../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-348
Útg.dags.: 01/27/2022
Útgáfa: 12.0
2.02.31 Þvag - Legionella pneumophila mótefnavakar
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Þvag - Legionella pneumophila mótefnavakar
Samheiti: LANT
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

Ábendingar:
Grunur um sýkingu af völdum Legionella pneumophilaaf sermisgerð 1.
Um 20 Legionella tegundir geta valdið sýkingum í mönnum. Legionella pneumophilaer talin valda um 80% allra sýkinga, en hlutfallið er misjafnt eftir löndum. Sérstaklega virðist hún algeng hjá þeim sem smitast á ferðalögum (5). Af Legionella pneumophilaeru til um 15 sermisgerðir. Sermisgerð 1 er algengust, talið er að hún valdi um 80-90% sýkinga utan sjúkrahúsa en sjúkrahúsasýkingar eru að hluta af völdum annarra Legionellapneumophila sermisgerða og Legionellategunda.

Mögulegar viðbótarrannsóknir:
Þvagræktun, berist miðbunuþvag, Leit að mótefnavökum Streptococcus pneumoniae í þvagi.
    Grunnatriði rannsóknar:
    Leit að mótefnavökum Legionella pneumophilaaf sermisgerð 1 í þvagi.
    Prófið er immunokrómatografískt himnupróf sem greinir leysanlega mótefnavaka Legionella pneumophilaaf sermisgerð 1 í þvagi. Prófið er hægt að gera strax og þvagið berst á rannsóknarstofuna og tekur um 15 mín.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
    Ílát og áhöld: Þvagsýnaglas.

    Gerð og magn sýnis: 3-10 ml af þvagsýni (ekki er nauðsynlegt að senda miðbunuþvag).

    Lýsing sýnatöku: Sjá leiðbeiningar um þvagsýnatöku og sendingu þvagsýna í skjali um Þvagræktun.

    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
    Merking, frágangur og sending sýna og beiðna: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

    Geymsla ef bið verður á sendingu: Þvagið má geyma í allt að sólarhring í stofuhita, tveimur vikum í kæli og mun lengur í frysti við –10° til –20°C.

    Flutningskröfur: Sýni má senda við stofuhita.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Prófið er hægt að gera strax og þvagið berst á rannsóknarstofuna og tekur um 15 mín. Jákvæð niðurstaða er hringd.

    Túlkun:
    Prófið verður jákvætt 1-3 dögum eftir að sjúkdómseinkenni koma fram (1), mest virðist vera af mótefnavökum 5-10 dögum eftir að einkenni byrja. Prófið er oftast jákvætt í um fjórar vikur, en getur verið jákvætt í marga mánuði og allt að einu ári eftir sýkingu.
    Næmi prófsins er um 60%, næmara við alvarleg veikindi og það er mjög sértækt.
    ATHUGIÐ: Prófið greinir aðeins mótefnisvaka Legionella pneumophila af sermisgerð 1. Neikvætt próf útilokar því ekki sýkingu af völdum annarra sermisgerða eða annarra tegunda Legionella.
      Hide details for HeimildirHeimildir
      1. Diagnosis of Legionella infection in Legionnaires disease. J. W. Den Boer and E. P. F. Yzerman European Journal of Clinical Microbiology & Infectious Diseases Publisher: Springer-Verlag GmbH Issue: Volume 23, Number 12 Date: December 2004 Pages: 871 – 878.
      2. Lindsay et al, Laboratory diagnisis of legionnaores disease due to Legionella pneumophilia serogroup 1: comparision of phenotypic and genotypic methods, J Med Microbiol. 2004 May;53(Pt5):457)
      3. Drugs. 2005;65(5):605-14. Treatment of Legionnaires' disease. Amsden GW.
      4. Eur J Clin Microbiol Infect Dis. 2005 Jul 5; Sensitivity of urinary antigen test in relation to clinical severity in a large outbreak of Legionella pneumonia in Spain. Blazquez RM, Espinosa FJ, Martinez-Toldos CM, Alemany L, Garcia-Orenes MC, Segovia M.
      5. Scandinavian Journal of Infectious Diseases 2009, Vol. 41, No. 6-7, Pages 425-432. The relationship between diagnostic tests and case characteristics in Legionnaires’ disease. Sanne Jespersen, Ole Schmeltz Søgaard, Michael J. Fine and Lars Østergaard
      6. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D. C.
      7. Leiðbeiningabæklingur: LANT package insert.pdf

        Ritstjórn

        Ólafía Svandís Grétarsdóttir
        Ágústa Jóna Þorsteinsdóttir
        Hjördís Harðardóttir
        Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
        Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
        Sara Björk Southon - sarabso

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Hjördís Harðardóttir

        Útgefandi

        Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 11528 sinnum