Míkrófílaríur: berast með flugum. Wuchereria finnst alls staðar í Suðrinu, en oftast lýst í SA-Asíu. Brugia finnst í SA-Asíu, Loa Loa í Afríku og Mansonella í Afríku og Rómönsku Ameríku.
(2) Eftirlit með árangri meðferðar við malaríu. Lágmarks eftirlit er gert eftir 48 klst og 7 daga meðferð. Nánara eftirlit (eftir 24, 48 og 72 klst meðferð) er nauðsynlegt í sumum tilvikum, sérstaklega ef sníkladreyri (parasitaemia) er > 2% eða einhver merki um alvarlega malaríu eru til staðar. Meira um malaríu.
Mögulegar viðbótarrannsóknir:
(1) Malaría: við grun um fyrri malaríuköst, sérstaklega ef greining á þeim hefur ekki verið staðfest, má leita að malaríumótefnum. Rannsóknin er gagnslaus við greiningu á bráðu malaríukasti. Hún er gerð erlendis.
(2) Önnur sníkjudýr í blóði: við grun um svefnsýki (Trypanosoma brucei) má einnig leita að sníkjudýrinu í mænuvökva, beinmerg úr bringubeini eða eitlaástungusýni. Einnig má leita að mótefnum, en þau eru þó lítt sértæk m.t.t. Trypanosoma tegundir og hafa krossvirkni við Leishmaniaspp. Nota má mótefnaleit til greiningar á T. cruzi sýkingu, og DNA leit til greiningar á T. brucei og T. cruzi í blóði, mænuvökva og vefjasýni úr eitlum (gert erlendis). Við grun um míkrófílaríur má leita að mótefnum, en hafa ber í huga að aðferðin er lítt sértæk; krossvirkni sést á milli hinna ýmsu míkrófílaríutegunda, og einnig við ýmsa innyflaorma. Mótefnamælingarnar eru framkvæmdar erlendis. Fyrir greiningu á Babesia sýkingu má leita að mótefnum og/eða DNA, gert erlendis.