../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-429
Útg.dags.: 10/06/2023
Útgáfa: 4.0
2.03 Blóðræktun - börn
Hide details for TilgangurTilgangur
Að lýsa almennum atriðum við töku sýna í blóðræktun hjá börnum. Nánari upplýsingar um viðkomandi rannsóknir er að finna skjalinu Blóð - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur.
Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
Læknir eða hjúkrunarfræðingur að beiðni læknis.
Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
  • Klórhexidínspritt: 0,5% chlorhexidine gluconate í 70% isopropyl alcohol (hreinsar og sótthreinsar samtímis) EÐA
  • 70% alkohól ef frábendingar fyrir klórhexidíni
  • Hreinir hanskar. Sumir vilja nota steríla hanska við töku blóðræktana og jafnvel sterílt stykki
  • Blóðtökusett:
    • Stasi
    • Túffur/bómullarhnoðrar
    • Nálar (gjarnan Butterfly, 21G), eins og við eiga hverju sinni, eftir því hvort taka á sýni beint í flöskur með öryggishulsu (millistykki) eða draga fyrst upp í sprautu og síðan í flöskur
    • 2-3 20 ml sprautur (ef ekki er tappað beint á flöskur)
    • Öryggishulsa/millistykki fyrir blóðræktunarflöskur
    • Plástur
    • Saltvatn, 0,9% og nýr dauðhreinsaður tappi á CVK ef blóðtaka úr æðalegg
    • Ílát fyrir oddhvassa hluti
    • Sýnatökuílát:
      Bakteríuræktun og svepparæktun
      A. Blóðræktunaræti sérstaklega ætlað fyrir lítið magn sýnis, s.s. frá ungum börnum, lið- eða mænuvökva:
      BacT/Alert PF PLUS flaska (1-2), aerob (gul) til greiningar á loftháðum örverum (bakteríum eða sveppum) og valbundnum loftfælum. Tekur allt að 4 ml blóðs.
      B. Blóðræktunaræti
      BacT/Alert FA PLUS flaska, aerob (græn) til greiningar á loftháðum örverum (bakteríum eða sveppum) og valbundnum loftfælum og BacTAlert FN PLUS flaska, anaerob (appelsínugul) til greiningar á loftfælnum örverum. Hvor flaska tekur allt að 10 ml blóðs. 1-2 sett.

      Ónotaðar BacT/Alert flöskur eru geymdar við stofuhita.

      Mýkóbakteríuræktun
      Blóðsýni er dregið í 9-10 ml glas með heparíni (ATH. ekki nota EDTA).
      Blóðmergur er dreginn í 4-5 ml glas með heparíni (ATH. ekki nota EDTA) og varinn fyrir ljósi sbr. hér að ofan.
      Sýni eru varin fyrir ljósi þar sem Mýkóbakteríur eru næmar fyrir útfjólubláum geislum.
      Sjá efnivið til sýnatöku í skjali um útfyllingu beiðni, merkingu,frágang og sendingu sýna
Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
Sérstök tímasetning sýnatöku: Sjá Blóð - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur

Gerð og magn sýnis
Almennar leiðbeiningar: Sjá Blóð - bakteríur, sveppir, mýkobakteríur
Ath.: Magn sýnis er mikilvægara en tímasetning sýnatöku.

A. Blóðræktun frá börnum miðað við aldur (2)
  1. < 1 árs: (< 4 kg): 0,5 - 1,5 ml í hverja flösku (æskilegt að fá amk. 1 ml)
  2. 1 - 6 ára: 1 ml fyrir hvert ár, deilt á tvær blóðræktanir. Dæmi: Þriggja ára barn => 1,5 ml af blóði í hvorri stungu = 3 ml

B. Blóðræktun frá börnum miðað við þyngd (3)

Þyngd barns [kg]
Heildar- blóðmagn [ml]
Magn blóðs til ræktunar [ml]
Heildarmagn blóðs til ræktunar [ml]
Hlutfall af heildar- blóðmagni allt að
Blóðræktun I
Blóðræktun II
1
50 - 99
2
2
4%
1,1 - 2
100 - 200
2
2
4
4%
2,1 - 12,7
> 200
4
2
6
3%
12,8 - 36,3
> 800
10
10
20
2,5%
> 36,3
> 2.200
20
20
40
1,8%

Hér er einungis um viðmið að ræða, sem í sumum tilvikum getur reynst ómögulegt að ná, sérstaklega frá litlum fyrirburum. Þá er sent það sem næst og magnið skráð í athugasemd á beiðni.

Merking sýna
  1. Flöskur eru formerktar með rúmmálsmerkingum (5 ml milli strika)
  2. Flöskur eru merktar með nafni sjúklings og kennitölu, sýnatökustað og dags- og tímasetningu sýnatöku. Ef notaðir eru límmiðar gætið þess þá að skilja eftir lesanlegan hluta af strikamerki flösku og að líma ekki yfir flipa með strikamerki né yfir fyrningardagsetningu flösku.
  3. Tilgreint er hvort blóð er úr æðalegg (miðbláæða- eða slagæða-) eða útlægri bláæð.
  4. Hlífðarhattur ("flip-top") er fjarlægður af flöskum og gúmmítappi sótthreinsaður vandlega með 70% alkóhóli. Látið þorna alveg (30-60 sekúndur).

Auðkenni sjúklings
Til að tryggja að sýni sé tekið úr réttum einstaklingi er sjúklingur spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni og límmiðum. Ef sjúklingur er ófær um að veita þessar upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af hjúkrunarfræðingi, lækni, aðstandanda eða af auðkennisarmbandi.

Undirbúningur sýnatökustaðar
  1. Handhreinsun.
  2. Stasi er settur ofan við líklegt stungusvæði og þreifað eftir góðri æð til að stinga á. Losað um stasann.
  3. Farið er í hreina hanska.
  4. Stungusvæðið er hreinsað vandlega með því að strjúka þétt fram og til baka yfir svæðið í 30 sekúndur með 0,5% klórhexidínspritti, eða 70% alkóhóli.
  5. Látið þorna í a.m.k. hálfa mínútu.
  6. Stasi er hertur aftur.
  7. Ef nauðsynlegt er að þreifa aftur eftir æð þegar búið er að sótthreinsa húð er sótthreinsað aftur.

Sýnið tekið úr útlægri bláæð
  1. Millistykki/öryggishulsa er notuð til að draga úr líkum á mengun og fyrirbyggja stunguóhapp. ATH.: Notkun öryggishulsu getur torveldað sýnatöku. Bæði þrengir hulsan svigrúm/horn til æðarástungu og eins, þar eð lofttæmið í flöskum er ekki nákvæmt/staðlað, er ekki hægt að stjórna lengd eða krafti flæðis inn í flösku. Því er ekki öruggt að æskilegt magn sýnis náist og einnig geta viðkvæmar æðar, eins og hjá eldri einstaklingum eða sjúklingum á langvarandi krabbameinslyfjameðferð, fallið saman ef sogið verður of kröftugt. Því getur verið vænlegra að nota annað hvort Butterfly með öryggishulsu, eða venjulegt Butterfly eða uppdráttarnál til að draga sýnið (20 ml) fyrst upp í sprautu og dæla því síðan yfir í blóðræktunarflöskur (10 ml í hvora).
  2. Nál er stungið í æð og blóð tekið beint í viðeigandi sýnaglös (ef berklaræktun) eða blóðræktunarflösku(r).
  3. Notuð er ný nál fyrir hverja nýja æðaástungu, ef sú fyrri heppnaðist ekki.
  4. Hugað er vel að smitgát og hæfilegt magn af blóði sett í hverja ræktunarflösku.
    1. Ef blóð er dregið beint á flöskur (með millistykki/öryggishulsu):
      • Er flösku haldið lægra en æðaástungunál til að forðast bakflæði inn í æð.
      • Er fyrst fyllt á aerob flösku (græn, fyrir loftháðar örverur/valbundnar loffælur) og síðan anaerob (appelsínugul, fyrir loftfælur), svo að loft úr nál fari ekki í anaerob flösku.
    2. Ef blóð er fyrst dregið upp í sprautu og síðan dælt í flöskur (án millistykkis/öryggishulsu):
      • Er ekki skipt um nál á sprautu áður en fyllt er á flöskur. Ávinningurinn af því að gera það réttlætir ekki hina auknu áhættu á stunguóhöppum, sem fylgir.
      • Er nál lofttæmd og stungið í flösku fyrir loftfirrða ræktun (appelsínugul) og allt að 10 ml sprautað í hana. Mikilvægt að ekki komi loft með í flösku. Nál dregin upp og stungið í flösku fyrir loftháða ræktun (græn) og allt að 10 ml sprautað í hana.
  5. Nálum er fargað í nálabox.
  6. Flöskum er hvolft nokkrum sinnum til að blanda blóði og æti vel og koma í veg fyrir að blóðið storkni.

Sýni tekið úr æðalegg
Á einungis við ef ekki næst blóð úr útlægri bláæð eða ef grunur er um sýkingu tengda leggnum. Sjá nánar: Blóð - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur.
Forðast er að draga blóð úr æðalegg ef liðin er < 1 klst. frá því hann var notaður til sýklalyfjagjafar.
  1. Flöskur eru merktar og sótthreinsaðar eins og lýst er hér að ofan.
  2. Sýni er tekið frá einni rás/lumeni. Óþarft að tilgreina frá hvaða rás/lumeni (hefur enga klíníska þýðingu).
  3. Lokað er fyrir vökvarennsli og slökkt á vökvadælu ef sjúklingur er að fá vökva í æðalegginn.
  4. Handhreinsun fyrir alla snertingu við stungustað og æðalegg.
  5. Farið er í hreina hanska.
  6. Samskeyti og leggurinn næst þeim eru sótthreinsuð með 0,5% klórhexidínspritti. Látið þorna.
  7. Áður en samskeyti eru rofin er þess ávallt gætt að kerfið sé lokað, þannig að ekki komist loft inn í æðakerfið.
  8. Vökvasett eða tappi af æðalegg eru losuð. Leggurinn er tengdur við öryggishulsu m/nál, eða einnota dauðhreinsaða sprautu og blóðið úr leggnum dregið. Ef notuð er öryggishulsa er notað venjulegt blóðsýnatökuglas til að ná blóðinu úr leggnum. Þegar blóð er dregið úr miðbláæðalegg til blóðræktunar þá á ekki að henda fyrsta blóðinu sem dregið er úr leggnum.
    1. Ef notuð er öryggishulsa: Er fyllt beint á blóðræktunarflöskur, fyrst aerob/loftháða ræktun (græn) síðan anaerob/loftfirrða ræktun (appelsínugul). Mikilvægt að ekki komi loft með í anaerob flösku.
    2. Ef ekki er notuð öryggishulsa: Er ný, einnota, dauðhreinsuð sprauta tengd við æðalegginn og blóð dregið til ræktunar, 8-20 ml (sjá gerð og magn sýnis).
  9. Samskeyti eru sprittuð samskeyti, öryggishulsa/sprauta aftengd og æðaleggur skolaður með 10 ml af 0,9% saltvatni (sodium chloride).
  10. Æðalegg er lokað með nýjum dauðhreinsuðum tappa eða hann tengdur við vökvasett.
  11. Blóðræktunarflöskur eru fylltar hæfilega. Nál sett á odd sprautu, hún lofttæmd og fyllt fyrst á anaerob/loftfirrða ræktun, síðan aerob), (allt að 10 ml á BacT/Alert FA (aer) og BacT/Alert FN (an) flöskur), allt að 4 ml ef BacT/Alert PF).
  12. Flöskum er hvolft nokkrum sinnum til að blanda blóði og æti vel saman og koma í veg fyrir að blóðið storkni.
  13. Nálum er fargað í til þess gerð ílát.
  14. Sýni eru send sem fyrst á Sýkla- og veirufræðideild ásamt útfylltri beiðni. Óþarfi er að kalla út lífeindafræðing um miðja nótt, en þá eru flöskur geymdar við stofuhita til morguns og sendar strax klukkan 8.
    Mýkóbakteríuræktun. Verja þarf sýni fyrir ljósi, þar sem mýkóbakteríur eru næmar fyrir útfjólubláum geislum.
    Geymist við 35-37°C fram að sendingu á Sýkla- og veirufræðideild.
Frágangur
Fylgt er leiðbeiningum um örugga losun sýnatökuefna og áhalda
Fylgt er leiðbeiningum um útfyllingu beiðna, merkingu, frágang og sendingu sýna.
Farið er úr hönskum og hendur hreinsaðar.
Fylgt er leiðbeiningum um geymslu og meðhöndlun sýna - sjá þjónustuhandbók og eftirfarandi skjöl: Blóð - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for HeimildirHeimildir
  1. James H. Jorgensen. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
  2. Amy L. Leber og fél.: Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.
  3. Ellen Jo Baron og fél.: Cumitech 1C, Blood Cultures IV. ASM Press, Washington D.C.
  4. https://www.cdc.gov/antibiotic-use/healthcare/implementation/clinicianguide.html. Centers for Disease Control and Prevention, CDC: Clinician Guide, HCA Clinical Services Group, Nashville, TN. Ed Septimus
  5. Statens Serum Institut (SSI), Diagnostisk håndbog.
  6. Blóðræktanir- klínískar leiðbeiningar.

Ritstjórn

Kristín Jónsdóttir
Kristján Orri Helgason - krisorri
Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Karl G Kristinsson

Útgefandi

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/03/2013 hefur verið lesið 2184 sinnum