../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-518
Útg.dags.: 03/28/2019
Útgáfa: 1.0
12.08.01 Þrýstingssár - áhættumat með Bradenkvarða
    Hide details for Tilgangur Tilgangur
    Að lýsa áhættumati þrýstingssára með Bradenkvarða.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði framkvæmir áhættumat:
    • Við innlögn
    • Vikulega eftir innlögn
    • Þegar breyting verður á ástandi sjúklings
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Mat
    Ástand húðar er metið og skoðað hvort merki eru um þrýstingssár
    Notaður er Bradenkvarði til að meta áhættu á myndun þrýstingssára. Eftirfarandi þættir sem hafa forspárgildi fyrir áhættu á myndun þrýstingssára eru metnir og merkt við á kvarða 1-3 eða 1-4 eftir því sem við á:
    • Skyntilfinning 1-4 stig
    • Raki 1-4 stig
    • Virkni 1-4 stig
    • Hreyfigeta 1-4 stig
    • Næring 1-4 stig
    • Núningur og tog 1-3 stig

    Aðrir áhættuþættir sem hafa forspárgildi fyrir áhættu á myndun þrýstingssára eru:
    • Hár aldur
    • Bráð veikindi
    • Hækkaður líkamshiti
    • Saga um fyrri þrýstingssár
    • Þrýstingssár er þegar til staðar
    • Sykursýki og æðasjúkdómar
    • Verkir
    • Ósjálfráðar hreyfingar
    • Legustellingar og kreppur
    • Alvarleg langvinn veikindi
    • Þegar einstaklingur er deyjandi

      Bradenkvardi.pdfBradenkvardi.pdf
    Niðurstöður
    Niðurstaða er reiknuð með því að leggja stigin fyrir hvern þátt saman en sjúklingur getur samtals fengið 6-23 stig. Áhættan fer eftir fjölda stiga og er meiri eftir því sem stigin eru færri.
    19-23 stig - engin áhætta
    15-18 stig - viss áhætta
    13-14 stig - miðlungsáhætta
    10-12 stig - mikil áhætta
    6-9 stig - mjög mikil áhætta

    Ekki er mælt með því að horfa eingöngu á samanlögð stig Bradenkvarða þegar áhætta er metin. Taka þarf til greina stigafjölda sérhvers undirþátta sem og aðra áhættuþætti. Skori sjúklingur til dæmis mjög lágt á 1-2 þáttum Bradenkvarðans og/eða ef sjúklingur hefur einnig aðra áhættuþætti, þá má ætla að sjúklingur sé í meiri áhættu en samanlögð stig á Bradenkvarða gefa til kynna og fyrirbyggjandi aðgerðum beitt til samræmis við það.
    Varnir hjá sjúklingi í vissri eða miðlungs áhættu (15-18 og 13-14)
    • Nota snúningsskema (HAMUR)
    • Stuðla að hámarks hreyfigetu
    • Verja hæla og önnur útsett svæði, t.d. nota hælahlífar
    • Halda húð þurri og hreinni og verja heila húð
    • Gæta þess að sjúklingur liggi ekki á rauðri húð
    • Eftirliti með næringu skv. vinnulýsingu
    • Nota undirlag sem dreifir þrýstingi ef viðkomandi er rúmliggjandi eða háður hjólastól
    • Fylgjast með ástandi húðar
    • Nota vinnutækni sem dregur úr líkum á:
      • Togi á húð
      • Núningi
    • Forðast að nudda yfir útstæðum beinum

    Varnir hjá sjúklingi í mikilli og mjög mikilli áhættu (10-12 og ≤9)
    Sömu atriði og að ofan og auk þess:
    • Hagræða milli snúninga. Nota kodda og svampfleyga eftir þörfum
    • Íhuga notkun loftdýnu ef aðrir áhættuþættir eru til staðar

    Endurmat
    1. Ef sjúklingur er ekki í hættu á að mynda þrýstingssár (> 18 stig) er áhætta endurmetin einu sinni í viku og/eða ef breyting verður á ástandi sjúklings.
    2. Ef sjúklingur er í hættu á að mynda þrýstingssár ( 18 stig) er áhætta endurmetin daglega.

    Skráning
    Niðurstöður eru skráðar í kaflann lífsmörk og mælingar í sjúkraskrá og varpast á skjáborð.

Ritstjórn

Berglind G Chu
Guðbjörg Pálsdóttir - gpsara
Guðný Einarsdóttir - gudnye
Ingibjörg Sigurþórsdóttir
Sigrún Sunna Skúladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kristrún Þórkelsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigrún A Hafsteinsdóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/24/2017 hefur verið lesið 1163 sinnum