../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: Rsvið-243
Útg.dags.: 12/28/2022
Útgáfa: 10.0
2.00.04 Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna
Hide details for Útfylling beiðna með sýnumÚtfylling beiðna með sýnum
  1. Beiðni þarf að fylgja hverju sýni. Beiðnablöð má finna í þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu og rafrænar beiðnir í Heilsugátt (HRIS, HROS og Cyberlab).
  2. Á beiðni eru skráðar eftirfarandi upplýsingar:
    1. Nafn og kennitala eða númer (dulkóði) sjúklings. Dulkóðun er alfarið á ábyrgð sendanda.
    2. Nafn og númer beiðandi læknis.
    3. Heiti stofnunar og deildar (beiðandi og greiðandi).
    4. Ef senda á afrit af rannsóknarniðurstöðum er tilgreint nafn og númer læknis og aðsetur (stofnun og deild) / heimilisfang.
    5. Sýnatökudagur og tími.
    6. Tegund sýnis.
    7. Rannsóknir sem beðið er um, ábending rannsóknar og viðeigandi klínískar upplýsingar.
    8. Frávik, undantekningar eða viðbætur við skjalfesta sýnatökuaðferð.
    9. Aðrar sértækar upplýsingar sem beðið er um á viðkomandi beiðni:
      1. Beiðnir erfða- og sameindalæknisfræðideildar
        • Ósk um flýtimeðferð.
      2. Beiðnir meinafræðideildar
        • Símanúmer ef skyndisvars er óskað.
        • Ósk um frystiskurð (vefjarannsókn).
        • Aðgerð (vefjarannsókn).
        • Taka skal fram hvort innsend gler eru alkóhólfixeruð eða loftþurrkuð sem og fjölda glerja. (frumurannsókn).
      3. Beiðni um sýklarannsókn
        • Sýklalyfjagjöf undanfarna daga. Þannig er hægt að taka tillit til meðferðar við val á lyfjum til næmisprófa.
        • Sýklalyfjaofnæmi. Þannig er hægt að taka tillit til þess við val á lyfjum til næmisprófa og ráðleggingar um meðferð.
        • Geymsluaðstæður sýna.
      4. Beiðni um veirufræðirannsókn
        • Upphafsdagur einkenna.
        • Við vessa- eða blóðmengunarslys þarf að koma fram hver varð fyrir slysinu, frá hverjum og hvort sjúklingur sé í áhættuhópi.
Hide details for Útfylling beiðna um myndgreiningarannsóknirÚtfylling beiðna um myndgreiningarannsóknir

Myndband með leiðbeiningum um útfyllingu beiðna í heilsugátt
Í stillingum er hægt að velja forskráðar upplýsingar.

Á öllum beiðnum þarf eftirfarandi að koma fram:

    • Ef beðið er um ástungu þarf að velja beiðni ástunga og inngrip og haka við upplýsingar sem við á.
    • Tilvísandi læknir: Læknir sem ber ábyrgð á sjúklingi.
    • Tengdur læknir: Valfrjáls reitur. Viðkomandi fær tilkynningar um rannsóknina í vinnuhólfið sitt.
    • Sjúklingur tilheyrir: Beiðandi deild eða stofnun.
    • Bráðleiki rannsókna: Strax - Innan 4ra klst - Í dag - Innan 2-3 daga - Tímaröð.
    • Beiðni sendist til: Hvar á að framkvæma rannsóknina.
    • Myndir sýnast á fundi: Veljið viðkomandi fund ef sýna á rannsókn á röntgenfundi.

Beiðni um upphengingu/endursýningu og endurmat rannsókna
Send er beiðni á sama hátt og þegar beðið er um rannsókn. Valið er "Upphengingar"
Hide details for Merking sýnaMerking sýna
  • Sýnaílát eru merkt með nafni og kennitölu sjúklings, eða dulkóða ef það á við.
  • Ekki má líma merkimiða yfir strikamerkingar eða upplýsingar um fyrningardag ílátsins.
  • Límmiðar með strikamerkjum úr rafrænum beiðnakerfum eru látnir snúa þannig á íláti að hægt sé að skanna strikamerkið.
  • Vefjasýni eru merkt með tegund sýnis og hvort sýnið sé ferskt eða í formalíni.
  • Vökvar til frumurannsóknar eru merktir með tegund sýnis og eru íblandaðir vökvar teknir fram.
  • Gler til frumurannsóknar eru merkt með nafni og/eða kennitölu sjúklings og því hvort þau eru fixeruð (F) eða loftþurrkuð (L).
  • Sýni sömu gerðar, í sams konar íláti en frá mismunandi stöðum líkamans eru aðgreind með tegund sýnis, sýnatökustað eða raðnúmeri sýnis.

Vanti persónuauðkenni sjúklings á beiðni og/eða sýnaílát áskilja deildir sér rétt til að vísa sýni frá.
Hide details for Frágangur sýna fyrir sendinguFrágangur sýna fyrir sendingu

Sýni flutt innan Landspítala og í beinum boðsendingum

  1. Gengið er úr skugga um að sýni hafi verið tekið eins og lýst er í þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.
  2. Þess er gætt að sýnaílát sé vel lokað.
  3. Mengist ílát að utan er sýnið sett í nýtt ílát ef tök eru á, en annars er ílátið sótthreinsað vel að utan áður en það er sent.
  4. Gengið er úr skugga um að merkingum á sýni og beiðni beri saman.
  5. Sýnið og ef við á beiðnin er sett í til þess gerða plastvasa, í sitthvort hólfið og vasinn merktur eins og lýst er í leiðbeiningum um notkun og merkingu plastvasa fyrir sýni.
  6. Við sendingu áhættusýna er fylgt leiðbeiningunum Sending lífsýna með mögulegu smitefni af flokki A innan Landspítala

Sýni utan Landspítala í flugi eða pósti
  1. Gengið er úr skugga um að sýni hafi verið tekið eins og lýst er í þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.
  2. Þess er gætt að sýnaílát sé vel lokað.
  3. Mengist ílát að utan er sýnið sett í nýtt ílát ef tök eru á, en annars er ílátið sótthreinsað vel að utan áður en það er sent.
  4. Gengið er úr skugga um að merkingum á sýni og beiðni beri saman.
  5. Fylgt er leiðbeiningum um sendingu smitefnis.
  6. Frosin/kæld sýni eru send í frauðkössum með þurrís eða kælikubb. Frauðkassar og kælikubbar eru sendir til baka sé þess óskað.

Viðbótaratriði ef sýni er flutt á ís - Vefjasýni
  1. Smærri vefjasýni eru sett í lokað ílát og það sett ofan í annað ílát með ís.
  2. Stærri skurðstofusýni eru sett í plastpoka og hann settur ofan í fötu með ís.
  3. Ytri umbúðir þurfa að vera með þéttu loki.
  4. Ytri og innri umbúðir eru merktar með persónuauðkennum sjúklings og tegund líffæris.
  5. Setja má mörg smærri ílát frá sama sjúkling ofan í söma fötuna með ís.
  6. Það er misjafnt eftir tegund vefjasýnisins hvernig gengið er frá smærri sýnunum í innra ílátið sjá þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.

Athugið að sendandi er ábyrgur fyrir því að frágangur sýnis sé réttur.
Lekt ílát og/eða illa frágengið sýni getur smitað sendla og annað starfsfólk sem handleika sýnið.
Ef frágangur sýnis er óviðunandi áskilja deildir sér rétt til að farga því.
Hide details for Afhending sýnaAfhending sýna

Á opnunartíma afhendast sýni í móttökum deilda sjá þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.
Einnig má afhenda sýni hjá vaktmönnum Landspítala.

Á sýklafræðideild má utan opnunartíma setja sýni í lúgu við inngang á deildinni v/Barónsstíg.
Upplýsingar um opnunartíma, símanúmer og vaktir má finna í þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.

Hide details for Efniviður til sýnatökuEfniviður til sýnatöku

Glös til sýnatöku fást á birgðastöð Landspítala:
Sími 543-1090
Tölvupóstur: sala@landspitali.is

Nánari upplýsingar um sýnaglös, ílát og/eða sýnatökusett til ákveðinna rannsókna er að finna í þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.

Efniviður fáanlegur hjá rannsóknadeildum eða birgðastöð:

    Hide details for Fyrir litningarannsóknirFyrir litningarannsóknir

    Efniviður til sýnatöku fáanlegur á litningarannsókn

    Legvatnssýni
    • Plastic universal glas.
      Glös pöntuð eftir þörfum frá litningarannsókn.
    Fylgjuvefssýni
    • RPMI-æti með heparini í plastic universal glasi.
    • Ræktunarflöskur.

    Starfsmaður á litningarannsókn gerir æti tilbúið og kemur með í sýnatöku.
    Húðsýni og fóstursýni
    • Flutningsæti blandað á litningarannsókn og sent út eftir þörfum.
    Beinmergsýni

    Útbúin tvö ætisglös:

    • KCl
    • Stofnlausn með heparini.

    Starfsmaður á litningarannsókn gerir æti tilbúið og kemur með á sýnatökustað.

    Hide details for Fyrir sólarhringsþvagsöfnunFyrir sólarhringsþvagsöfnun

    Efniviður til sýnatöku fáanlegur á rannsóknakjarna

    Þvagsöfnunarbrúsi án viðbótarefna.
    Þvagsöfnunarbrúsi sem inniheldur sýru, 25 ml 50% ediksýru.

    Hide details for Fyrir sýklarannsóknirFyrir sýklarannsóknir

    Efniviður til sýnatöku:
    eSwab sýnatökusett, saursýnaglös án flutningsætis, glös fyrir hrákasýni, blóðræktunarkolbur og þvagprufuglös fást á birgðastöð Landspítala.
    Saursýnaglös með Cary-Blair flutningsæti og sýnatökusett fyrir Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoeae fást á Sýklafræðideild.

    Sýnatökusett (eSwab, Copan Liquid Amies Elition Swab) fyrir almenna bakteríuræktun, ræktun í leit að loftfælnum bakteríum og leit að erfðaefni baktería.*
    • Glas með ljósrauðum tappa, breiður pinni, ætlaður til að taka flest almenn ræktunarsýni, svo sem sýni frá sárum, hálsi, nefi og skeið.
    • Glas með bláum tappa, grannur pinni, einkum ætlaður til að taka nefkokssýni og sýni hjá börnum
    Þegar sýni hefur verið tekið er glasið opnað, pinnanum stungið ofan í það og skaft hans brotið við brún glassins. Lokið er síðan skrúfað á glasið

    *Ekki notað til leitar að erfðaefni (PCR) Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoae. Þar skal nota Cobas sýnatökusett.
    Saursýnaglös með skeið: með og án Cary-Blair flutningsætis.
    Glös fyrir hrákasýni (má einnig nota fyrir vefjasýni sem send eru strax á sýklafræðideild).
    Blóðræktunarkolbur
    Sýnatökusett fyrir Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoeae: Cobas sýnatökusett fyrir leghálsstrok og þvag
    Þvagprufuglös
    _

    Hide details for Fyrir vefjarannsóknirFyrir vefjarannsóknir

    Formalín 10% (Formaldehýð 3,7- 4,0%)
    Hægt er að kaupa tilbúna lausn af 10% bufferuðu formalíni.
    En ef blanda þarf 10% formalín er mikilvægt að nota bufferað formaldehýð.

      Lausn:
      Bufferað formaldehýð (37- 40%) 50ml
      Vatn 450ml



      • Formaldehýð er hættulegt við innöndun, við inntöku og við snertingu við augu eða húð.
      • Nota skal hanska, hlífðargleraugu, hlífðarföt þar sem hætta er á beinni snertingu við efnið eða slettum.
    Hide details for Fyrir veirurannsóknirFyrir veirurannsóknir

    Strokpinnar (með flutningsvökva) fyrir sýnatöku eru fáanlegir á birgðastöð Landspítala. Einkareknar heilsugæslustöðvar panta beint á rannsóknardeild í síma 543-5900.

    Pinnar í notkun:

    Viral Transport Tube frá Haiman Shengbang Laboratory Equipment

    Myndaniðurstaða fyrir sigma vcm
    UNIVERSAL TRANSPORT: ∑-VCM™ (Sigma pinnar) frá Medical Wire



Ritstjórn

Alda Steingrímsdóttir
Auður Ýr Þorláksdóttir - thorlaks
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir - dagmarsl
Erna Knútsdóttir - ernakn
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Helga Bjarnadóttir
Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Sara Björk Southon - sarabso
Sigrún H Pétursdóttir
Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur
Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur
Máney Sveinsdóttir - maney
Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Útgefandi

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 08/31/2015 hefur verið lesið 33707 sinnum