../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-726
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Kortisól/kortisón hlutfall, frítt í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Ensímið 11 β-hydroxysteroid dehydrogenasi týpa 2 (HSD11B2) hvatar ummyndun kortisóls í óvirkt niðurbrotsefni, kortisón. Skert virkni HSD11B2, hvort heldur er vegna meðfædds galla eða vegna óhóflegrar lakkrísneyslu veldur einkennum sem líkjast frumkomnu aldósterónheilkenni þó svo að aldósterón sé lágt hjá þessum sjúklingum.
Mæling á kortisól/kortisón hlutfalli gefur upplýsingar um vikni HSD11B2 ensímsins.
Helstu ábendingar: Grunur um pseudo-hyperaldosteronisma vegna óhóflegrar lakkrísneyslu.
Cushing heilkenni.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
LC-MS/MS
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Kortisól/kortisón hlutfall í þvagi < 0,7 (engin eining). Gildi > 0,7 eru mjög líklega óeðlilegt en gildi á
bilinu 0,5 - 0,7 eru á gráu svæði.
sÞ-kortisón 120-420 nmól/24 klst
(Viðmiðunarmörkin eru fengin frá Karolinska Universitetslaboratoriet).
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun:
    Rannsóknin gengur út á að mæla frítt kortisól og frítt kortisón í sólarhringsþvagi og reikna síðan út kortisól/kortisón hlutfall sem gefur upplýsingar um vikni HSD11B2 ensímsins.
    Hækkun:
    Óhófleg lakkrísneysla getur leitt til þess að virkni HSD11B2 ensímsins skerðist (lakkríssýra (glycyrrhetinic acid) hemur HSD11B2) en það leiðir til minni ummyndunar á kortisóli yfir í kortisón og því til hækkunar á kortisól/kortisón hlutfalli í þvagi.
    Hjá sjúklingum með villta (ectopic) ACTH framleiðslu verður umtalsverð aukning á útskilnaði bæði frís kortisóls og frís kortisóns auk þess sem kortisól/kortisón hlutfalli í þvagi hækkar.
    Hjá flestum sjúklingum með meðfæddan galla í HSD11B2 ensíminu (syndrome of apparent mineralocorticoid excess (AME)) er kortisón styrkur í þvagi mjög lágur og kortisól/kortisón hlutfall því verulega hækkað.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Apparent mineralocorticoid excess syndromes (including chronic licorice ingestion). Young et al., UpToDate, 2019.

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Guðmundur Sigþórsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Ingunn Þorsteinsdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 05/03/2021 hefur verið lesið 681 sinnum