../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-013
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 ACTH-örvunarpróf (Synacthen próf)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: ACTH-örvunarpróf er framkvæmt við grun um nýrnahettubilun (adrenal insufficiency). Gefið er corticotrophin 1-24 (Synacthen®) í vöðva og viðbrögð nýrnahettanna metin í framhaldinu með því að mæla styrk kortisóls í blóði, 30 og 60 mínútum síðar.
Framkvæmd prófins:
a) Blóð tekið í kortisól mælingu (grunngildi).
b) Gefið er Synacthen, 250 µg, í vöðva.
c) Blóð tekið í kortisól mælingar 30 og 60 mínútum eftir Synacthen gjöfina.
ACTH-örvunarpróf má gera hvenær dags sem er en æskilegt er að það sé gert að morgni.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis: Sjá S-kortisól.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Eðlileg svörun við prófinu er að S-kortisól hækki í ≥ 440 nmól/L, 30 og/eða 60 mínútum eftir Synacthen gjöfina.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun: Nái kortisól ekki að rísa í ≥ 440 nmól/L bendir niðurstaðan til þess að um nýrnahettubilun sé að ræða. ACTH styrkur í plasma hjálpar þá til við að greina á milli þess hvort um frumkomna eða afleidda nýrnahettubilun er að ræða (hár ACTH styrkur bendir til frumkominnar nýrnahettubilunar en lágur ACTH styrkur bendir til afleiddrar nýrnahettubilunar).
Hide details for HeimildirHeimildir
Laurells klinisk kemi i praktisk medicin, 8:e uppl., Studentlitteratur, 2003.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 10154 sinnum