../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-179
Útg.dags.: 07/18/2023
Útgáfa: 6.0
2.03 Blóðtaka úr miðbláæðalegg (cvk)

Blóðtökur úr miðbláæðalegg ber að takmarka eins og kostur er. Eingöngu gert í undantekningartilvikum samkvæmt ákvörðun hjúkrunarfræðings eða læknis.
Framkvæmt af lækni eða hjúkrunarfræðingi.
Hide details for SýnatakaSýnataka
    Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
    • Klórhexidínspritt: 0,5% chlorhexidine gluconate í 70% etanóli eða sótthreinsunarklútar 2% chlorhexidine gluconate í 70% isopropyl alkóhóli.
    • Hreinir hanskar
    • Grisjur
    • Þrjár dauðhreinsaðar (innpakkaðar) 10 ml sprautur forfylltar með dauðhreinsuðu saltvatni
    • Dauðhreinsaður, einnota tappi á CVK ef ekki er millitengi með himnu (Lokað kerfi fyrir inngjafir í æð og til að loka samskeytum á æðalegg).
    • Einnota dauðhreinsaður sýnatökuhólkur
    • Sýnaglös, valin eftir beiðni. Ef blóðræktun sjá leiðbeiningar.
    • Límmiðar og rannsóknarbeiðni (á ekki við ef beiðni er rafræn)
    Hide details for Staðfesting á auðkenni og undirbúningur sjúklingsStaðfesting á auðkenni og undirbúningur sjúklings

    Auðkenni sjúklings
    Sjúklingur er spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni, límmiðum og spítalaarmbandi.
    Ef sjúklingur er ófær um að veita upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af spítalaarmbandi eða aðstandanda.

    Undirbúningur sjúklings
    Fasta : Athugað er hvort sjúklingur sé fastandi ef beðið um mælingar sem krefjast föstu. Oftast þarf sjúklingur að vera fastandi frá miðnætti. Ef sjúklingur er ekki fastandi er blóðtöku fyrir viðkomandi rannsókn frestað til næsta dags.
    Staða: Sjúklingur er látinn liggja á baki í eins láréttri stöðu og hægt er.

    Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
    1. Handhreinsun.
    2. Farið er í hreina hanska. Ef taka á sýni fyrir COVID-19 er farið í viðeigandi hlífðarbúnað.
    3. Lokað er fyrir vökvarennsli og slökkt á vökvadælu sé sjúklingur að fá vökva í æðalegg. Beðið í 2 mínútur áður en blóð er dregið. Ath. Sum lyf má ekki stöðva (vasoactive lyf).
    4. Þess er ávallt gætt áður en samskeyti eru rofin að kerfi sé lokað svo ekki komist loft inn í æðakerfi.
    5. Tappi af æðalegg er losaður. Sótthreinsun samskeyta:
        • Ef einnota tappi er á æðalegg er hann fjarlægður og endi æðaleggs sótthreinsaður með klórhexidínspritti í 5-15 sekúndur og látið þorna í a.m.k. 30 sekúndur.
        • Ef æðalegg er lokað með tappa/millitengi með himnu er endi tappans og himnan sótthreinsuð með klórhexidínspritti í 5-15 sekúndur og látið þorna í a.m.k. 30 sekúndur. Sjá skjal LSH-1931
    6. 10 ml sprauta er tengd við rás, skolað í rás til að tryggja frítt flæði og síðan eru dregnir 3-5 ml af blóði eða c.a. tvöfalt til þrefalt innanrúmmál leggsins. Sprautu er hent í gult nálabox. Þegar blóð er dregið úr miðbláæðalegg til blóðræktunar þá á ekki að henda fyrsta blóðinu sem dregið er úr leggnum.
    7. Dauðhreinsaður, einnota blóðsýnahólkur er tengdur við æðalegg og sýnaglösin við hólkinn.
    8. Þegar tekið er í mörg glös er það gert í eftirfarandi röð:
      Citrate glös fyrir storkupróf (blár tappi)
      .
      Serum glös með eða án gels (rauður/gulur eða rauður/svart)
      , .
      Heparin glös með eða án gels (grænn tappi)
      .
      EDTA glös (fjólublár tappi)
      .
      Citrate glös fyrir sökk (löng mjó glös með svörtum tappa)
      .
    9. Glösum er velt vel en varlega eftir blóðtöku. Það má aldrei hrista glösin.
    10. Lokað er fyrir rásina og blóðsýnahólkur aftengdur.
    11. Samskeyti eru sprittuð, beðið í 30 sekúndur og skolað í æðalegg með að lágmarki 20 ml af 0,9% saltvatni. Notuð er púlserandi aðferð við skolun í legginn: sprauta (1 ml) pása, sprauta, pása o.s.frv.
    12. Ef ekki er millitengi með himnu (lokað kerfi) er æðalegg er lokað með nýjum dauðhreinsuðum tappa eða tengt við vökvasett. Tappi/millitengi með himnu er sprittaður eftir blóðtöku og skolun í legg.
    13. Auðkenni sjúklings er staðfest og glös merkt með persónuupplýsingum. Glös á alltaf að merkja hjá sjúklingnum.

    Nánari upplýsingar um rannsóknir má finna í þjónustubók rannsóknarsviðs.

    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

Hide details for HeimildirHeimildir
  1. WHO guidelines on drawing blood: best pracices in phlebotomy 2010.
  2. Greiner bio one VACUETTE® Blood Collection Techniques. Dr. Martin Dittmann 2010.
  3. CLSI H3-A6 Procedures for the collection of diagnostic blood specimens by venipuncture.
  4. Europian federation of clinical chemistry and laboratory medicine.
  5. Heimild frá Ástralíu:cvc_management_gosford.pdf

Ritstjórn

Ólöf Másdóttir
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst
Sigrún H Pétursdóttir
Gunnhildur Ingólfsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Maríanna Garðarsdóttir

Útgefandi

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 06/12/2012 hefur verið lesið 6223 sinnum