../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-280
Útg.dags.: 02/27/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.09.05 Nýrnastarfsemi, ofnæmi, sykursýki

    Kreatíningildi /skert nýrnastarfsemi:
    Ákvörðun um gjöf joðskuggaefnis í æð fer m.a. eftir nýrnastarfsemi.
    Því þarf blóðrannsókn, sem er ekki eldri en þriggja mánaða að liggja fyrir hjá þeim sem eru nýrnafrískir.
    Hjá bráðveikum og inniliggjandi þarf blóðrannsókn sem er ekki eldri en 24 klst. að liggja fyrir.
    Við ákvörðun skuggaefnismagns hjá þeim sem eru með skerta nýrnastarfsemi er stuðst við aldur, hæð og þyngd.
    Upplýsingar um serum kreatínin er í Heilsugátt.
    Sjúklingi með bráða nýrnabilun er ekki gefið Joðskuggaefni í æð nema í samráði við lækni.
    Þeir sem fara reglulega í blóðskilun mega í flestum tilfellum fá Joðskuggaefni í æð og þurfa ekki að fara blóðskilun strax á eftir.

    Joðskuggaefnisgjöf eykur álag á nýrnastarfsemi og skilst aðallega úr líkamanum með þvagi. Því er ráðlagt að drekka vel af vatni í nokkrar klukkustundir eftir rannsókn.
    Ofnæmi fyrir Joðskuggaefni sem gefið er í æð veldur einstaka sinnum ofnæmisviðbrögðum, t.d. ógleði, kláði eða útbrotum á húð.
    Ef ofnæmi fyrir skuggaefni er þekkt, er hægt að fá fyrirbyggjandi lyfjagjöf.
    Þeir sem koma utan spítala geta nálgast ofnæmislyf í afgreiðslu röntgendeildar tveimur dögum fyrir rannsókn, en þeir sem eru inniliggjandi fá lyf á deild.

    Sykursýkislyf sem innihalda metformin geta aukið sýrumagn í blóði hjá einstaklinum með alvarlega nýrnabilun ef þeim er gefið joðskuggaefni í rannsókn.
    Þeim er ráðlagt að sleppa inntöku sykursýkislyfja sem innihalda metformin í 48 klst. eftir rannsókn með Joð-skuggaefni í æð.

    Háþrýstingslyf geta einnig haft áhrif á nýrnastarfsemi og því er gott að láta vita fyrir rannsókn ef tekin eru lyf við háþrýstingi.

Ofnæmislyf
Röntgendeild Landspítala
Við þekkt ofnæmi fyrir skuggaefni sem gefið er í æð
er hægt að taka ofnæmislyf til að fyrirbyggja ofnæmisviðbrögð.
Hver lyfjaskammtur miðast við fullorðinn og inniheldur:
      Prednisolon 50 mg 1 tafla
      Tavegil 1 mg 1 tafla

      Undirbúningsskemi:
      Kl. 08:00 daginn fyrir rannsókn er tekinn einn lyfjaskammtur.
      Kl. 20:00 daginn fyrir rannsókn er tekinn einn lyfjaskammtur.
      Kl. 08:00 rannsóknardag er tekinn einn lyfjaskammtur.

      Akið hvorki bíl né mótorhjóli eftir inntöku á Tavegyl því það er auðkennt rauðum þríhyrningi og getur haft áhrif á hæfni til aksturs.

      Hringbraut Sími 543 8000
      Fossvogur Sími 543 8310
      www.landspitali.is/rontgen
Ritstjórn

Guðrún Ólöf Þórsdóttir - gudol
Alda Steingrímsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Maríanna Garðarsdóttir

Útgefandi

Alda Steingrímsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 06/09/2016 hefur verið lesið 16564 sinnum