../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-270
Útg.dags.: 12/28/2022
Útgáfa: 7.0
2.03 Blóðsýnataka úr blóðskilunarlegg
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa blóðsýnatöku úr blóðskilunarlegg.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur eða læknir framkvæmir. Blóðtökur úr blóðskilunarlegg ber að takmarka eins og kostur er. Eingöngu gert í undantekningartilvikum í samráði við skilunardeild.
    Hide details for Tæki og áhöldTæki og áhöld
    • Hjólaborð
    • Skiptibakki með íláti
    • Hanskar
    • Dauðhreinsaður hanski
    • Handspritt
    • Klórhexidínspritt > 0,5%
    • 2 stk. 10 ml sprautur eða 1 stk. 20 ml sprauta
    • 1 stk. 5 ml sprauta
    • 1 stk. 2 ml sprauta
    • 20 ml saltvatn (NaCl) 0,9%
    • 1 glas heparín 5000 ie/ml eða annar blóðstorkuvari
    • 1 stk nál
    • Dauðhreinsaður blóðsýnahólkur
    • 1 stk. dauðhreinsaður tappi
    • Dauðhreinsað kantstykki
    • Skurðstofugríma sé sjúklingur með daufkyrningafæð (neutropeniu)
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Blóðtökur úr blóðskilunarlegg eru takmarkaðar eins og kostur er.
    Aseptísk vinnubrögð eru viðhöfð við alla meðhöndlun blóðskilunarleggs.

    Auðkenni sjúklings
    Sjúklingur er spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni, límmiðum og spítalaarmbandi.
    Ef sjúklingur er ófær um að veita upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af spítalaarmbandi eða aðstandanda.

    Undirbúningur sjúklings
    Fasta : Athugað er hvort sjúklingur sé fastandi ef beðið er um mælingar sem krefjast föstu. Oftast þarf sjúklingur að vera fastandi frá miðnætti. Ef sjúklingur er ekki fastandi er blóðtöku fyrir viðkomandi rannsókn frestað til næsta dags.
    Staða: Sjúklingur skal liggja á baki í eins láréttri stöðu og hægt er.

    Undirbúningur
    1. Hjólaborð er sprittað fyrir notkun.
    2. Handhreinsun fyrir alla snertingu við stungustað og æðalegg.
    3. Klæðst er viðeigandi hlífðarfatnaði.

    Aðferð
    1. Sjúklingur er látinn liggja á baki í eins láréttri stöðu og hægt er.
    2. Klemmur eru ávallt hafðar lokaðar á rásunum þegar samskeyti eru rofin.
    3. Skiptibakki er opnaður og öll dauðhreinsuðu áhöldin opnuð ofan í hann. Pakkinn með kantstykkinu er opnaður.
    4. Hlífðarhettur eru teknar af saltvatns- og heparínglasi.
    5. Klórhexidínspritti hellt í ílátið í bakkanum.
    6. Umbúðir eru losaðar af rásunum.
    7. Hendur eru sprittaðar.
    8. Farið er í dauðhreinsaðan hanska og sú hendi notuð til að taka upp dauðhreinsuðu áhöldin.
    9. Saltvatn er dregup upp í 10 ml eða 20 ml sprautur.
    10. Blóðstorkuvari er dreginn upp í 2 ml sprautu. Magn fer eftir tegund leggs og stendur á leggnum sjálfum.
    11. Farið úr dauðhreinsuðum hanska og hendur sprittaðar.
    12. Farið í hanska.
    13. Dauðhreinsuð grisja er notuð til að lyfta rásum og kantstykkið og dauðhreinsuð grisja sett undir þær.
    14. Samskeyti rásanna, klemmur og leggur eru hreinsuð vandlega með klórhexidínvættum grisjum. Látið þorna og hreinsun endurtekin.
    15. Tappinn er losaður af annari rásinni og skrúfgangur þrifinn með klóhexidínvættri grisju. Öll óhreinindi t.d. gamalt blóð eru fjarlægð.
    16. 5 ml sprauta er sett á rásina.
    17. Magn blóðstorkuvara sem skráð er á rásina er dregið úr rásinni og 1 ml af blóði til viðbótar.
    18. Dauðhreinsaður, einnota blóðsýnahólkur er tengdur við rásina og sýnaglösin við hólkinn. Athugið að ekki er hægt að draga blóðprufur í blóðstorkumælingar, þar sem blóðstorkuvari getur loðað við plastefnið í rásinni.
    19. Þegar tekið er í mörg glös þá þarf að fylgja eftirfarandi röð:
      1. Serum glös með eða án gels (rauður/gulur eða rauður/svart) , .
      2. Heparin glös með eða án gels (grænn tappi) .
      3. EDTA glös (fjólublár tappi) .
      4. Citrate glös fyrir sökk (löng mjó glös með svörtum tappa) .
    20. Glösunum er velt nokkrum sinnum varlega eftir blóðtöku. Það má aldrei hrista glösin.
    21. Ef tekið er blóð í ræktun er fylgt leiðbeiningum um töku blóðræktana.
    22. Sprauta er sett á rásina og hún skoluð með 20 ml af saltvatni.
    23. Það magn af blóðstorkuvara sem rásin tekur er sett í hana.
    24. Dauðhreinsaður tappi er settur á rásina.
    25. Rásirnar eru huldar með dauðhreinsuðum grisjum og festar.
    26. Auðkenni sjúklings eru staðfest og glös merkt með persónuupplýsingum. Glös á alltaf að merkja hjá sjúklingnum.

    Nánari upplýsingar um rannsóknir má finna í þjónustubók rannsóknarsviðs.

    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda


Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Margrét Ásgeirsdóttir
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Sif Sigurðardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Útgefandi

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/30/2016 hefur verið lesið 1239 sinnum