../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-017
Útg.dags.: 02/09/2024
Útgáfa: 12.0
2.02.06 Astroveirur

Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR).
Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
Verð: Sjá Gjaldskrár

Ábending
Svæsin magapest gefur tilefni til leitar að veirum sem geta valdið iðrakveisu.
A.m.k. 8 serotýpur af astroveirum eru þekktar hjá mönnum. Þær geta sýkt fólk á öllum aldri, en herja þó helst á börn, ónæmisbælda og aldraða. Sýkingar geta verið án einkenna upp í vondar magapestir, sem standa þó yfirleitt aðeins yfir í örfáa daga og kalla yfirleitt ekki á innlagnir. Ónæmissvar veitir yfirleitt langtímavörn.

Grunnatriði rannsóknar
Til greininga á astróveirum er gert PCR próf til að greina erfðaefni veirunnar í saur.

Sérstök tímasetning sýnatöku
Veiruleit er vænlegust í upphafi sýkingar

Gerð og magn sýnis
  • Saursýni, án flutningsætis, meira en 1 full skeið í saurprufuglas
  • Einnig má greina úr stroksýni úr endaþarmi með veiruleitarpinna.
    Myndaniðurstaða fyrir sigma vcm

Lýsing sýnatöku
Saur - sýnataka
Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs.
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda


Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Sjá: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

Geymsla ef bið verður á sendingu
Í kæli.

Flutningskröfur
Með fyrstu ferð.
Má flytja við stofuhita.

Svar
PCR: 1-2 dagar.

Túlkun
Jákvæð PCR veiruleit í saursýni bendir til astroveirusýkingar í meltingarvegi.

Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.


Ritstjórn

Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Máney Sveinsdóttir - maney
Arthur Löve
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
Guðrún Erna Baldvinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Útgefandi

Máney Sveinsdóttir - maney

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 08/02/2013 hefur verið lesið 19620 sinnum