../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-144
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Osmólalítet í þvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Sjá osmólalítet í sermi.
Breytileiki: Getur verið allt frá 60-1400 mOsm/kg. Við túlkun er því nauðsynlegt að þekkja aðstæður sjúklings. Morgunþvag eftir 8-10 klst vatnsföstu á að vera > 700 mOsm/kg. Frekari upplýsingar fást við þorstapróf (sjá það). Mælingar osmólalítets í þvagi gefa svipaðar upplýsingar og eðlisþyngdarpróf en er nákvæmara og betra í vafatilfellum.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Þvag 5-10ml, ferskt. (Lágmark 0,1 mL)

Geymsluþol er 5 dagar í stofuhita og 4 dagar í kæli. Því má senda sýnið við herbergishita.
Sýnið má frysta við -21°C í þrjá mánuði.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
300-900 mOsm/kg. Mjög háð inntöku vatns og fæðuefna.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Lækkun: Minnkaður hæfileiki nýrna til að þétta þvag er næmt og sérhæft merki um minnkaða starfsemi nýrnatubuli en það getur stafað af sjúkdómi í nýrum eða minnkaðri secretion ADH.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ólöf Sigurðardóttir - olsi

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2167 sinnum