../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-068
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.30 Vefjasýni frá húð/slímhúð - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar:
Vefjasýni frá húð/slímhúð - almenn ræktun
Vefjasýni frá húð/slímhúð - svepparæktun
Vefjasýni frá húð/slímhúð - berklaræktun

Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Bakteríurannsókn. Grunur um sýkingu í húð eða á slímhúðum. Ekki er algengt að taka vefjasýni við þennan grun, oftar er tekið strok. Þó er mælt með því að taka vefjasýni djúpt úr sárbotni brunasára, fótasára og legusára frekar en að taka strok frá yfirborðinu. Sjaldgæft er að tekin séu vefjasýni frá slímhúðum, nema til leitar að Helicobacter pylori.Mikilvægt er að góðar upplýsingar fylgi sýninu til að unnt sé að vinna það á hinn besta hátt.
    Svepparannsókn. Grunur um sveppasýkingu í :
    1) Slímhúðum: Sést í Candida sýkingum í neðri öndunarvegum, meltingarvegi og þvagblöðru, og myglusveppasýkingum í öndunarvegum og meltingarvegi.
    2) Húð (annað en sýkingar í hornvef, sjá leiðbeiningar fyrir húð, hár og neglur. Sést í kjölfar : (i) útbreiðslu til húðar frá blóði (allir framangreindir sveppir) sem einkennist á maculopapular eða maculopapulopustular útbrotum, ýmist örfáum bólum eða útbreiddum, eða af hnúð (nodule) í dýpri lögum húðar. Jákvæð rannsókn á skafsýni frá bólu getur flýtt mjög greiningu útbreiddrar sýkingar ; (ii) smits úr ytra umhverfi (myglusveppir og sumir tvíbreytisveppir) sem leiðir til mycetoma, chromomycosis eða annarra sýkingarmynda.
    Mýkóbakteríurannsókn. Grunur um sýkingu af völdum mýkóbaktería úr M. tuberculosis komplex eða atypískra mýkóbaktería, til dæmis M. haemophilum, M. marinum, M. fortuitum, M. abscessus og M. chelonae.

    Bakteríu- og svepparannsóknir. Ræktun með óvanalegar bakteríur eða sveppi í huga (til dæmis Francisellaspp., Brucella spp. eða Bartonella spp., eða mycetoma sveppi). Hafa skal samband við vakthafandi lækni á Sýklafræðideild til að tryggja rétta meðferð sýnis.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríurannsókn. Sýnið er smásjárskoðað sé þess nokkur kostur og sett í almenna ræktun í lofti og loftfirrt. Við sérstakar aðstæður er beitt óhefðbundnum aðferðum, sýnið ræktað lengur eða á öðru æti en venjulega.
    Svepparannsókn. Ef nægilegt magn fæst er gerð bæði smásjárskoðun og ræktun, að öðrum kosti er smásjárskoðun sleppt. Sýnið er skorið í minni einingar, sett á gler og litað með Gramslitun (eða öðrum litum eftir þörfum). Ræktun fer fram í 3 vikur. Allur gróður er greindur með viðeigandi aðferðum. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum.
    Mýkóbakteríurannsókn. Sýnin eru marin í mortéli og síðan meðhöndluð með NaOH-acetylcystein til að afmenga þau, síðan skilin niður og botnfall notað í rannsókn. Botnfall/sýni eru smásjárskoðuð, eftir litun með Auramin O og ræktuð í BacT/Alert kolbum og á Lövenstein-Jensen æti. Ræktun fer fram í 6 vikur. Þegar sýrufastir stafir ræktast er framkvæmd kjarnsýrumögnun á gróðrinum til að greina mýkóbakteríur til tegundar. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitað að lyfjaónæmisgenum sem skrá fyrir ónæmi gegn rifampicin og isoniazid. Biðja þarf sérstaklega um næmispróf á öðrum mýkóbakteríutegundum.

Hide details for SýnatakaSýnataka
    Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
    Æskilegt er að taka sýnið fyrir sýkla- eða sveppalyfjameðferð; vöxtur sveppa bælist þó síðar (eftir lyfjagjöf) en vöxtur baktería eftir bakteríulyfjagjöf.
    Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
    Vefjasýni í bakteríu-, sveppa- eða mýkóbakteríurannsókn: sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki. Ef sýni er lítið og kemst ekki tafarlaust á Sýklafræðideild má setja 2-3 dropa af saltvatni í glasið til að hindra að sýnið þorni, ekki setja sýni í grisju. Aldrei skal setja sýni til sýklarannsóknar í formalín!
    Skaf frá húðbólum við grun um blóðborna sveppasýkingu: strokpinni fyrir venjulega bakteríuræktun. Einn pinni nægir venjulega. Oft er afar lítið magn sem fæst úr húðbólum og því gott að setja líka sýni beint á gler (t.d. af hnífsblaði eða sköfu).
    Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
    Æskilegt er að senda góðan bita, helst nokkra millimetra að stærð.
    Senda ber eins mikið magn af sýktum vef og hægt er, a.m.k. 1 g og helst 0,5-1,0 cm. Fjöldi og gæði rannsókna eru háð magni og gæðum sýnis. Oft er beðið um ólíkar rannsóknir á sama sýni; ef lítið magn berst verður að takmarka fjölda rannsókna. Fyrir mýkóbakteríurannsókn gildir að ef ostkennt svæði sést í vef er best að taka sýnið úr jaðri þess. Vefjabita úr húðsárum skal taka í jaðri sárs.
    Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
    Mikilvægt er að reyna að fjarlægja allan dauðann vef áður en sýnið er tekið.
    Vefjasýni frá húð eða slímhúð í bakteríu-, sveppa- eða mýkóbakteríurannsókn: sýni tekið í speglun hollífæra (eða skurðaðgerð) eða úr húð eftir hreinsun húðar með sótthreinsandi efni sem er látið þorna fyrir sýnatöku.
    Skaf frá húðbólum við grun um blóðborna sveppasýkingu: Ef pustulur eru til staðar má skafa beint í þær með hnífsblaði eða sköfu og setja á bómullarpinna. Til að nýta sýni sem best er gott að strjúka sýninu fyrst á pinna fyrir ræktun, skafa svo aftur og setja beint á gler (af sköfunni) fyrir smásjárskoðun. ATHUGA: æskilegt er að hafa samráð við Sýklafræðideild vegna rannsóknar svo að velja megi heppilegustu rannsóknaraðferðir í hverju tilviki.
    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
    Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
    Bakteríu- og svepparannsókn. Sýnið skal berast á rannsóknarstofuna strax að lokinni sýnatöku. Sé ekki kostur á öðru má geyma sýnið í allt að sólarhring, og þá í kæli eða stofuhita. Sýni fyrir svepparannsókn skal geyma við stofuhita.
    Mýkóbakteríurannsókn. Ef flutningur tefst um meira en 1 klst skal geyma í kæli < 24 klst.

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Hide details for SvarSvar
    Bakteríurannsókn. Neikvæð niðurstaða liggur fyrir fimm sólarhringum eftir að sýni berst. Jákvæð ræktun getur tekið lengri tíma. Þar sem sýni frá húð og slímhúðum er sjaldnast án örvera að eðlilegu, verður að meta bakteríuvöxt í hvert skipti.
    Svepparannsókn. Neikvæð svör fást eftir 3 vikur. Jákvæð svör: Ef sveppir sjást við smásjárskoðun á vefjasýni eða ræktast frá innri líffærum er hringt til meðferðaraðila; endanlegar niðurstöður með greiningu sveppa fylgja síðar.
    Mýkóbakteríurannsókn. Neikvæð svör fást eftir 6 vikur. Niðurstöður úr smásjárskoðun liggja fyrir eftir 1 – 2 virka daga. Þegar sýrufastir stafir sjást í sýni eða ræktast eru niðurstöður hringdar til læknis sjúklings. Niðurstöður jákvæðrar smásjárskoðunar eru sendar bréflega (eða rafrænt, sé kostur á því), og endanleg greining á bakteríum fylgir síðar.
    Hide details for TúlkunTúlkun
    Bakteríurannsókn. Þar sem sýni frá húð og slímhúðum er sjaldnast án örvera að eðlilegu, verður að meta bakteríuvöxt í hvert skipti. Að jafnaði er ekkert gert við þeim bakteríutegundum sem ætla má að séu eðlilegur gróður á húðinni eða slímhúðinni.
    Svepparannsókn. Þegar sveppir sjást við smásjárskoðun á vefjasýnum eða skafi frá húð eru þeir taldir sýkingarvaldar þar til annað sannast. Þegar sveppir ræktast úr sömu sýnum er hlutverk þeirra í sýkingunni metið m.t.t. sveppategundar, einkenna og undirliggjandi ástands sjúklings. Ræktun er næmari rannsókn en smásjárskoðun og geta fundist sveppir sem menguðu sýni (úr eigin húðflóru sjúklings eða umhverfi).
    Mýkóbakteríurannsókn. M. tuberculosis telst alltaf sjúkdómsvaldur. Greining annarra mýkóbaktería verður að túlka í samræmi við tegund og bakteríumagn, einkenni og undirliggjandi ástand sjúklings, gerð sýnis og líkur á umhverfismengun, s.s. úr vatni. Neikvæð smásjárskoðun og ræktun útiloka ekki sýkingu af völdum mýkóbaktería.

Hide details for HeimildirHeimildir
  1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
  2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook.


Ritstjórn

Kristján Orri Helgason - krisorri
Una Þóra Ágústsdóttir - unat
Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Ingibjörg Hilmarsdóttir
Sara Björk Southon - sarabso
Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Kristján Orri Helgason - krisorri
Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
Ingibjörg Hilmarsdóttir

Útgefandi

Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 06/05/2013 hefur verið lesið 2141 sinnum