../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-064
Útg.dags.: 02/19/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.02.01 Gallvegarannsókn
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Gallvegarannsókn.
Samheiti: Cholangiografia, cholangiography
Pöntun: Heilsugátt og leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Steinar, þrengsli, leki eftir aðgerð.
Frábendingar: Þungun, skuggaefnisofnæmi.

    Ofnæmi: Við þekkt joðskuggaefnisofnæmi þarf lyfjaforgjöf. Sjá Nýrnastarfsemi, ofnæmislyf
    Einstaklingur utan spítala getur sótt ofnæmislyf á röntgendeild tveimur dögum fyrir rannsókn.
Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

Undirbúningur: Leggur hefur verið lagður inn í gallganga í aðgerð.

Aðferð: Skuggaefni er sprautað í gallganga í gegnum legg og myndir teknar í skyggningu. Framkvæmt af röntgenlækni með aðstoð geislafræðings.
Við myndgreiningarannsókn af gallvegum er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun.

Tímalengd: 20 mínútur

Eftirmeðferð: Engin
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina.
Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn.
Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt á innri vef.

Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.

Ritstjórn

Guðrún Ólöf Þórsdóttir - gudol
Alda Steingrímsdóttir
Soffía G Þorsteinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Arnar Þórisson - arnartho

Útgefandi

Alda Steingrímsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/26/2011 hefur verið lesið 3159 sinnum