../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-087
Útg.dags.: 12/17/2014
Útgáfa: 2.0
2.02.02.01 Ristilrannsókn
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Ristilrannsókn.
Samheiti: Colon.
Pöntun: Röntgensvör, sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Æxlisvöxtur, totumyndanir, bólgubreytingar o.fl.
Frábending: Þungun.
    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur: Undirbúningur fyrir þessa rannsókn er fljótandi fæði og drekka þarf hægðalyfi daginn fyrir rannsókn.
    Ath! Þeir sem eru með alvarlegan nýrnasjúkdóm, hjartasjúkdóm, virkan bólgusjúkdóm í þörmum t.d Crohn's mega ekki nota Picoprep hægðalyf til hreinsunar á þörmum.
    Ef vafi er um hvort nota má Picoprep, þarf að hafa samband við þann lækni sem sendi beiðni um rannsóknina.

    Að morgni rannsóknardags: Þarf að vera fastandi og ekki reykja, en þó er leyfilegt að drekka 2 glös af vatni eða tæran ávaxtasafa.

    Aðferð: Liggja þarf á rannsóknarbekk, og settur er upp mjúkur stautur í endaþarm og barium skuggaefni, (polybar) látið renna inn í ristilinn. Fylgst er með skuggaefninu þekja allan ristilinn og þarf að liggja á baki og hlið. Oft þarf einnig að pumpa lofti rólega í ristilinn til að sjá betur yfirborð og totumyndanir í ristli. Myndir er teknar með reglulegu millibili þegar skuggaefni fer um ristilinn. Stundum er gefið lyf í æð (buscopan) til að slaka á sléttu vöðvunum í ristlinum í þeim tilgangi að fá betri rannsókn.
    Rannsóknin er framkvæmd af röntgenlækni með aðstoð geislafræðings.
    Við myndgreiningarannsókn af ristli er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun og hægt er að skoða hreyfingu á líffærum með skyggninu.

    Tímalengd: 1 klst.

    Eftirmeðferð: Æskilegt er að drekka vel af vökva í nokkrar klukkustundir eftir rannsókn á meðan skuggaefnið er að hreinsast úr ristlinum. Ristilrannsókn skal ekki gera sama dag og ristilspeglun þar sem loft sem dælt inn við speglun getur truflað röntgenrannsóknina og gert hana erfiðari fyrir sjúklinginn.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður

    Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, þegar svar hefur verið staðfest. Oftast er það næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt á innri vef.

    Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.

    Ritstjórn

    Alda Steingrímsdóttir
    Soffía G Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Pétur Hannesson

    Útgefandi

    Alda Steingrímsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 09/09/2012 hefur verið lesið 3285 sinnum