../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-188
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01 Blóð - sníkjudýr
      Hide details for ÁbendingÁbending
      (1) Grunur um malaríu eða aðra blóðsníkla s.s. Babesiaspp., Trypanosoma spp. og míkrófílaríur.
    • Tengsl við ferðalög
      Grunur vaknar um ákveðnar sýkingar út frá ferðasögu og einkennum sjúklings. Mikilvægt er að tilgreina á beiðni hvaða sníkjudýrum skal leita að svo að viðeigandi greiningaraðferðum sé beitt við leitina.
    • Malaría: berst með moskítoflugum á malaríusvæðum sem eru útbreidd í Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku. Meira um malaríu.
    • Babesiosis: berst með mítlum (ticks) sem sjúga blóð úr mönnum og dýrum. Babesia spp finnast um allan heim en hefur einkum verið lýst í Evrópu og N-Ameríku.
    • Chagas sjúkdómur af völdum Trypanosoma cruzi: berst með skordýrasaur þegar skordýrið sýgur blóð úr manni. T. cruzi finnst í Rómönsku Ameríku.
    • Svefnsýki af völdum Trypanosoma brucei: berst með biti tse-tse flugunnar og finnst í Afríku.
    • Míkrófílaríur: berast með flugum. Wuchereria finnst alls staðar í Suðrinu, en oftast lýst í SA-Asíu. Brugia finnst í SA-Asíu, Loa Loa í Afríku og Mansonella í Afríku og Rómönsku Ameríku.

      (2) Eftirlit með árangri meðferðar við malaríu. Lágmarks eftirlit er gert eftir 48 klst og 7 daga meðferð. Nánara eftirlit (eftir 24, 48 og 72 klst meðferð) er nauðsynlegt í sumum tilvikum, sérstaklega ef sníkladreyri (parasitaemia) er > 2% eða einhver merki um alvarlega malaríu eru til staðar. Meira um malaríu.
      Mögulegar viðbótarrannsóknir:
      (1) Malaría: við grun um fyrri malaríuköst, sérstaklega ef greining á þeim hefur ekki verið staðfest, má leita að malaríumótefnum. Rannsóknin er gagnslaus við greiningu á bráðu malaríukasti. Hún er gerð erlendis.
      (2) Önnur sníkjudýr í blóði: við grun um svefnsýki (Trypanosoma brucei) má einnig leita að sníkjudýrinu í mænuvökva, beinmerg úr bringubeini eða eitlaástungusýni. Einnig má leita að mótefnum, en þau eru þó lítt sértæk m.t.t. Trypanosoma tegundir og hafa krossvirkni við Leishmaniaspp. Nota má mótefnaleit til greiningar á T. cruzi sýkingu, og DNA leit til greiningar á T. brucei og T. cruzi í blóði, mænuvökva og vefjasýni úr eitlum (gert erlendis). Við grun um míkrófílaríur má leita að mótefnum, en hafa ber í huga að aðferðin er lítt sértæk; krossvirkni sést á milli hinna ýmsu míkrófílaríutegunda, og einnig við ýmsa innyflaorma. Mótefnamælingarnar eru framkvæmdar erlendis. Fyrir greiningu á Babesia sýkingu má leita að mótefnum og/eða DNA, gert erlendis.

      Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
      (1) Leitað er að malaríusníkli/babesíu í blóðstroki og þykkum blóðdropa sem hafa verið lituð með Giemsa lit. Með stroki fæst einfalt lag af rauðum blóðkornum á glerinu og er leitað að malaríusníklinum inni í þeim. Með blóðdropanum er þykkt lag af blóðfrumum látið þorna á glerinu, rauðu blóðkornin síðan sprengd með vatni og sitja þá sníkjudýrin eftir. Rannsókn á þykkum dropa er a.m.k. 10x næmari en rannsókn á blóðstroki. Ef Plasmodium falciparum greinist í stroki er gerð talning á sýktum rauðum blóðkornum og niðurstöður gefnar sem hundraðstala sýktra blóðkorna (% parasítaemia). Ef strok er neikvætt en tegundin greinist í þykka dropanum er talning miðuð við hvít blóðkorn, eða ef magn dropans er þekkt þá er gefinn upp fjöldi sníkjudýra/µl blóðs. Fyrsta rannsókn á sýni fer fram á rannsóknastofu í blóðmeinafræði þar sem blóðstrok er skoðað. Þykkur blóðdropi er alltaf sendur þaðan (með stroki ef jákvætt) á Sýklafræðideild til staðfestingar.
      (2) Leitað er að míkrófílaríum eða Trypanosoma brucei í plasma eftir þéttniaðferðir.

    Hide details for SýnatakaSýnataka
    1. Malaría/babesía: sýni er tekið um leið og grunur vaknar um malaríu/babesíusýkingu, og fyrir meðferð. Ekki skal bíða eftir hitatoppi; malaríu/babesíusníklar finnast stöðugt í blóðinu. Sníkladreyri getur verið breytilegur og ef rannsókn er neikvæð en áfram grunur um sýkingu má endurtaka sýni á 8-12 klst fresti í 2-3 daga.
    2. Svefnsýki Trypanosoma brucei: (T. brucei finnst í mestu magni í blóðinu á meðan sjúklingur hefur hita); ekki sérstök tímasetning.
    3. Chagas sjúkdómur: T. cruzifinnst í blóði á bráðastigi sjúkdóms, eftir smit, en mun síður á króníska stiginu; ekki sérstök tímasetning.
    4. Míkrófílaríur: Wuchereriaog Brugia: taka sýni að kvöldi/nóttu, milli 22:00 og 02:00; Loa Loa: taka sýni á milli 10 og 14:00. Aðrar míkrófílaríur: tímasetning skiptir ekki máli.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      (1) Malaríu/babesíu má greina í eftirfarandi blóðsýnum: (i) blóði í glasi með EDTA storkuvara ("status" glas); (ii) blóðdropa beint úr fingri sem er settur á 2 gler; blóðstrok og þykkur blóðdropi eru útbúin á staðnum. Ef blóðstrok berst ekki samdægurs á rannsóknastofu skal festa það með metanóli fyrir sendingu (látið flæða yfir þurrt strokið, renna af því og gler látið þorna). Ekki skal festa þykka blóðdropann. Ef starfsfólk er ekki vant að útbúa gler á staðnum er best að senda EDTA glas.
      (2) Leita að míkrófílaríum og Trypanosomaspp.: blóð er dregið í glas með EDTA storkuvara (má nota heparín eða natrium citrate, en EDTA gefur bestar niðurstöður)
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      (1) Malaría/babesía: annaðhvort (i) fylla EDTA glas (“status” glas) hvort sem notað er glas fyrir fullorðna eða börn eða (ii) senda blóðstrok og þykkan blóðdropa á glerjum (beint frá sjúklingi). Blóðsýni skal senda á Blóðmeinafræðideild LSH við Hringbraut þar sem fyrsta skoðun fer fram. Sýni og þykkur dropi eru send áfram frá Blóðmeinafræðideild til Sýklafræðideildar LSH.
      (2) Míkrófílaríur og Trypanosomaspp., fylla glas með storkuvara hvort sem notað er glas fyrir fullorðna eða börn.
      Hide details for Blóðstrok og þykkur dropi sett á glerBlóðstrok og þykkur dropi sett á gler
      Blóðstrok:
      1. Strok útbúið: 2 - 3 µl af blóði (statusglas eða 1 dropi beint úr fingri) eru stroknir út á gler (sjá skematíska mynd neðar).
      2. Strokið er þurrkað samstundis (t.d. með því að veifa því hratt í andrúmslofti) til að hindra breytingar á RBK sem gera aflestur erfiðari.
      3. Strok fest með methanóli í 1/2 - 1 mínútu.
      4. Það sem eftir verður af methanóli er hellt af.


      Þykkur blóðdropi:
      1. Dropi útbúinn: Þekkt magn af blóði (max. 2-3 µl) sett á gler og dreift í hringlaga blett (1 - 1,5 cm í þvermál). Þykktin á dropanum á að leyfa lestur dagblaðs í gegnum hann áður en hann þornar (sjá ljósmynd neðar).
      2. Látið þorna við stofuhita í 5-6 klst eða við 30-37˚C í 2 klst. Æskilegt er að láta strokið þorna við stofuhita. Ekki skal festa dropann.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Niðurstöður úr fyrstu skoðun blóðstroks eru gefnar samdægurs (á blóðmeinafræðideild). Staðfesting á Plasmodium tegund og skoðun á þykkum dropa er gerð alla virka daga á Sýklafræðideild. Ef þörf er á skoðun utan þess tíma skal hafa samband við sýklafræðing á vakt.
      Niðurstöður úr leit að öðrum blóðsníklum fást < 24 klst.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Sníkjudýr í blóði eru alltaf talin meinvaldandi. Næmi rannsóknar eykst með þéttniaðferðum s.s. þykkum dropa og þeytivindun sýnis (fyrir Trypanosoma og míkrófílaríur) og telst rannsókn ekki lokið fyrr en búið er að skoða sýni í kjölfar þéttniaðferða. Ein neikvæð rannsókn útilokar ekki sýkingu; til að malaría/babesía greinist í þykkum blóðdropa þarf 5-20 sníkjudýr/µl blóðs. Ef grunur er um sýkingu þrátt fyrir neikvæða rannsókn skal endurtaka rannsókn daglega í 3 – 5 daga. Varðandi túlkun á árangri meðferðar vísast í fræðslu: Meira um malaríu.
  1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D. C.
  2. WHO 2009: METHODS FOR SURVEILLANCE OF ANTIMALARIAL DRUG EFFICACYhttp://whqlibdoc.who.int/publications/2009/9789241597531_eng.pdf

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj
Ingibjörg Hilmarsdóttir
Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson
Ingibjörg Hilmarsdóttir

Útgefandi

Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/01/2010 hefur verið lesið 1702 sinnum