../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-205
Útg.dags.: 01/05/2022
Útgáfa: 10.0
2.02.15 Ígerðir - Actinomycesræktun
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Ígerðir - Actinomycesræktun
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Actinomyces er Gram jákvæður loftfælinn stafur, sem vex að jafnaði hægt. Flestar tegundir Actinomyces þola súrefni upp að vissu marki. Bakterían er hluti af eðlilegri sýklaflóru á slímhúðum manna og annarra dýra. Sýkingar eru sjaldgæfar en verða ef bakteríurnar komast inn fyrir slímhúðarvarnir í líkamanum. Sýkingin, sem oft er kölluð "actinomycosis", einkennist af hægt vaxandi kýlum sem virða ekki vefjaskil og geta þannig líkst illkynja æxlum. Kýlin opnast gjarnan út á yfirborðið með tímanum og dæmigert er að gulleit korn, svokölluð brennisteinskorn, sjást í greftri sem vellur upp á yfirborðið. Sýkingarnar eru algengastar á höfði og hálsi (gjarnan út frá tönnum), í kvið og grindarbotni (oft út frá getnaðarvarnarlykkju), í brjóstum og í brjóstholi. Að jafnaði eru margar annarskonar bakteríur viðloðandi þessar sýkingar ásamt Actinomyces, þar á meðal Aggregatibacter actinomycetemcomitans, viridans streptókokkar og loftfælnar bakteríur. Meðferðin er oftast langvarandi penicillíngjöf.

    Sennilega er hægt að flokka Actinomyces sp í tvo hópa. Annars vegar 'meira ífarandi' hópur sem veldur frekar "klassískum actinomycoses" sýkingum: Aðallega Actinomyces israelii, en einnig A. gerencseriae, A. meyeri, A. odontolyticus og A. viscosus/naeslundii. Svo er 'minna ífarandi' hópur sem finnast frekar í staðbundnum og yfirborðs mjúkvefja sýkingum: A. europaeus, A. funkei, A. neuii, A. radingae, og A. turicensis.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Sýnið er smásjárskoðað og ræktað við súrefnissnauðar aðstæður. Þar sem bakterían vex hægt er neikvæðri ræktun ekki svarað út fyrr en eftir 10 daga. Jákvæð ræktun gæti tekið lengri tíma.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Helst fyrir sýklalyfjagjöf. Actinomyces eru næmir fyrir mörgum sýklalyfjum og einn skammtur getur skemmt fyrir möguleikum á ræktun bakteríunnar.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Dauðhreinsuð sprauta með nál. Ílát til að sprauta greftri í. Hugsanlega dauðhreinsað saltvatn (án rotvarnarefna).
      Síður skal senda sýni á bakteríuræktunarpinna (smásjárskoðun erfiðari og síður hægt að greina brennisteinskorn), en það er þó möguleiki.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Best er að senda 2-3 ml af greftri, helst ekki minna er 0,5 ml.
      Greftrinum er sprautað í dauðhreinsað ílát með skrúfuðu loki.
      Sé notaður bakteríuræktunarpinni skal taka eins mikið sýni og unnt er.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Ef stungið er í gegnum húð skal yfirborðið hreinsað með dauðhreinsuðu saltvatni eða sótthreinsiefni sem látið er gufa upp áður en stungið er. Annars gæti það haft áhrif á bakteríuræktunina. Gröftur er dreginn upp í sprautu. Ílátið er síðan sent með hraði á Sýkla- og veirufræðideild.
      Ef ekki er mögulegt að senda gröft skal sýnið tekið á bakteríuræktunarpinna, helst án þess að snerta húð eða slímhúðir umhverfis.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Sýnið skal senda sem allra fyrst. Dragist sendingin skal geyma sýnið við stofuhita. Því lengri tími sem líður, því meiri líkur eru á að ræktunin misfarist og sending ætti alls ekki að dragast lengur en í sólarhring.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Neikvæðri ræktun er svarað út eftir 10 daga. Jákvæð ræktun gæti tekið lengri tíma.
      Einungis er leitað að Actinomyces spp. Greinist bakterían er reynt að tegundagreina hana og gera næmispróf.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Actinomyces er hluti af eðlilegri sýklaflóru slímhúðanna. Sýnatökustaður og sjúkdómsmynd sjúklings ráða túlkun jákvæðra ræktana. Vöxtur Actinomyces frá sterilum vökva jafngildir sýkingu af völdum bakteríunnar.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

    Ritstjórn

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 71921 sinnum