../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Yfirlit
Skjalnúmer: Rsýk-451
Útg.dags.: 08/08/2023
Útgáfa: 15.0
1.01.01.07 Þjónusta Sýkla- og veirufræðideildar
Hide details for TilgangurTilgangur

Að lista alla starfsemi Sýkla- og veirufræðideildar með tilliti til þeirra sérsviða og klínískarar ráðgjafar sem hún sinnir og helstu aðferðafræði og tækni sem beitt er. Að skilgreina umfang daglegrar þjónustu og því sem sinnt er á vöktum. Að skilgreina viðskiptavini deildarinnar.

Hide details for Starfsemi Sýkla-og veirufræðideildarStarfsemi Sýkla-og veirufræðideildar
Sýkla- og veirufræðideild er rannsóknarstofa og tilvísunarrannsóknarstofa fyrir Ísland á sviði bakteríufræði, veirufræði, sveppafræði og sníkjudýrafræði.
Helstu verkefni deildarinnar eru:
    • Þjónusturannsóknir
    • Kennsla á sviði sýklafræði og veirufræði
    • Ráðgjöf og fræðsla
    • Vísindarannsóknir og þróun aðferða
    • Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu um sýkla- og veirurannsóknir
    • Rekstur BSL-3 öryggisrannsóknastofu
    • Ætagerð til sýklarannsókna fyrir eigin starfsemi og til sölu
Deildin vinnur með sóttvarnarlækni og öðrum heilbrigðisyfirvöldum að bættri lýðheilsu með rannsóknum og skráningu á smitsjúkdómum, orsökum þeirra og útbreiðslu. Þau gögn nýtast jafnframt til fyrirbyggjandi aðgerða, svo sem sýkingavarna og bólusetninga.
    Hide details for Klínísk starfsemiKlínísk starfsemi

    Framkvæmd og/eða umsjón með rannsóknum á sviði bakteríufræði, veirufræði, sveppafræði og sníkjudýrafræði með þeirri aðferðafræði sem skráð er hér fyrir neðan og listaðar nákvæmar í þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs.

    • Ræktun á æti, greiningar og næmispróf
    • Smásjárskoðun, s.s. Gramslitun, sýruföst litun, flúrlitun, bein smásjárskoðun og Giemsalitun
    • Leit að mótefnavökum sýkingavalda
    • Leit að mótefnum gegn sýkingavöldum
    • Leit að erfðaefni sýkingavalda
    • Stofnagreiningar
    • Magnmælingar á veirum með kjarnsýrumögnun (rauntíma-PCR)
    • Veiruleit með ræktun í frumum
    • Mótefnamælingar til skimunar og greiningar veirusótta
    • Sendingar sýna til erlendra rannsóknastofa til frekari greininga
    Starfsfólk deildarinnar sinnir kennslu heilbrigðisstétta í samstarfi við Háskóla Íslands. Helstu þættir eru (sjá nánar í gæðaskjali um kennslu):
    • Kennsla í sýkla- og veirufræði fyrir nema á háskólastigi (s.s. læknisfræði, lífeindafræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, lyfjafræði og líffræði)
    • Þjálfun útskrifaðra og nema í framhaldsnámi
    • Þjálfun starfsmanna við rannsóknir og stjórnun
    • Símenntun

    Ætagerð framleiðir æti til sýklarannsókna á deildinni og selur æti til annarra rannsóknastofa á landinu. Ætagerð vinnur að uppsetningu ISO9001 vottaðs gæðakerfis.


Hide details for ÞjónusturannsóknirÞjónusturannsóknir

Sýklahluti: Að jafnaði eru öll sýni sem berast fyrir klukkan 19:00 virka daga og fyrir kl.13 um helgar skráð og sett í vinnslu. Utan þessa vinnutíma er lífeindafræðingur á gæsluvakt og kemur hann í húsið a.m.k. einu sinni fyrir miðnætti og við útköll virka daga, en um helgar og aðra frídaga kemur hann í húsið a.m.k. tvisvar sinnum fyrir miðnætti og við útköll. Ákveðin sýni (sjá töflu) eru unnin á vöktum, þegar lífeindafræðingur er í húsinu. Önnur sýni eru einungis unnin á vöktum í kjölfar sérstaks útkalls; annars að morgni næsta dags.

Veiruhluti: Sýni eru unnin kl 08-18 alla virka daga og um helgar frá kl. 08:00 - 18:00. Ákveðin sýni (sjá töflu) eru unnin utan dagvinnutíma. Um helgar er hægt að hafa samband við vakthafandi sérfræðilækni. Upplýsingar um vakthafandi lækni og símanúmer er hægt að nálgast á skiptiborði landspítalans og á netwise.

Hide details for ViðskiptavinirViðskiptavinir

Læknar geta óskað eftir rannsóknum sem í boði eru á deildinni. En auk þess getur annað heilbrigðisstarfsfólk óskað eftir ákveðnum rannsóknum.
Rannsóknastofur geta óskað eftir greiningum á sýnum eða stofnum sem þær hafa móttekið.

Hagsmunaaðilar

    • Sjúklingar
    • Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi og erlendis
    • Aðrar deildir LSH
    • Landlæknisembættið
    • Heilbrigðisstofnanir
    • Sóttvarnalæknir
    • Sjálfstætt starfandi læknar
    • Menntastofnanir
    • Rannsóknastofur hérlendis og erlendis
    • Nemar
    • Starfsmenn
    • Sjóðir
    • Birgjar
    • Almenningur
Hide details for RáðgjafaþjónustaRáðgjafaþjónusta

Sýklahluti: Ráðgjafaþjónusta sýklahluta er opin frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga, frá kl. 8:00 til 13:00 á laugardögum og frá 9:00 til 13:00 á sunnudögum í síma 543-5650, 543-5661 og 543-5662. Ef ekki svarar í framangreindum númerum utan dagvinnutíma er farsími lífeindafræðings á vakt: 8245208. Sérfræðilæknir er á vakt allan sólarhringinn og er farsími hans: 8245247

Lífeindafræðingar og læknar veita upplýsingar og ráðgjöf skv. verklagsreglu.

Haldnir eru reglulegir fundir með starfsfólki klínískra deilda um notkun þjónustu deildarinnar og til að ræða vísindaleg málefni. Starfsfólk deildarinnar tekur þátt í sjúkratilfellafundum, og veitir ráðgjöf um almenna virkni sem og einstök tilfelli.


Veiruhluti: Ráðgjafaþjónusta veiruhluta er opin frá kl. 8:00 til 18:00 alla virka daga og frá kl. 08:00 til 18:00 um helgar í síma 543-5900.


Ritstjórn

Karl G Kristinsson
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Sara Björk Southon - sarabso
Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Máney Sveinsdóttir - maney

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Útgefandi

Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/30/2010 hefur verið lesið 2503 sinnum