Grunnatriði rannsóknar
Syphilis blóðvatnspróf notuð á Sýkla- og veirufræðideild LSH (SVEID):
TREPONEMAL PRÓF (TT): Sértæk mótefni gegn Treponema pallidum (IgM + IgG):
ECLIA:
“ElectroChemiLuminescence ImmunoAssay”. Greinir þáttbundið heildarmagn IgM og IgG mótefna gegn Treponema pallidumí sermi. Gert í "Cobas immunoassay analyzer".
TPHA:
“Treponema PallidumHaemagglutination Assay”. Þáttbundið (e. qualitative) og hálf-magnbundið (e. semi-quantitative) kekkjunarpróf, sem byggir á rauðum blóðfrumum frá fuglum (e. avian), sem eru húðaðar með mótefnavökum Treponema pallidum,til greiningar á sértækum mótefnum gegn bakteríunni í sermi eða plasma sjúklings.
NON-TREPONEMAL PRÓF (NTT): Ósértæk mótefni við sárasótt
RPR:
“Rapid Plasma Reagin”. Orðið "reagin" er notað til að undirstrika að prófið leitar ekki að sértækum mótefnum gegn bakteríunni sjálfri (Treponema pallidum),heldur mótefnum gegn efnum, sem losna við frumuskemmdir af völdum T. pallidum(cardiolipin og lecithin). Mótefnisvakinn í RPR er kolefnisagna-tengt cardiolipin, sem greinir “reagin”, sem finnast í sermi eða plasma sjúklinga með sárasótt og stöku sinnum hjá einstaklingum með aðra bráða eða langvinna sjúkdóma. Reagin tengjast mótefnavakanum, sem er cardiolipin- lecithin húðaðar cholesterol agnir og valda þannig kekkjun, „flocculation“, sem sjáanleg er með berum augum.
ECLIA prófið er sértækt (treponemal) og notað til skimunar á öllum sýnum sem berast til “syphilisprófa”. Jákvæð sýni skv. ECLIA-prófi eru staðfest með öðru sértæku (treponemal) prófi, TPHA og jafnframt gert non-treponemal próf, RPR. Ef klínískur grunur um nýlega sýkingu, skv. beiðni, eða sérstaklega um það beðið, eru öll prófin gerð strax.
Ekki er tekið fram á leiðbeiningum frá framleiðendum þessara prófa (ECLIA/Cobas, TPHA eða RPR) að þau megi nota til rannsókna á mænuvökva, en TPHA og RPR eru þó notuð á mænuvökva þegar grunur er um neurosyphilis6