Undirbúningur og framkvæmd
Undirbúningur: Leggur hefur verið lagður inn í gallganga í aðgerð.
Aðferð: Við myndgreiningarannsókn af gallvegum er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun. Skuggaefni er sprautað í gallganga í gegnum inniliggjandi legg og myndir teknar í skyggningu. Framkvæmt af röntgenlækni með aðstoð geislafræðings.
Tímalengd: 20 mínútur
Eftirmeðferð: Engin
Niðurstöður
Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, þegar svar hefur verið staðfest. Oftast er það næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir á innri vef.
Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.