../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-072
Útg.dags.: 10/09/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.01 Blóð - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsókna: Blóð - almenn ræktun, Blóð - svepparæktun, Blóð - ræktun vegna hjartaþelsbólgu, Blóð - mýkóbakteríuræktun
Samheiti: Blóðræktun, svepparæktun úr blóði, endocarditis, berklaræktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Bakteriuræktun. Grunur um blóðsýkingu eða hjartaþelsbólgu (endocarditis) af völdum baktería. Grunur um bakteríumengun í blóði sem ætlað er til blóðgjafar.
    Svepparæktun. Grunur um blóðsýkingu af völdum sveppa hjá einstaklingum sem hafa skertar varnir, s.s. ónæmisbælingu af völdum krabbameinslyfja eða undangengna skurðaðgerðir á meltingarvegi eða hjarta. Grunur vaknar venjulega þegar sjúklingur hefur viðvarandi hita eða sýkingareinkenni eftir nokkurra daga sýklalyfjagjöf.
    Mýkóbakteríuræktun. (1) Grunur um úbreidda sýkingu af völdum mýkóbaktería, sérstaklega úr M. tuberculosis komplex og M. avium komplex hjá ónæmisbældum einstaklingum. (2) Eftirlit eftir meðferð.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríuræktun. Ræktun á blóði í flöskum með fljótandi æti. Flöskurnar eru ýmist auðkenndar með grænum lit (ætlaðar fyrir loftháðar örverur/valbundnar loftfælur), eða appelsínugulum (fyrir loftfælnar örverur) og hafa innbyggðan litvísi sem skiptir lit við efnaskipti örvera. Litaskiptin eru numin af BacT/Alert tækjabúnaði. Greinist ummerki um vöxt í fljótandi æti er sáð úr flöskunni á skálar og tegundargreining og næmispróf gerð. Flöskurnar fara í tækið strax við komu á Sýklafræðideild LSH og eru þar í 5 daga. Við grun um hjartaþelsbólgu stendur ræktun í 7 daga.
    Svepparæktun. Blóðflöskurnar eru í BacT/Alert tækinu í 7 daga. Við merki um vöxt er sáð úr flöskunni á skálar. Allir meinvaldandi sveppir eru tegundargreindir og næmispróf framkvæmd á gersveppum. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum.
    Mýkóbakteríuræktun. Ekki er hægt að nota venjulegar BacT/Alert flöskur (fyrir almenna bakteríuræktun) til ræktunar á Mýkóbakteríum úr blóði, heldur verður að nota önnur sýnatökuílát, sjá leiðbeiningar um sýnatöku: Blóðræktun-fullorðnir. Sýnið er sent til Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn þar sem ræktun og greining Mýkóbakteríunnar eru gerð. Alltaf eru gerð næmispróf á M. tuberculosis komplex, en biðja þarf sérstaklega um næmispróf á öðrum tegundum.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      • Sem fyrst við hita eða hroll.
      • Áður en sjúklingi er gefið sýklalyf eða breytt um sýklalyf.
      • Ef sjúklingur er þegar kominn á sýklalyf er best að taka sýnin þegar blóðþéttni sýklalyfjanna er hvað minnst.
      • Ef ekki er þörf á að hefja sýklalyfjagjöf strax, þá er æskilegt að láta líða nokkurn tíma milli töku blóðræktana.
      • Strax og grunur leikur á að blóð til blóðgjafar geti verið, eða hafi verið, mengað af bakteríum eða sveppum.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Almennar leiðbeiningar

      Blóð og svepparæktun:
      • Ein blóðræktun = Blóð, tekið við eina ástungu. Oftast skipt á tvær flöskur (til aerob og anaerob ræktunar) og kallast því eitt (blóðræktunar-) sett. Ef mjög lítið magn sýnis, t.d. frá ungbörnum er allt sýnið sett á eina flösku (PF, sbr. hér að ofan). Blóðræktun, hvort sem hún skiptist á eina eða fleiri flöskur, telst jákvæð ef ein eða fleiri flöskur eru jákvæðar.
      • Veljið mismunandi sýnatökustað fyrir hverja blóðræktun.
      • Best að taka sýni með ástungu á bláæð.
      • Dragið ekki blóð til ræktunar úr æð, sem verið er að gefa innrennslislausn í.
      • Sé sýnið tekið frá inniliggjandi æðalegg eru amk. tvöfalt meiri líkur á mengun en ef það er tekið við æðaástungu í gegnum vel sótthreinsaða húð.
      • Forðast ber að taka sýni frá æðalegg nema til að nálgast greiningu á sýkingu tengdri leggnum, en þá ætti jafnframt að taka ræktun með æðaástungu til að auðvelda túlkun á jákvæðum niðurstöðum.
      • Ef tekið er sýni úr blóðpoka vegna gruns um mengun í honum er tekið úr þeim hluta sem er ætlaður fyrir sýnatökur.
      • Fjöldi blóðræktana:
        • Ef bráð blóðsýking (sepsis) eða aðrar sýkingar (s.s. beinsýking, heilahimnu-, lungna- eða nýrnabólga), sem krefjast tafarlausrar sýklalyfjameðferðar, skal taka tvær blóðræktanir frá mismunandi stöðum, samtímis eða með stuttu millibili (t.d. < 1 klst.), áður en meðferð hefst.
        • Ef hiti af óþekktum uppruna, subakút bakteríu-hjartaþelsbólga eða önnur viðvarandi bakteremia eða fungemia skal taka þrjár blóðræktanir frá mismunandi stöðum.
        • Það að taka fleiri en eina blóðræktun eykur næmi rannsóknarinnar og auðveldar túlkun niðurstaðna. Hámarksnæmi getur krafist 2ja til 4ra ræktana (mismunandi eftir sjúkdómstilfellum).
      Mýkóbakteríuræktun:
      • Leiðbeiningar fyrir Mýkóbakteríuræktun sjá ofar, undir Grunnatriði rannsóknar og í skjali Blóðræktun-fullorðnir.
      • Fjöldi blóðræktana:
        • Mýkóbakteríur: staðlaðar leiðbeiningar um fjölda sýna eru ekki tiltækar.

      Magn sýnis: blóðræktun-fullorðnir, blóðræktun-börn.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Sjá leiðbeiningar um sýnatökur: blóðræktun-fullorðnir, blóðræktun-börn.

      Ræktun blóðs frá inniliggjandi æðaleggjum:
      Blóðsýnatöku til ræktunar frá inniliggjandi æðalegg skyldi takmarka eins og kostur er því hún felur í sér amk. tvöfalda áhættu á mengun samanborið við sýnatöku með æðaástungu3.
      Samanburður á ræktunum sem dregnar eru samtímis, annars vegar úr inniliggjandi æðalegg og hins vegar við ástungu beint úr útlægri bláæð getur þó verið gagnlegur við greiningu á sýkingu tengdri leggnum2. Til að hægt sé að tengja blóðsýkingu við æðalegg (Catheter-related bloodstream infection, CR-BSI) verður sama bakterían að ræktast úr blóði frá báðum stöðum, sjúklingur að hafa klínísk einkenni og ekki aðra þekkta sýkingaruppsprettu4.
      Að auki: æskileg skilmerki fyrir CR-BSI:
      • Að blóðræktunin frá æðaleggnum verði jákvæð > 2 klst fyrr en sú sem tekin var frá útlægri bláæð
      • Að hlutfall magnbundinnar blóðræktunar frá æðaleggnum vs útlægri bláæð sé 5:1 (ath. ekki gert á Sýklafræðideild Lsh)
      Ef einungis blóðræktunin frá æðaleggnum jákvæð er sennilega um mengun að ræða og ekki ástæða til meðhöndlunar4.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Senda sýni sem fyrst á Sýklafræðideild ásamt vel útfylltri beiðni (skriflegri eða rafrænni). Óþarfi er þó að kalla út lífeindafræðing um miðja nótt, en þá skal geyma kolburnar við stofuhita til morguns og senda þær strax klukkan 8. Ef seinkun verður á sendingu sýnisins má að hámarki geyma kolburnar við stofuhita í 24 klst. eftir að sýni hefur verið sett í þær.
      Mýkóbakteríuræktun. Verja þarf sýni fyrir ljósi, þar sem mýkóbakteríur eru næmar fyrir útfjólubláum geislum. Geymist við 35-37°C fram að sendingu á Sýklafræðideild.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Niðurstaða smásjárskoðunar á Gramslitaðri jákvæðri blóðræktun er hringd strax og hún liggur fyrir.
      Sýkingarvöldum sem greinast er svarað með heiti, í hvaða flösku(m) þeir ræktuðust og með viðeigandi næmisprófum.
      Neikvæðri ræktun er svarað: Enginn vöxtur.
      Bakteriuræktun. Neikvætt svar er gefið út eftir 5 daga.
      Svepparæktun og ræktun vegna hjartaþelsbólgu. Neikvætt svar er gefið út eftir 7 daga.
      Mýkóbakteríuræktun. Neikvætt svar er gefið út eftir 8 vikur. Fyrstu svör úr ræktun fást oftast < 3 vikna frá sáningu.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteriuræktun. Niðurstaða: sýking eða mengun? Metið eftir tegund sýkils (öruggur, mögulegur, ólíklegur sýkingarvaldur, húðflóra?), fjölda jákvæðra ræktana, klínískum þáttum s.s. heilsufarssögu sjúklings (undirliggjandi sjúkdómar), einkennum hans og ástandi, þekktur sýkingarfókus annars staðar í líkamanum?, aðskotahlutir í æðakerfinu?, nýlegar aðgerðir/inngrip á sýktum/menguðum svæðum?, sýklalyfjagjöf? o.fl.
      Svepparæktun. Þekktir meinvaldar sem ræktast úr blóði eru alltaf taldir sýkingarvaldar og meðferð hagað í samræmi við sveppategund og ástand sjúklings. Þegar lítið meinvirkir umhverfissveppir, s.s. Penicillium, vaxa á skálum þarf að meta tilfellið; oftast er um mengun að ræða, annað hvort við sýnatöku eða á rannsóknastofu. Næmi blóðræktana til að greina Candida sýkingar í blóði eða innri líffærum er aðeins 50%. Skýringar eru m.a. að um 30% af ífarandi Candida sýkingum eru bundnar við innri líffæri og sveppirnir finnast ekki í blóðinu, og í blóðsýkingum gæti sveppamagn í blóði verið breytilegt í tíma eða of lítið til að greinast með tiltækum ræktunaraðferðum5,6
      Mýkóbakteríuræktun. Mýkóbakteríur sem ræktast úr blóði teljast venjulega sjúkdómsvaldar.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook.
    3. SSI Diagnostisk Håndbog.
    4. Innan spítala: Gæðahandbók sýkingavarna: Æðaleggir í miðlægum bláæðum (CVK-leggir), Sýkv-095
    5. Clancy CJ, Nguyen MH. Finding the "missing 50%" of invasive candidiasis: how nonculture diagnostics will improve understanding of disease spectrum and transform patient care. Clin Infect Dis 2013;56:1284-92.
    6. Pappas PG, Kauffman CA, Andes DR, et al. Clinical Practice Guideline for the Management of Candidiasis: 2016 Update by the Infectious Diseases Society of America. Clin Infect Dis 2016;62:e1-e50.

        Ritstjórn

        Ólafía Svandís Grétarsdóttir
        Guðrún Svanborg Hauksdóttir
        Kristján Orri Helgason - krisorri
        Ingibjörg Hilmarsdóttir
        Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Guðrún Svanborg Hauksdóttir
        Kristján Orri Helgason - krisorri
        Ingibjörg Hilmarsdóttir

        Útgefandi

        Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 44368 sinnum