../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-097
Útg.dags.: 12/09/2022
Útgáfa: 12.0
2.02.08.56 Inflúensa A og B

Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Týpugreining (PCR). Veiruræktun.
Pöntun: Beiðni um veirurannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrár

Ábending
Inflúensa gengur yfir á hverju ári á tímabilinu október til mars. Einkenni eru m.a. hiti, beinverkir, höfuðverkur, hósti og hálssærindi.

Grunnatriði rannsóknar
Ef grunur er um bráðasýkingu er beitt veiruleit (PCR). Greint er á milli inflúensu A og B. Sýni sem eru jákvæð fyrir inflúensu A eru greind frekar í H1, H3, H5 og H7. Sýni sem eru jákvæð fyrir inflúensu B eru greind frekar í undirstofnana Yamagata og Victoria.
Stundum er líka reynd veiruræktun. Hún tekur lengri tíma og er fyrst og fremst beitt til að safna veirustofnum til ítarlegrar greiningar á vegum WHO vegna bóluefnisframleiðslu og faraldsfræðilegs eftirlits.


Sérstök tímasetning sýnatöku
Sýni til veiruleitar þarf að taka sem fyrst eftir að sjúklingur veikist.

Gerð og magn sýnis
Ef grunur er um inflúensu er ráðlegt að taka stroksýni úr hálsi og nefkoki til veiruleitar. Einnig kemur til greina að taka nefkokssog, einkum hjá ungum börnum.
Kjörsýni fyrir veiruleit að inflúensu er par af hálsstroki og nefkoksstroki, sem síðan eru unnin sem eitt sýni á veirufræðideild.
  • Nefkoksstrok og hálsstrok: Veiruleitarpinni
    Myndaniðurstaða fyrir sigma vcm
  • Berkjuskol eða nefkokssog: Nokkrir ml. í dauðhreinsað glas.
  • Trachealskol: Nokkrir ml. í dauðhreinsað glas.

Lýsing sýnatöku
Öndunarfærastrok - sýnataka
Skol úr öndunarfærum - sýnataka
Blóðtaka
Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Sjá: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

Geymsla ef bið verður á sendingu
Í kæli.

Flutningskröfur
Með fyrstu ferð
Í kæli.


Svar:
PCR: 1-2 dagar. Að jafnaði samdægurs á faraldurstímum.


Túlkun
Sérfræðilæknar veirurannsókna meta hvernig á að túlka niðurstöður.
Niðurstöður úr PCR prófum hafa yfirleitt há jákvæð og neikvæð spágildi gagnvart þeim veirum sem prófaðar eru.
Niðurstöður úr veiruræktunum hafa há jákvæð spágildi ef eitthvað ræktast.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 07/13/2011 hefur verið lesið 87973 sinnum