../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-620
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.24 Umhverfissýni - bakteríur, sveppir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Umhverfissýni - almenn ræktun, Umhverfissýni - svepparæktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Umhverfissýni eru tekin til að reyna að finna hugsanlega sýkingavalda í umhverfinu. Þetta á bæði við um bakteríur og sveppi.

    Bakteríur: Það er vandasamt að taka umhverfissýni og rækta þau þannig að niðurstöðurnar séu vel marktækar. Hvert einstakt tilfelli verður að undirbúa og meta af fagfólki. Sýkladeildin tekur við öllum umhverfissýnum frá sjúkrahúsinu sem eru tekin af Sýkingavarnardeildinni. Einnig er tekið við sýnum sem eru vegna þekkts reglubundins eftirlits, eins og til dæmis sýni frá Blóðbankanum og Apótekinu. Annars er að jafnaði ekki tekið við umhverfissýnum.
    Sjá leiðbeiningar sýkingavarnadeildar Landspítala um bakteríur.

    Sveppir: Eftirfarandi kringumstæður geta krafist könnunar á sveppamengun á sjúkrahúsinu.
    • Grunur um ífarandi spítalasýkingar af völdum umhverfissveppa:
      • herbergi ónæmisbældra sjúklinga og skurðstofur þar sem hreinleiki andrúmslofts á að vera tryggður með auknum loftþrýstingi, síum ofl.
    • Viðgerðir á sjúkrahúsinu (s.s. steypu- og múrvinna, fölsk loft opnuð ofl.) eða byggingar- og viðgerðaframkvæmdir í næsta nágrenni auka sveppamagn í andrúmslofti. Sérstakar varúðarráðstafanir (s.s. loftstreymi, innanhúsumferð starfsfólks og viðgerðaraðila, tjöld, klísturmottur ofl.) skulu viðhafðar til að hindra að sveppir komist að ónæmisbældum sjúklingum. Þær geta brugðist. Könnun á sveppamengun í viðeigandi rýmum getur verið nauðsynleg:
      • í kjölfar spítalasýkinga; gefur vísbendingar um hvort varúðarráðstafanir hafi brugðist.
      • þegar vafi leikur á um öryggi andrúmslofts, jafnvel þó ekki hafi greinst spítalasýking.
    • Rakaskemmdir á sjúkrahúsinu sem hafa í för með sér sveppagróður á byggingarefnum. Réttlætanlegt er að kanna sveppamengun eftir að viðgerðum lýkur ef hún telst ógna heilsu viðkvæmra sjúklingahópa, en könnunin gefur vísbendingar um hvort viðgerðir hafi heppnast eins og til var ætlast. Venjulega er ekki er ástæða til sýnatöku fyrir viðgerðir, jafnvel þó sveppagróður sjáist með berum augum.
    • Rými þar sem:
      • andrúmsloft á að vera sérstaklega hreint, s.s. herbergi ónæmisbældra sjúklinga, er tekið í notkun í fyrsta sinn
      • nýbúið er að setja upp eða framkvæma viðhaldsaðgerðir á tækni sem er ætlað að viðhalda sérstaklega hreinu andrúmslofti
    • Eftirlit með framleiðslurýmum fyrir blóðhluta ofl. Venjulega eru hrein rými í framleiðslueiningum könnuð með því að mæla agnir í andrúmslofti (particle counting), en ef svo er ekki getur könnun á sveppamengun með ræktun gefið vísbendingar um hreinleika rýmisins.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Leitað er að örverum í umhverfinu.
    Bakteríur:
    • Það er vandasamt að taka umhverfissýni og rækta þau þannig að niðurstöðurnar séu vel marktækar. Það verður að vera ljóst að hverju sé leitað og aðferðir verður að miða við það. Hvert einstakt tilfelli verður að undirbúa og meta af fagfólki.
    • Sjá leiðbeiningar sýkingavarnadeildar Landspítala um bakteríur.

    Sveppir:
    • Rannsóknirnar þarf að framkvæma af fagaðilum með viðeigandi sérþekkingu, og þeim er ætlað að svara skýrum rannsóknarspurningum.
    • Rannsóknir á sveppamagni innandyra hafa ekki verið staðlaðar, og engar viðurkenndar leiðbeiningar eru til um hvaða magn telst hæfilegt innandyra. Undantekning frá þessu eru hrein rými (cleanrooms) fyrir t.d. lyfjaframleiðslu, en fyrir þau eru til staðlar og leiðbeiningar frá ISO og Institute for Environmental Sciences and Technology.
    • Sveppamagn í andrúmslofti má rannsaka með ræktun sveppa úr andrúmslofti eða föllnu ryki. Sýni úr andrúmslofti eru tekin með sérstökum tækjum sem soga loft inná sveppaæti, og fallið ryk er oft skoðað með stroksýnum eða snertiætisskálum. Eftir sýnatöku fer fram ræktun á viðeigandi ætum og því næst talning með/án greiningar á örverum, eftir því sem við á. Í sumum tilvikum má taka sýni á límband til beinnar smásjárskoðunar.
    • Oft þarf samanburðarsýni frá rýmum/svæðum sem ekki eru sérstaklega varin til að tryggja hreinleika andrúmslofts, og jafnvel úr andrúmslofti utandyra.
    • Í sumum tilvikum, t.d. fyrir fyrstu nýtingu herbergja sem hafa sérstaklega hreint loft eða í faraldurskringumstæðum, getur verið gagnlegt að byrja rannsókn með rykmæli (particle counter), og kanna svo sveppamengun með ræktunaraðferðum í kjölfarið. Það gæti sparað kostnaðarsamar ræktanir og leyft lagfæringar á lofthreinsibúnaði áður en ræktun er gerð, og gefið vísbendingar um hvar væri best að taka ræktunarsýnin.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Bakteríur:
      • Mikilvægt er að sýni frá sjúkrahúsinu séu tekin í nánu samstarfi við Sýkingavarnadeildina og helst af henni. Sýni utan sjúkrahússins þarf einnig að taka í náinni samvinnu við Sóttvarnarlækni, Sýkingavarnadeild, Sýklafræðideild eða sambærilega aðila.

      Sveppir:
      • Unnið er eftir fyrirfram ákveðinni rannsóknaráætlun, í samvinnu við Sýkingavarna- og Sýklafræðideild Landspítala.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Bakteríur:
      • Ílát og áhöld geta verið margvísleg og fara eftir sýnatökuaðferðinni sem notuð er hverju sinni. Til dæmis bakteríuræktunarpinni eða agarskál. Oft blóð- eða súkkulaðiagar, en sé eingöngu leitað að sveppum má nota sérstakt sveppaæti.

      Sveppir:
      • Sýni frá flötum: venjulegir sýnatökupinnar eða svampar (vættir í dauðhreinsuðu vatni eða buffer), eða sérstakar snertiskálar með upphleyptu æti. Opnar skálar sem skildar eru eftir á flötum henta ekki vel til að meta sveppamagn í andrúmslofti þar sem mismunandi sveppir falla mishratt (CDC 2003, Streifel 2010)
      • Sýni úr andrúmslofti eru tekin með þartilgerðum tækjum sem soga þekkt magn af lofti inná sveppaætisskál.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Bakteríur:
      Sveppir:
      • Mikilvægt er að staðla sýnatökuaðferðina hverju sinni til að leyfa samanburð á milli rýma og tímabila. Stöðlunin nær til sýnatökuáhalda, sýnatökustaða, tímasetningar, starfsemi í rými, æta og ræktunaraðferða og flatarmáls/rúmmáls sýnatöku (oft 1 - 5 snertiskálar/sýnatökustað, 25 - 50 cm2 með pinna, 0.25 - 1.5 m3 lofts).
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Bakteríur:
      • Aðstæður hverju sinni ráða því hvernig best er að taka sýnið. Sýnatökurnar ætti að gera af aðila sem er mjög vel að sér í töku umhverfissýna, eða í nánu samráði við hann.

      Sveppir:
      • Sýni eru tekin frá skurðborðum, skápum, borðum, gluggakistum, lömpum, loftræstiristum, milliloftum, gólfum, rúmum, hurðum, vögnum, lækningaáhöldum ofl. eftir atvikum.
      • Sýni tekin úr andrúmslofti með þartilgerðum tækjum. Kanna þarf meira loftmagn í rýmum þar sem andrúmsloft á að vera sérstaklega hreint.
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Helst mega ekki líða meira en 4 klst. frá því að sýni eru tekin, þar til þau berast á Sýkla- og veirufræðideild.
      Mest má geyma sýni í sólarhring og þá verða þau að hafa verið geymd í kæli.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríur:
      • Neikvæðri ræktun er oftast svarað út eftir 2-7 daga, jákvæð gæti tekið lengri tíma.

      Sveppir:
      • Neikvæð svör fást eftir 7-14 daga.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteríur:
      • Túlkun er alltaf erfið og því er mikilvægt að sýnið sé tekið í góðri samvinnu við Sýklafræðideildina og aðila sem er vel að sér í sýkingavörnum. Mikilvægt er að sýni frá sjúkrahúsinu séu tekin í nánu samstarfi við Sýkingavarnadeildina og helst af henni. Sýni utan sjúkrahússins þarf einnig að taka í náinni samvinnu við Sóttvarnarlækni, Sýkingavarnadeild eða sambærilega aðila.

      Sveppir:
      • Túlkun er gerð í ljósi takmarkana og skekkjuvalda, og þeirra krafna sem gerðar eru til rýmis m.t.t. leyfilegrar sveppamengunar.
      • Í venjulegu andrúmslofti utandyra er magn sveppagróa á bilinu 100 - 100.000 gró/m3. Magn innandyra er venjulega minna, og við ræktun geta fundist allt að nokkur þúsund þyrpingar sveppa/m3. Aukið rakastig innadyra, t.d. í kjölfar rakaskemmda, getur örvar sveppavöxt og sveppamagn í andrúmslofti. Magn innandyra er háð veðurfari, árstíð, sveppategundum, byggingargerð, aldri byggingar, nýtingu og loftun. Sveppamagn í andrúmslofti getur verið breytilegt yfir daginn og á milli daga; stök sýni gefa því takmarkaðar upplýsingar. Við samanburð á mengun innandyra og utan ber að hafa í huga að á veturna þegar snjór liggur yfir má búast við lægra sveppamagni utandyra.
      • Rannsókn á sveppamagni með ræktun hefur ýmsar takmarkanir: endurtakanleiki (reproducibility) er lágur t.d. vegna mikils breytileika á sveppamagni í rými, og ákveðnar tegundir geta ræktast fremur en aðrar vegna sýnatökuaðferðar, æta eða hitastigs við ræktun. Óræktanlegir og dauðir sveppir sem og sveppaleifar finnast ekki, en það hefur þó einungis þýðingu þegar rannsókn er gerð vegna gruns um eitur- eða ofnæmisáhrif.
      • Sveppir geta verið til staðar þó þeir greinist ekki í rannsókninni.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    Handbækur, leiðbeiningar og staðlar
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Streifel A. Air cultures for fungi [kafli 13.9.3]. Í Clinical Microbiology Procedures Handbook, ritstj. LS Garcia. ASM Press, Wasington D.C, 2010.
    3. Guidelines for Environmental Infection Control in Health-Care Facilities. Recommendations of CDC and the Healthcare Infection Control Practices Advisory Committee, 2003
    http://www.cdc.gov/mmwr/preview/mmwrhtml/rr5210a1.htm
    CDC2003_guidelines environment inf contr health care facilities.pdfCDC2003_guidelines environment inf contr health care facilities.pdf

    4. Indoor mold. A Time Tool Resource from the American College of Preventive Medicine. http://www.acpm.org/resource/resmgr/iaq-files/timetool_indoormold_resource.pdf
    AmCollPreventMed_indoor mold guidelines.pdfAmCollPreventMed_indoor mold guidelines.pdf

    5. University of Connecticut Health Center, Division of Occupational and Environmental Medicine Center for Indoor Environments and Health. Guidance for Clinicians on the Recognition and Management of Health Effects Related to Mold Exposure and Moisture Indoors. 2004. http://oehc.uchc.edu/clinser/MOLD%20GUIDE.pdf
    MOLD20GUIDE for clinicians.pdfMOLD20GUIDE for clinicians.pdf


    6. IEST-RP-CC023: Microorganisms in Cleanrooms, 2006. http://www.iest.org/Standards-RPs/Recommended-Practices/IEST-RP-CC023
    7. IEST-RP-CC006: Testing Cleanrooms, 2004. http://www.iest.org/Standards-RPs/Recommended-Practices/IEST-RP-CC006
    8. ISO staðlar um "Cleanrooms": http://www.iso.org/iso/search.htm?qt=14644&searchSubmit=Search&sort=rel&type=simple&published=true

    Vísindagreinar
    1. Faure O et al.Eight-year surveillance of environmental fungal contamination in hospital operating rooms and haematological units. J Hosp Infect. 2002 Feb;50(2):155-60.
    2. Lutz BD et al.Outbreak of invasive Aspergillus infection in surgical patients, associated with a contaminated air-handling system. Clin Infect Dis. 2003 Sep 15;37(6):786-93.
    3. Llata E et al. A cluster of mucormycosis infections in hematology patients: challenges in investigation and control of invasive mold infections in high-risk patient populations. Diagn Microbiol Infect Dis. 2011 Sep;71(1):72-80.
    4. Hadrich I et al. Invasive aspergillosis: epidemiology and environmental study in haematology patients (Sfax, Tunisia). Mycoses. 2010 Sep;53(5):443-7.
    5. Sautour M et al. Profiles and seasonal distribution of airborne fungi in indoor and outdoor environments at a French hospital. Sci Total Environ. 2009 Jun 1;407(12):3766-71.
    6. Fournel I et al.Airborne Aspergillus contamination during hospital construction works: efficacy of protective measures. Am J Infect Control. 2010 Apr;38(3):189-94.
    7. Sautour M et al. Prospective survey of indoor fungal contamination in hospital during a period of building construction. J Hosp Infect. 2007 Dec;67(4):367-73.
    8. Panagopoulou P et al. Filamentous fungi in a tertiary care hospital: environmental surveillance and susceptibility to antifungal drugs. Infect Control Hosp Epidemiol. 2007 Jan;28(1):60-7.
    9. Alberti C et al. Relationship between environmental fungal contamination and the incidence of invasive aspergillosis in haematology patients. J Hosp Infect. 2001 Jul;48(3):198-206.
    10. Richardson MD et al. Fungal surveillance of an open haematology ward. J Hosp Infect. 2000 Aug;45(4):288-92.
    11. Anderson K et al. Aspergillosis in immunocompromised paediatric patients: associations with building hygiene, design, and indoor air. Thorax. 1996 Mar;51(3):256-61.

    Ritstjórn

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Una Þóra Ágústsdóttir - unat
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 01/28/2014 hefur verið lesið 957 sinnum