../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-356
Útg.dags.: 11/24/2016
Útgáfa: 3.0
2.02.07.01 Blóðvatnspróf - Syphilispróf
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Syphilispróf.
Samheiti: Mótefni gegn Treponema pallidum (IgM + IgG), TPPA, RPR.
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn (veirufræðibeiðni), Beiðni um blóðvatnspróf vegna mæðraskoðunar eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Klínísk einkenni, sem gætu stafað af Treponema pallidum sýkingu, s.s. sár, útbrot, eða óútskýrð einkenni frá miðtaugakerfi. Einstaklingur útsettur fyrir syphilissmit. Áhættuhegðun. Skimun kvenna á meðgöngu. Fyrirhuguð blóðgjöf.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Mótefni gegn Treponema pallidum (IgM + IgG):
    Electrochemiluminescence Immunoassay” (ECLIA). Greinir þáttbundið heildarmagn IgM og IgG mótefna gegn Treponema pallidum í sermi og plasma. Gert í "Cobas immunoassay analyzer".

    TPPA
    Treponema Pallidum Particle Agglutination Assay”. Þáttbundið gelatin agna kekkjunarpróf til greiningar á mótefnum gegn Treponema pallidum í sermi eða plasma.

    RPR
    Rapid Plasma Reagin”. Kolefnisagna-tengdur cardiolipin mótefnavaki, sem greinir “reagin”, mótefnalíkt efni, sem finnst í sermi eða plasma sjúklinga með sárasótt og stöku sinnum hjá einstaklingum með aðra bráða eða langvinna sjúkdóma. Reagin tengist mótefnavakanum, sem er cardiolipin-lecithin húðaðar cholesterol agnir og veldur þannig kekkjun, „flocculation“, sem sjáanleg er með berum augum.
    ECLIA prófið er sértækt (treponemal) og notað til skimunar á öllum sýnum sem berast til “syphilisprófa”. Jákvæð sýni skv. ECLIA-prófi eru staðfest með öðru treponemal prófi, TPPA og jafnframt gert non-treponemal próf, RPR. Ef klínískur grunur um nýlega sýkingu, eru öll prófin gerð strax.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels .
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      3-5 ml heilblóð eða sermi
      Nýburar: serum (lágmark 250 microL). Nota má naflastrengsblóð við "baseline-screening", ef ekki næst hefðbundið blóðsýni.

      Ekki er tekið fram á leiðbeiningum frá framleiðendum þessara prófa (ECLIA/Cobas, TPPA eða RPR) að þau megi nota til rannsókna á mænuvökva, en TPPA og RPR eru þó notuð á mænuvökva þegar grunur er um neurosyphilis6

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Prófin eru framkvæmd á dagvinnutíma, alla virka daga. Vakthafandi læknir Sýklafræðideildar hringir jákvæðar niðurstöður ef ástæða þykir til.
      ECLIA: Jákvætt eða Neikvætt, ásamt “Cut off index” (COI, sem er signal sample/cut-off). COI < 1,00 = Neikvætt; COI ≥ 1,00 = Jákvætt
      TPPA: Jákvætt (Títer 80) eða Neikvætt. RPR: Jákvætt (Títer 1) eða Neikvætt. Sýni (RPR, TPPA), sem reynast jákvæð við þáttbundna (qualitatífa) rannsókn fara í magnbundna (quantitativa) mælingu og er svarað út með títer-gildi.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Niðurstöður syphilisprófa skulu alltaf metnar með hliðsjón af öðrum gögnum, s.s. sjúkrasögu, klíník og öðrum rannsóknum. Þessi sýni geta bæði verið falskt neikvæð (t.d. prozone-fyrirbæri við RPR hjá sj. með 2° syphilis (1-2%) og mjög snemma eða seint í sjúkdómsferlinu) og falskt jákvæð (s.s. við ýmsa bandvefja-, veiru-, og sjálfsofnæmissjúkdóma, aðrar Treponemasýkingar en T. pallidum, holdsveiki, malaríu og hjá barnshafandi konum). Treponemal próf (eins og ECLIA og TPPA) haldast yfirleitt jákvæð í kjölfar treponemal sýkingar, oftast alla ævi sjúklings og ætti því ekki að nota þau til að meta árangur meðferðar, eða til að greina nýja sýkingu hjá sjúklingi, sem þegar hefur greinst með jákvætt treponemal próf.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Garcia LS og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.
    3. SERODIA® - TPPA: Leiðarvísir frá framleiðanda (FUJIREBIO INC., Tokyo, Japan)
    4. Syphilis. Total antibodies to Treponema pallidum (T. pallidum, TP). Electrochemiluminescence immunoassay (“ECLIA”) fyrir Elecsys og cobas e immunoassay greiningatæki. Leiðarvísir frá framleiðanda (Roche Diagnostics GmbH, Mannheim, Þýskalandi)
    5. Macro-VueTM RPR Card Tests. Leiðarvísir frá framleiðanda (Becton, Dickinson and Company, Maryland 21152 USA)
    6. 2014SyphilisguidelineEuropean.pdf2014SyphilisguidelineEuropean.pdf


    Ritstjórn

    Hjördís Harðardóttir
    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Theódóra Gísladóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Arthur Löve
    Guðlaug Þorleifsdóttir - gudlaugt
    Kristín Sigríður Sigurðardóttir - kristss

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Hjördís Harðardóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 05/11/2010 hefur verið lesið 35688 sinnum