sjúkraþjálfun hefst við innlögn og heldur áfram þar til sjúklingur hefur náð fyrri færni, styrk og þoli. Aðrir faghópar koma inn í endurhæfingu þegar einangrun hefur verið aflétt.

      COVID-19 sjúkdómurinn felur í sér mikla bólgusvörun (high inflammatory burden) sem getur leitt til bólgu í hjartavöðva og hjartsláttaróreglu. Margir sjúklingar (40%) upplifa mikla þreytu. Ekki er vitað hvernig sjúklingar sem eru á batavegi eftir COVID-19 bregðast við miðlungs til erfiðri líkamlegri áreynslu. Þess vegna er mælt með léttri líkamlegri áreynslu fyrstu 6-8 vikurnar. Læknir og sjúkraþjálfari metur þörf á þverfaglegri endurhæfingu með fleiri fagstéttum þegar bráðafasa er lokið. Við útskrift af sjúkrahúsi þarf að meta hreyfigetu, einkenni (mæði, þreytu, verki), þörf fyrir súrefnisgjöf, næringarástand, þörf fyrir sálfræðilegan eða félagslegan stuðning.

      Daglegar mælingar til að fylgjast með framvindu líkamlegrar endurhæfingar
      • BORG skali 0-10
      • ICU-mobility scale
      • Elderly Mobility Scale
      • Göngugeta
        • með eða án göngugrindar
        • aðstoð eins eða tveggja, undir eftirliti eða sjálfbjarga
        • gengnir metrar
      • 5x sit-to-stand
      • Vöðvastyrkur er mældur ef um er að ræða vöðvaveikleika (MRC-SS)

      Þjálfun
      • Fer fram í herbergi sjúklings þar til einangrun er aflétt.
      • Öndunaræfingar eftir þörfum, sjá aðferðir lungnasjúkraþjálfunar ofar.
      • Notaðar eru aðferðir lungnaenduræfingar samkvæmt yfirlýsingu "American Thoracic Society & European Respiratory Society".
      • Fyrstu 6-8 vikurnar er mælt með:
        • Þjálfun af litlu álagi
        • Að halda mæði og þreytu <3 á BORG mæðiskala
        • Að nota O2 í þjálfun ef þarf og meta súrefnismettun. Ekki er mælt með NIV við þjálfun.
        • Að hafa í huga raförvun (NMES) á sjúklinga sem eru með mikla vöðvarýrnun og vöðvaveikleika
      • Þar til nýrri þekking kemur fram er ekki mælt með að nota hópþjálfun fyrir sjúklinga með COVID-19.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Kofod LM, Hansen MB, Philipsen LKD, Brocki BC. Anbefalet fysioterapi til patienter med COVID-19. Paa vegna af Dansk Selskap for Hjerte- og Lungefysiotherapy. 19.mars 2020. https://www.fysio.dk/globalassets/documents/nyheder/2020/fysioterapi-covid19-anbefalinger.pdf Sótt 24. mars 2020.
    2. Lazzeri M, Lanza A, Bellini R, Bellofiore A, Cecchetto S, Colombo A, D´Abosca FD, Del Monaco C, Gaudiello G, Paneroni M, Privitera E, Retucci M, Rossi V, Santambrogio M, Sommariva M, Frigerio P. Respiratory physiotherapy in patients with COVID-19 infection in acute setting: A Position Paper of the Italian Association of Respiratory Physiotherapists (ARIR). Monaldi Archives for Chest Disease. 2020;90:1285
    3. Main E and Denehy L. Cardiorespiratory Physiotherapy, Adults and Paediatrics. Elsevier, 2016.
    4. Moses R. Physioplus course on Corona Disease Program. https://members.physio-pedia.com/2020/03/15/coronavirus-disease-programme/ Sótt 23. mars 2020.
    5. Spruit MA, Holland AE, Singh SJ, Troosters T. Report of an ad-hoc international task force to develop an expert-based opinion on early and short-term rehabilitative interventions after the acute hospital setting in COVID-19 survivors. Version April 3rd.2020.https://ers.app.box.com/s/npzkvigtl4w3pb0vbsth4y0fxe7ae9z9 Sótt 17. apríl 2020.
    6. Thomas P, Baldwin C, Bissett B, Boden I, Gosselink R, Granger CL, Hodgson C, Jones AYM, Kho ME, Moses R, Ntoumenopoulos G, Parry SM, Patman S, van der Lee L. Physiotherapy management for COVID-19 in the acute hospital setting. Recommendations to guide clinical practice. Journal of Physiotherapy. 2020;66(2)73-82. https://doi.org/10.1016/j.jphys.2020.03.011
    7. Zhu C. Wu Y, Liu H. Early pulmonary rehabilitation for SARS-CoV-2 pneumonia. Experience from an intensive care unit outside of the Hubei province in China. Heart & Lung. (2020). Sótt 20.04.20 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0147956320301412?via%3Dihub

Ritstjórn

Harpa H Sigurðardóttir
Anna María Þórðardóttir
Guðrún Bragadóttir - gudbraga
Ólöf R Ámundadóttir
Sólveig Steinunn Pálsdóttir - solveipa

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ragnheiður S Einarsdóttir

Útgefandi

Guðrún Bragadóttir - gudbraga

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/29/2020 hefur verið lesið 939 sinnum