../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-370
Útg.dags.: 10/21/2020
Útgáfa: 9.0
3.23.06 Næmispróf á gersveppum
Hide details for TilgangurTilgangur
Skilgreina hvenær næmispróf á gersveppum eru framkvæmd og hvaða lyf eru notuð. Leiðbeiningarnar gilda um næmispróf á Candida gersveppum, hvort sem þeir greinast á bakteríudeildum eða sveppadeild Sýklafræðideildar. Fyrir gersveppi aðra en Candida, sjá heimildir Arendrup et al, 2014, Espinel-Ingroff et al, 2012 og Perfect et al. 2010 í heimildalista.
Hide details for Ábendingar og bakgrunnurÁbendingar og bakgrunnur
Ábendingar
Næmispróf eru gerð í öllum djúpum sýkingum og geta verið hjálpleg í öðrum sýkingum, sjá töflu.
Bakgrunnur
Lyfjanæmi Candidaer breytilegt eftir tegundum, og einnig getur næmi verið mismunandi innan sömu tegundar. Þegar gersveppir ræktast frá líffærum sem ekki eru örverufrí, s.s. slímhúðum og húð, þarf sjaldnast að meðhöndla sjúkling, því þeir eru hluti af eðlilegri líkamsflóru. Djúpar sýkingar í blóði og innri líffærum þarf þó alltaf að meðhöndla, og raunverulegar sveppasýkingar í öðrum líffærum eru líka venjulega meðhöndlaðar. Lyf sem prófuð eru reglulega eru amphotericin B (AP), fluconazole (FL), voriconazole (VO) og anidulafungin (AND) eða micafungin (MYC). Flucytosine (FC) og ketoconazole (KE) eru lítið sem ekkert notuð í meðferð hér á landi og því eru þau einungis prófuð samkvæmt sérstakri beiðni læknis eða sýklafræðings.
Hide details for Aðferð og val lyfjaAðferð og val lyfja
Aðferð
Notaðir eru Sensititre YeastOne YO10 bakkar frá Thermo Scientific og prófin framkvæmd skv. leiðbeiningum. Túlkun á niðurstöðum er gerð í samræmi við EUCAST staðal, sjá næmispróf - sveppir - val og viðmiðunarmörk. Tafla 1 er leiðbeinandi fyrir framkvæmd næmisprófa og val lyfja í rútínuvinnu. Í sérstökum tilfellum geta læknar ákveðið annað en taflan tilgreinir. Við val á lyfjum var tekið tillit til markaðsleyfis fyrir viðkomandi sýkingar (þ.e. lyf hefur leyfi fyrir ákveðnar sýkingar).

Tafla. Næmispróf á gersveppum og lyf sem notuð eru hverju sinni (lyfjaval byggir á heimildum í heimildalista)
Tegund sýnisNæmisprófSveppalyf
BlóðAlltafAP, FL, VO, AND/MYCa
ÆðaleggurAlltafAP, FL, VO, AND/MYCa
Innri líffæri – örverufrí, þ.á.m. kviðarhol, brjóstholAlltafAP, FL, VO, AND/MYCa
ÖndunarfærasýniEkki í rútínu. Skv. beiðni læknisAP, FL, AND/MYCa
ÞvagEkki í rútínu. Skv. beiðni læknisAP, FL, AND/MYCa,b
Munnhol og vélinda
  • Ekki í rútínu nema ef HIV sýktir með endurteknar sýkingar eða endurteknar fluconazole meðferðir (þ.e. ef fram kemur á beiðni)
  • Skv. beiðni læknis
  • AP, FL, IT
  • Munnhol: má bæta við PC og AND/MYCa ef FL og IT ónæmi eða ekki klínísk svörun
  • Vélinda: bæta við AND/MYCa og VO
  • ÞarmarNei
    Skeið og sköp, ytri kynfæri karlaEkki í rútínu. Skv. beiðni læknisAP, FL, IT
    Húð
  • Alltaf ef vefjasýni
  • Annars ekki í rútínu. Skv. Beiðni læknis
  • AP, FL, IT
    Eyru og augu
  • Alltaf ef sýni úr miðeyra eða augnkúlunni (endophthalmitis)
  • Annars skv. beiðni læknis
  • AP, FL, IT
  • Endophthalmitis: bæta við VOc
  • Skammstafanir og neðanmálsathugasemdir:
    AND: anidulafungin; MYC: micafungin; AP: amphotericin B; FL: fluconazole; IT: itraconazole; PC: posaconazole; VO: voriconazole.
    aAND/MYC: prófa micafungin ef C. albicans, C. glabrata eða C. parapsilosis. Ef önnur Candida tegund þá skal prófa bæði micafungin og anidulafungin;
    bEchinocandin skiljast ekki vel út í þvagi en þó hefur verið lýst árangri í meðferð þvagfærasýkinga með micafungin og caspofungin gæti mögulega gagnast við pyelonephritis.
    cVoriconazole er ekki markaðsett fyrir augnsýkingar, en þær verða oft út frá blóðsýkingu (markaðssett fyrir blóðsýkingar) og að auki kemst lyfið inní innra hólf augans.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Jorgensen JH, Pfaller MA og fél. Manual of Clinical Microbiology.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook.
    3. Arendrup MC et al. ESCMIDand ECMMjoint clinical guidelines for the diagnosis and management of rare invasive yeast infections. Clin Microbiol Infect 2014; 20 (Suppl. 3): 76–98 (http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/1469-0691.12360/pdf)
    4. Centers for Disease Control and Prevention, the National Institutes of Health, and the HIV Medicine Association
of the Infectious Diseases Society of America. Guidelines for Prevention and Treatment of Opportunistic Infections in HIV-Infected Adults and Adolescents. 2015. https://aidsinfo.nih.gov/contentfiles/lvguidelines/adult_oi.pdf
    5. Cornely OA et al. ESCMID* guideline for the diagnosis and management of Candida diseases 2012: non-neutropenic adult patients. CMI, 18 (Suppl. 7), 19–37 (https://www.escmid.org/fileadmin/src/media/PDFs/4ESCMID_Library/2Medical_Guidelines/ESCMID_Guidelines/ESCMID_Candida_Guidelines_CMI_Dec2012_non-neutropenic_adult_patients.pdf)
    6. Espinel-Ingroff A et al. Cryptococcus neoformans-Cryptococcus gattii species complex: an international study of wild-type susceptibility endpoint distributions and epidemiological cutoff values for fluconazole, itraconazole, posaconazole, and voriconazole. Antimicrob Agents Chemother. 2012 Nov;56(11):5898-906. (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3486550/pdf/zac5898.pdf)
    7. Espinel-Ingroff A et al. Cryptococcus neoformans-Cryptococcus gattii species complex: an international study of wild-type susceptibility endpoint distributions and epidemiological cutoff values for amphotericin B and flucytosine. Antimicrob Agents Chemother. 2012 Jun;56(6):3107-13. (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3370763/pdf/zac3107.pdf)
    8. Hope WW et al. ESCMID* guideline for the diagnosis and management of Candida diseases 2012: prevention and management of invasive infections in neonates and children caused by Candida spp. CMI, 18 (Suppl. 7), 38–52 (https://www.escmid.org/fileadmin/src/media/PDFs/4ESCMID_Library/2Medical_Guidelines/ESCMID_Guidelines/ESCMID_Candida_Guidelines_CMI_Dec2012_neonates_and_children.pdf)
    9. Ingibjörg Hilmarsdóttir. Naemisprof – abendingar sveppalyfja Des 2015 Naemisprof - abendingar sveppalyfja Des. 2015.docxNaemisprof - abendingar sveppalyfja Des. 2015.docx
    10. Lortholary O et al. ESCMID* guideline for the diagnosis and management of Candida diseases 2012: patients with HIV infection or AIDS. ESCMID Fungal Infection Study Group. Clin Microbiol Infect. 2012 Dec;18 Suppl 7:68-77.
    11. Pappas PG et al. Clinical Practice Guideline for the Management of Candidiasis: 2016 Update by the Infectious Diseases Society of America. CID 2016 (http://cid.oxfordjournals.org/content/early/2015/12/15/cid.civ933.full.pdf+html)
    12. Perfect JR et al. Clinical Practice Guidelines for the Management of Cryptococcal Disease: 2010 Update by the Infectious Diseases Society of America. Clinical Infectious Diseases 2010;50:291–322 . http://www.idsociety.org/uploadedFiles/IDSA/Guidelines-Patient_Care/PDF_Library/Cryptococcal.pdf
    13. Schelenz S et al. British Society for Medical Mycology best practice recommendations for the diagnosis of serious fungal diseases. British Society for Medical Mycology. Lancet Infect Dis. 2015 Apr;15(4):461-74.
    14. Ullmann AJ et al. ESCMID* guideline for the diagnosis and management of Candida diseases 2012: adults with haematological malignancies and after haematopoietic stem cell transplantation (HCT). CMI, 18 (Suppl. 7), 53–67 (https://www.escmid.org/fileadmin/src/media/PDFs/4ESCMID_Library/2Medical_Guidelines/ESCMID_Guidelines/ESCMID_Candida_Guidelines_CMI_Dec2012_HCT.pdf)

    Ritstjórn

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Una Þóra Ágústsdóttir - unat
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 06/14/2010 hefur verið lesið 5671 sinnum