../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-215
Útg.dags.: 09/28/2019
Útgáfa: 2.0
3.02.01.03 Óráð - greining á orsökum
Prentvæn útgáfa fyrir vef á pdf formi

    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við greiningu á orsökum óráðs.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Sjúkrasaga
    Farið er yfir:
    • hvort sé saga um nýlega breytingu á vitrænni getu
    • bráð veikindi,
    • nýlegar lyfjabreytingar
    • neysla eða saga um misnotkun áfengis eða slævandi lyfja

    Líkamsskoðun
    • Lífsmörk eru mæld (hiti, hjartsláttartíðni, blóðþrýstingur, súrefnismettun, öndunartíðni, notkun á súrefni, meðvitundarástand (AVPU))
    • Blóðsykur er stixaður
    • Metið hvort brottfallseinkenni við taugaskoðun séu til staðar
    • Metið hvort teikn eru um þurrk, bjúg, sýkingu, kviðverki, þvag-eða hægðateppu eða sega í djúpum bláæðum

    Áhættuþættir og orsakir
    Oftast eru samverkandi grunn-áhættuþættir og orsakaþættir, ef eru margir áhættuþættir þarf lítið viðbótaráreiti.

    Áhættuþættir:
    • Heilabilun / langvinnir heilasjúkdómar (parkinson-sjúkdómur, heilaæðasjúkdómur, þunglyndi)
    • Fyrri saga um óráð
    • Alvarlegir langvinnir sjúkdómar
    • Sjónskerðing
    • Heyrnarskerðing
    • Vökvaskortur
    • Vannæring
    • Færniskerðing
    • Áfengismisnotkun
    • Hár aldur

    Orsakir/útleysandi þættir:
    • Lyf – róandi-og svefnlyf, ópíóíðar, lyf með andkólvirkar aukaverkanir, þríhringlaga þunglyndislyf, geðrofslyf, andhistamínlyf, hjartsláttartruflanalyf, parkinsonslyf, flogaveikilyf, litíum, sykursterar, H2-blokkar, bólgueyðandi gigtarlyf o.fl. Nánar um lyf í klínískum leiðbeiningum.
    • Bráðir sjúkdómar s.s. sýkingar, hjartadrep, nýrnabilun og öndunarbilun.
    • Sjúkdómar í miðtaugakerfi s.s. drep, blæðingar, æxli og heilahimnubólga.
    • Efnaskiptaraskanir - hypónatremía, hypernatremía, hyperkalsemía, raskanir á sýru- og basajafnvægi, hár blóðsykur og truflun á starfsemi skjaldkirtils. Vökvaskortur eða vannæring (muna tíamínskort).
    • Áfengis- og/eða lyfjafráhvarf.
    • Nýtt beinbrot.
    • Sumar aðgerðir, m.a. æða-og brjóstholsaðgerðir.
    • Hreyfiskerðing.
    • Þvag- og/eða hægðateppa. Þvagleggur. Fjötrar. Breytingar í umhverfi. Svefntruflanir. Sársauki. Andlegt álag.
    Sjá auk þess umfjöllun um áhættuþætti í klínískum leiðbeiningum.

    Rannsóknir
    Metið er í hverju tilviki hvaða rannsóknir er viðeigandi að gera og er tekið tillit til alvarleika einkenna og vísbendingum úr sögu og skoðun.
    Rannsóknir sem búið er að framkvæma eru yfirfarnar.

    Blóð- og þvagrannsóknir sem getur verið viðeigandi að gera:
    Myndgreiningarrannsóknir sem getur verið viðeigandi að gera:
    • Röntgen lungu
    • TS-heili eða í völdum tilvikum SÓ-heili, sérstaklega ef ný brottfallseinkenni, grunur um höfuðáverka, þekkt krabbamein sem gæti meinverpst til heila eða ef engin skýring finnst á óráði.

    Aðrar rannsóknir:
    • Hjartalínurit
    • Mænuástunga ef grunur um heilahimnu- eða heilabólgu.
    • Heilalínurit ef grunur um flog og í völdum tilfellum til að greina geðsjúkdóma frá óráði.


Ritstjórn

Sólrún Rúnarsdóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kolbrún Gísladóttir
Steinunn Arna Þorsteinsdóttir
Tryggvi Þórir Egilsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Útgefandi

Sólrún Rúnarsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 06/26/2017 hefur verið lesið 1734 sinnum