../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmein-157
Útg.dags.: 03/05/2024
Útgáfa: 2.0
2.02.01.1 Fersk vefjasýni til frystiskurðargreiningar (skyndisvar)
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Vefjarannsókn, frystiskurður

Markmið rannsóknar:
Skyndigreining vefjasýna með smásjárskoðun á frystiskornum vefjasneiðum á meðan sjúklingur er í aðgerð.

Pöntun:
Rafræn beiðni (ein rafræn beiðni fyrir frystiskurð og viðbótarsýni/íláti (ef sent)) eða
Beiðni um vefjarannsókn (senda skal beiðni með hverju sendu sýni/íláti).

Gefa þarf upp símanúmer á skurðstofu eða símanúmer þess læknis sem hringja á skyndisvar úr frystiskurði til.

Ávalt skal boða símleiðis komu sýna sem send eru til frystiskurðargreiningar:
    • Á dagvinnutíma kl.8-16. s. 8066
    • Utan dagvinnu til vakthafandi sérfræðings s. 824-5246
Sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Verð: Sjá Gjaldskrá

Ábendingar:
Vefjasýni eru tekin og send til frystiskurðarrannsóknar ef læknir sem er að vinna aðgerð á sjúklingi telur að niðurstaða frystiskurðargreiningar komi mögulega til með að breyta framvindu þeirrar aðgerðar sem sjúklingur er í.

Mögulegar viðbótarrannsóknir:
Öll frystiskurðarsýni eru að lokinni frystiskurðarrannsókn unnin sem almenn vefjasýni ásamt (ef berst) viðbótarsýni frá viðkomandi aðgerð.
Hide details for SýnatakaSýnataka
Ílát og áhöld:
Fersk sýni:
Sýni send á ís (í saltvatnsvættri grisju eða plastpoka) í íláti með þéttu loki.
Ílát merkt á viðeigandi hátt, sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.

Athugið:
    • merkja skilmerkilega bæði sýni og beiðni og að óskað sé eftir frystiskurðargreiningu
    • að tilgreint sé nákvæmlega á hvaða sýni eigi að gera frystiskurð, sé um að ræða mörg sýni/ílát.
    • skýrt sé tiltekið á beiðni hvaða frystiskurðargreiningu þarf.
Gefa þarf upp símanúmer á skurðstofu eða símanúmer þess læknis sem hringja á skyndisvar úr frystiskurði til.

Gerð sýnis:
Vefjasýni, ferskt.
Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Sent strax til meinafræðideildar. Ef töf verður á sendingu skal geyma sýni í kæli.

Ávalt skal boða komu sýna til frystiskurðargreiningar.
    • Á dagvinnutíma kl.8-16. s. 8066
    • Utan dagvinnu til vakthafandi sérfræðings s. 824-5246

Sjá skjal Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.


Geymsla ef bið verður á sendingu:
Fersk sýni skal geyma í kæli.

Flutningskröfur:
Sýni til frystiskurðar skal senda strax til meinafræðideildar. Ef töf verður á sendingu skal geyma sýni í kæli. Ávalt skal boða komu sýna til frystiskurðar.
Hide details for SvartímiSvartími
Svartími fyrir frystiskurðarsýni er 10-30 mínútur frá því sýni berst til meinafræðideildar.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Frystiskurðarsvar er hringt inn strax að smásjárskoðun lokinni í símanúmer á viðkomandi skurðstofu eða símanúmer þess læknis sem fer fram á slíka skyndigreiningu.

Endanlegt vefjarannsóknarsvar er síðan birt í Heilsugátt að lokinni almennri vefjarannsókn og sendar til beiðandi læknis skriflega, sé viðkomandi utan hennar.
Í sumum tilfellum er viðbótarsvar sent út eftir að rannsóknarsvar hefur verið gefið út.
Ekki er sent út afrit af svari innan Landspítalans. Hægt er að óska eftir afriti hjá riturum meinafræðideildar í síma 543-8355.

Vefjarannsóknarsvar er í þremur hlutum: lýsing, smásjárskoðun og vefjagreining.

Ritstjórn

Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe
Jón G Jónasson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Jón G Jónasson

Útgefandi

Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/10/2023 hefur verið lesið 159 sinnum