Staðfesting á auðkenni og undirbúningur sjúklings
Auðkenni sjúklings
Sjúklingur er spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni, límmiðum og spítalaarmbandi.
Ef sjúklingur er ófær um að veita upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af spítalaarmbandi eða aðstandanda.
Undirbúningur sjúklings
Fasta : Athugað er hvort sjúklingur sé fastandi ef beðið um mælingar sem krefjast föstu. Oftast þarf sjúklingur að vera fastandi frá miðnætti. Ef sjúklingur er ekki fastandi er blóðtöku fyrir viðkomandi rannsókn frestað til næsta dags.
Staða: Sjúklingur er látinn liggja á baki í eins láréttri stöðu og hægt er.