../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-019
Útg.dags.: 02/19/2024
Útgáfa: 7.0
2.01.04.01 Pöntun myndgreiningarrannsókna
Hide details for Pöntun myndgreiningarrannsóknaPöntun myndgreiningarrannsókna
Beiðni um myndgreiningarransókn
Tegundir beiðna: Myndgreining, æðaþræðing, myndstýrð inngrip og upphenging.

Við ósk um myndgreiningarrannsókn þarf að senda beiðni um rannsókn.
Beiðni er send rafrænt í gegnum heilsugátt.
Þeir sem eru utan Landspítala og hafa ekki aðgang að heilsugátt geta sent pappírs beiðni á póstfangið, rontgen.afgreidsla@landspitali.is

Beiðni um upphengingu/endursýningu rannsókna er send á sama hátt og þegar beðið er um rannsókn í heilsugátt, valið er upphenging.

Afgreiðsla deilda er opin virka daga frá k. 08:00 - 16:00.
Símanúmer afgreiðslu í Fossvogi: 543-8310, á Hringbraut: 543-8000 og Ísótópar/Jáeindaskanni 543-5050
Hide details for Útfylling beiðna og leiðbeiningarÚtfylling beiðna og leiðbeiningar

Útfylling beiðna:
Myndband með leiðbeiningum um útfyllingu beiðna í Heilsugátt.
Í stillingum er hægt að velja forskráðar upplýsingar.
Röntgenbeiðni er consultbeiðni til röntgenlæknis.
Aðeins læknar hafa heimild til að skrifa röntgenbeiðnar.
Kanditatar og sérnámslæknar hafi ábyrgan sérfræðing með sem tengdan lækni.

Á öllum beiðnum þarf eftirfarandi að koma fram:
  • Tilvísandi læknir: Læknir sem ber ábyrgð á sjúklingi.
  • Tengdur læknir: Valfrjáls reitur. Viðkomandi fær tilkynningar um rannsóknina í vinnuhólfið sitt.
  • Sjúklingur tilheyrir: Beiðandi deild eða stofnun.
  • Bráðleiki rannsókna: Strax - Innan 4 klst - Í dag - Innan 2-3 daga - Tímaröð (sjá nánari skýringar neðar og í skjali um leiðbeiningar.)
  • Beiðni sendist til: Hvar á að framkvæma rannsóknina.
    Myndir sýnast á fundi: Velja viðkomandi fund ef sýna á rannsókn á röntgenfundi.
  • Aðalatriði sjúkrasögu og klíniskar upplýsingar eru mikilvægar fyrir túlkun rannsóknar.

Mikilvægt er að bráðleiki rannsóknar sé réttur
Ef of mikill bráðleiki er tilgreindur getur það komið niður forgangi annarra sjúklinga.
  • Strax á við um sjúklinga sem njóta algjörs forgangs og þarf að rannsaka þá og túlka rannsókn án tafar s.s. við lífshótandi ástand.
  • Innan 4 klst. á við um aðrar bráðar rannsóknir.
  • Í dag á við um rannsóknir þar sem uppvinnsla má ekki bíða.
  • Innan 2-3ja dag á t.d. við um inniliggjandi sjúklinga í hefðbundinni uppvinnslu.
  • Tímaröð á við um utanspítala sjúklinga.

Beiðni um Tölvusneiðmynd, æðaþræðingar eða myndstýrð inngrip
Eftirfarandi þarf einnig að koma fram:
  • Rannsóknaraðferð, líkamshluti rannsóknar sem óskað er eftir.
  • Helstu atriði sjúkrasögu og klínisk spurning sem rannsóknin á að svara.
  • Ef rannsókn þarf að fara fram utan röntgendeildar t.d. á sjúkradeild eða á skurðstofu.
  • Upplýsingar um mikilvægar samanburðarrannsóknir frá myndgreiningardeildum utan LSH.
  • Ef við á er mikilvægt að fylla út hvort sjúklingur notar ,per os, sykursýkislyf og hvort nýrnastarfsemi sé talin óeðlileg.
  • Ef við á, þarf umbeiðandi læknir að panta blóðrannsókn áður en rannsókn er framkvæmd ef kreatínin gildi er eldra en 3ja mánaða.
  • Geta um ofnæmi fyrir skuggaefni ef við á, því við þekkt ofnæmi þarf mögulega að gefa lyfjaforgjöf, sjá; Ofnæmi, nýrnastarfsemi, sykursýki.
  • Á beiðni um ástungu þarf að velja myndstýrð inngrip og haka við upplýsingar sem spurt er um.
  • Aðrar klínískar upplýsingar.

Beiðni um upphengingu/endursýningu og endurmat rannsókna
Send er beiðni á sama hátt og þegar beðið er um rannsókn. Valið er "Upphengingar"
  • Sýna á fundi:
    Hægt er að óska eftir að eldri rannsóknir framkvæmdar á LSH séu sýndar á fundi sem og rannsóknir utan frá.
  • Rannsókn sótt frá utanaðkomandi deild:
    Hvaða rannsókn á að sækja, hvar og hvenær hún var framkvæmd.
    Tilgreina ef endurmeta á rannsóknina.
  • Endurmat:
    Hægt er að óska eftir endurmati á eldri rannsóknum framkvæmdum á LSH sem og endurmati á rannsóknum utan frá.
    Tilgreina þarf hvaða rannsókn er óskað eftir að endurmeta, hvar og hvenær hún var framkvæmd ef hún var ekki framkvæmd á LSH.
Hide details for Meðhöndlun ófullkominna beiðnaMeðhöndlun ófullkominna beiðna
Röntgendeild áskilur sér rétt til að hafna ófullkomnum beiðnum svo sem ef ekki liggja fyrir nægilegar upplýsingar til að réttlæta rannsókn.
Í þeim tilfellum er beiðandi læknir látinn vita. Úrlausn getur verið ný bætt beiðni eða annar ferill sjúklings svo sem önnur rannsóknaraðferð.


leiðbeiningar um ritun beiðna 03.pdfleiðbeiningar um ritun beiðna 03.pdf

Ritstjórn

Alda Steingrímsdóttir
Pétur Hannesson
Steinunn Kristín Pétursdóttir - steinunp

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Pétur Hannesson

Útgefandi

Alda Steingrímsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/07/2011 hefur verið lesið 5224 sinnum