../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-215
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 3.0
3.02.01.03 Óráð - læknisfræðileg uppvinnsla og meðferð
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa einkennum, áhættu- og orsakaþáttum, greiningu, uppvinnslu og meðferð óráðs hjá fullorðnum við innlögn á sjúkrastofnun.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Læknir metur við komu á sjúkrahús og við flutning milli deilda eða stofnana hvort einstaklingur sé með áhættuþætti fyrir óráði og hvort óráð sé til staðar og stýrir uppvinnslu og meðferð í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.

    Allra fyrst eru mögulegar lífshættulegar orsakir útilokaðar svo sem lækkuð súrefnismetturn, sykurfall, koltvísýringsbilun, blóðþrýstingsfall, lyfjaeitrun, fráhvarf.
      Þetta verklag á ekki við um:
      Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Við komu á bráðamóttöku og legudeild eru allir sjúklingar metnir samkvæmt minnisreglunni
      AMMA" sem stendur fyrir helstu áhættuþætti óráðs:
      • Aldur yfir 65 ára.
      • Minnisskerðing eða heilabilun.
      • Mjaðmarbrot nýlega.
      • Alvarleg veikindi - sjúkdómsástand sem fer versnandi eða er í hættu á að versna.
      Sjúklingar með einn eða fleiri áhættuþætti og meira rugl eða syfja en venjulega eða aðrar vísbendingar um óráð eru metnir með 4AT.
      DOS er notað til daglegrar skimunar hjá einstaklingum í áhættu og til að fylgjast með framvindu einkenna.
        Hide details for EinkenniEinkenni
        Óráð er alvarlegt og algengt heilkenni hjá veikum og slösuðum, það byrjar skyndilega og hefur sveiflukenndan gang. Óráð getur verið lágstemmd (þögult, „hypoactive“), hástemmd („hyperactive“) eða bæði.

        Heilkennið einkennist af truflun á:
        • Athygli (lykileinkenni).
        • Meðvitund.
        • Vitrænni getu; það er á minni, óhlutbundinni hugsun, skilningi, máli, rýmdarskynjun stýritruflun, málstoli, verkstoli og áttun.
        • Skyntúlkun (perception), það er ofskynjanir og misskynjanir (oft sjónofskynjanir).
        Önnur einkenni, en þó ekki sértæk fyrir óráð eru meðal annars:
        • Svefntruflanir og dægurvilla.
        • Ranghugmyndir (oft aðsóknarhugmyndir).
        • Tilfinningasveiflur svo sem kvíði, ótti og reiði.

        Ef vafi leikur á greiningu er meðhöndlað og sjúklingur unninn upp með tilliti til óráðs.
        Hide details for Áhættu- og orsakaþættirÁhættu- og orsakaþættir
        Oftast eru orsakir fyrir óráði af lífeðlisfræðilegum toga og gjarnan margir samverkandi
        þættir sem valda því. Eftir því sem um fleiri þætti er að ræða þá þarf minna viðbótaráreiti.

        Undirliggjandi áhættuþættir:
        • Heilabilun/langvinnir heilasjúkdómar (parkinson-sjúkdómur, heilaæðasjúkdómur, þunglyndi).
        • Fyrri saga um óráð.
        • Alvarlegir langvinnir sjúkdómar.
        • Sjón- og heyrnarskerðing.
        • Vökvaskortur og vannæring.
        • Færniskerðing.
        • Áfengismisnotkun.
        • Hár aldur.

        Útleysandi áhættuþætti (orsakir):
        • Lyf – róandi- og svefnlyf, ópíóíðar, lyf með andkólvirkar aukaverkanir, parkinsonslyf, sykursterar og fleira. Sjá nánar Óráð - lyf og óráð.
        • Bráðir sjúkdómar svo sem sýkingar, hjartadrep, hjartabilun, lifrarbilun, nýrnabilun og öndunarbilun.
        • Sjúkdómar í miðtaugakerfi svo sem drep, blæðingar, æxli og heilahimnubólga.
        • Efnaskipta- og innkirtlaraskanir, hypónatremía, hypernatremía, hyperkalsemía, sýru- og basaröskun, þíamínskortur, truflun á starfsemi skjaldkirtils, nýrnahetta og blóðsykri.
        • Vökvaskortur eða vannæring.
        • Áfengis- og/eða lyfjafráhvarf.
        • Eitranir (kolmónoxíð, ólögleg fíkniefni og fleira)
        • Nýtt beinbrot.
        • Aðgerðir, meðal annars æða-og brjóstholsaðgerðir og bæklunarskurðaðgerðir.
        • Hreyfiskerðing.
        • Þvag- og/eða hægðateppa.
        • Fjötrar svo sem þvagleggur og aðrir leggir og línur.
        • Breytingar í umhverfi.
        • Svefntruflanir.
        • Sársauki.
        • Andlegt álag.
        Hide details for MismunagreiningarMismunagreiningar
        Algengar mismunagreiningarnar eru heilabilun, þunglyndi og geðrof.

        Tafla til aðstoðar við mismunagreiningu

        Einkennandi

        Óráð

        Heilabilun*

        Þunglyndi

        Geðrof

        Skyndileg breyting hugarstarfs

        +

        -

        -

        +/-

        Athyglisbrestur

        +

        +/-

        +/-

        +/-

        Breyting á meðvitundarstigi

        +

        -

        -

        -

        Óskipulögð hugsun

        +

        +/-

        -

        +

        Hugreyfitruflun (psychomotor)

        +

        +/-

        +

        +/-

        Ofskynjanir

        + (sjón)

        +/-

        +/- (heyrn)

        + (heyrn)
        *Af heilabilunarsjúkdómum líkist „Lewy“ sjúkdómur helst óráði, með sveiflum í hugarstarfi,athygli og sjónofskynjunum, en þá eru parkinson einkenni aðgreinandi.
        Hide details for Uppvinnsla og skráningUppvinnsla og skráning
          Hide details for SjúkrasagaSjúkrasaga
          Eftirfarandi atriði eru höfð í huga:
          • Nýleg veikindi, skurðaðgerðir eða breyting á líkamlegu ástandi.
          • Nýlegar lyfjabreytingar (sjá nánar Óráð - lyf og óráð), ólyfseðilskyld lyf og áfengisnotkun (fráhvörf).
          • Hvenær byrjuðu einkenni óráðs.
          • Er fyrri saga um heilabilun.
          • Er fyrri saga um óráð, hvað olli og hver voru einkennin.
          • Er saga um skerta færni, sjón- eða heyrn, næringar-og vökvainntöku eða um byltur.
          Hide details for SkoðunSkoðun
          Eftirfarandi atriði eru skoðuð:
          • Lífsmörk, réttstöðublóðþrýstingur.
          • Meðvitundarástand (AVPU).
          • 4AT-mat
            • Önnur ráð til að meta athygli;
              • telja upp vikudaga í öfugri röð.
              • telja niður frá 20.
              • stafa 5 stafa orð afturábak.
          • Meta hvort séu;
            • brottfallseinkenni við taugaskoðun eða teikn um fráhvarf.
            • teikn um þurrk, bjúg, sýkingu, þvag- eða hægðateppu.
            • teikn um höfuð- eða hálshryggjaráverka, beinbrot, sár á húð.
          Hide details for RannsóknirRannsóknir
          Metið er í hverju tilviki hvaða rannsóknir er viðeigandi að gera og er tekið tillit til alvarleika einkenna, vísbendinga úr sögu og skoðun og fyrri rannsókna.

          Blóð- og þvagrannsóknir sem getur verið viðeigandi að gera:

          Myndgreiningarrannsóknir sem getur verið viðeigandi að gera:
          • Röntgen lungu eða stoðkerfi ef grunur um brot.
          • TS-heili eða í völdum tilvikum SÓ-heili, sérstaklega ef:
            • Ný brottfallseinkenni frá miðtaugakerfi.
            • Grunur um höfuðáverka.
            • Blóðþynningameðferð.
            • Meðvitundarskerðing án viðhlýtandi skýringa.
            • Ekki finnst skýring á þrálátu óráði.
          Aðrar rannsóknir:
          • Hjartalínurit.
          • Mænuástunga ef grunur um heilahimnu- eða heilabólgu.
          • Heilarit ef grunur um flog.
          Hide details for SkráningSkráning
          Óráð er skráð í dagála og greining (ICD-10) í læknabréf meðal annars vegna aukinnar hættu á alvarlegum afleiðingum, á endurteknu óráði og á endurinnlögnum.
          • F05,9 er ótilgreint óráð.
          • F05,1 er óráð ofan á undirliggjandi heilabilun
          Ef aðgerð er fyrirhuguð
          Ef einstaklingur er í aukinni hættu á óráði þarf fræðslu fyrir hann og aðstandendur fyrir
          aðgerð, til að auka skilning, minnka áhyggjur og nýta forvarnir.
          Hide details for Meðferð við óráðiMeðferð við óráði
          Viðbrögð ef óróleiki
          • Meðhöndla orsakir eins og verki, þvag- eða hægðateppu og þurrk.
          • Bregðast við ofskynjunum og ótta.
          • Endurmeta þörf fyrir íhluti og fjarlægja þá sem ekki eru nauðsynlegir.
          • Reyna að róa, tala hægt og skýrt, einfalda valkosti, minnka áreiti í umhverfi.
          • Ef æstur eða ofbeldishneigður þá reyna að tryggja öryggi í umhverfi.
          • Viðbrögð við Ofbeldi, Ofbeldi - vinnulag, forvarnir og meðferð fyrir sjúklinga með heilabilun).
          • Íhuga að rýmka heimsóknartíma fyrir aðstandendur.
          • Yfirseta starfsmanns ef þarf.

          Lyfjameðferð við óráði
          Almennt hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi lyfjameðferðar til að fyrirbyggja og
          meðhöndla óráð á óyggjandi hátt, sjá nánar Óráð - lyf og óráð. Óska eftir mati klínísks
          lyfjafræðings ef fjöllyfjanotkun, alvarlegt óráð, flókin tilfelli.

          Þvinguð lyfjagjöf og nauðungarvistun
          Ef einstaklingur er ógnandi eða með ofbeldishegðun og er ófær um að gefa samþykki
          Ef óráð lagast ekki
          • Farið er aftur yfir mögulegar orsakir.
          • Meta getur þurft einstaklinginn með tilliti til heilabilunar.
          • Óska eftir ráðgjöf öldrunarlæknis, stundum geðlæknis og fleiri sérgreina.
          • Stundum getur útskrift heim stuðlað að bata ef búið er að útiloka og meðhöndla alvarlegar orsakir og stuðningur og eftirlit í framhaldi er talið tryggt.
          Hide details for Fræðsla og stuðningurFræðsla og stuðningur
          Samskipti og upplýsingagjöf
          Til einstaklings eftir atvikum og til nánustu aðstandenda:
          • Upplýsingar um greiningu óráðs, að það sé algengt og oft tímabundið og um einkenni og meðferð, aðstoða hann við að ná áttum og hughreysta (Óráð - fræðsluefni).
          Til annarra heilbrigðisstarfsmanna sem sinna viðkomandi:
          • Upplýsa um greiningu óráðs til að stuðla að bættum og hvetjandi samskiptum.
            Hide details for Útskrift og eftirfylgdÚtskrift og eftirfylgd
            Fyrir útskrift er oft viðeigandi að:
            • Mat fari fram á færni og vitrænni getu (ADL, MMSE).
            • Ræða minningar tengdar óráði, en sumir fá einkenni áfallastreitu.
            • Íhuga að trappa niður slævandi- og geðrofslyf þegar nálgast útskrift.
            • Skipuleggja eftirfylgd hjá heimilislækni, sem metur þörf fyrir uppvinnslu á vitrænni getu.


        Ritstjórn

        Bergdís Elsa Hjaltadóttir - bergdihj
        Elfa Þöll Grétarsdóttir - elfag
        Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
        Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir - solborgi
        Steinunn Arna Þorsteinsdóttir
        Tryggvi Þórir Egilsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Tómas Þór Ágústsson - tomasa

        Útgefandi

        Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 06/26/2017 hefur verið lesið 2523 sinnum