../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-136
Útg.dags.: 02/09/2024
Útgáfa: 15.0
2.02.81 Parainflúensuveirur
    Ábending:
    Öndunarfæraeinkenni t.d. hósti og barka/berkjubólga.

    Grunnatriði rannsóknar:
    Yfirleitt er notuð veiruleit við greiningu parainflúensusýkinga. Þá er leitað að kjarnsýru veirunnar (PCR) eða veirunni allri (veiruræktun). Á veiruhluta Sýkla- og veirufræðideildar eru til próf fyrir parainflúensu 1, 2, 3 og 4.


    Svar:
    PCR: Að jafnaði innan sólarhrings frá móttöku sýnis.

    Túlkun:
    Veiruleit (PCR eða ræktun): Jákvæðar niðurstöður staðfesta að veiran, eða a.m.k. erfðaefni hennar, sé til staðar.
    Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.

Ritstjórn

Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Máney Sveinsdóttir - maney
Arthur Löve
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
Guðrún Erna Baldvinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Útgefandi

Máney Sveinsdóttir - maney

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 07/13/2011 hefur verið lesið 87886 sinnum