../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-049
Útg.dags.: 06/09/2020
Útgáfa: 2.0
2.02.06.101 TS kviður
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Tölvusneiðmyndir af kvið og lifur.
Samheiti: CT abdomen og CT liver - 3 phases
Pöntun: Heilsugátt, sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Bráðir kviðverkir, bólga, ígerð (abcess), æxli,meinvörp, o.fl.
Frábendingar: Skuggaefnisofnæmi. Þungun.

Skuggaefni:
Skuggaefnismagn sem gefið er í æð er reiknað fyrir hvern einstakling út frá aldri, hæð, þyngd og serum kreatínin gild. Upplýsingar um serum kreatínin má finna í Heilsugátt.
Stundum þarf að fara í blóðsýnatöku til að rannsaka starfsemi nýrna áður en skuggaefni er gefið.
Skuggaefnisgjöf eykur álag á nýrnastarfsemi og skilst úr líkamanum með þvagi. Því er mælt með að drekka vel af vatni í nokkrar klukkustundir eftir rannsókn ef gefið er skuggaefni.

Ofnæmi fyrir joð-skuggaefni:
Skuggaefni sem gefið er í æð veldur einstaka sinnum ofnæmisviðbrögðum. Ef ofnæmi fyrir joðskuggaefni er þekkt, er hægt að fá fyrirbyggjandi lyfjagjöf og þeir sem koma utan spítala geta sótt í afgreiðslu röntgendeildar tveimur dögum fyrir rannsókn. Sjá Ofnæmislyf - Joðskuggaefni.
    Sykursýkislyf sem innihalda metformin geta haft neikvæð áhrif á nýrnastarfsemi hjá þeim sem eru með langvinna eða bráða nýrnabilun og fá Joðskuggaefni í æð. Þeim er ráðlagt að sleppa inntöku sykursýkislyfja í 48 klst. eftir rannsókn með skuggaefnisgjöf í æð.

    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur:
    • Ekki má neyta fastrar fæðu 2 klukkustundum fyrir tölvusneiðmyndarannsókn.
    • Drekka má vökva og taka nauðsynleg lyf fram að rannsókn.
    • 30 mínútum áður en rannsókn hefst þarf að drekka 500 ml. af vatni og dreifa jafnt á tímann. Síðasta glasið er svo drukkið rétt fyrir rannsókn.
    • Inniliggjandi sjúklingar þurfa stundum að drekka skuggaefni á legudeild og fá þá fyrirmæli um það.
    • Mælt er með að fjarlægja skartgripi fyrir rannsókn.
    • Ef vitað er um ofnæmi fyrir skuggaefni sem gefið er í æð á röntgendeild, þarf undirbúning, sjá frábendingar.
    • Stundum þarf að hætta töku sykursýkislyfja eftir rannsókn, sjá frábendingar.

    Aðferð:
    Við rannsókn af kvið þarf að liggja á baki á rannsóknarbekk með hendur upp fyrir höfuð.
    Gefið er skuggaefni, visipaque í æð og því þarf að setja upp æðalegg í handlegg.
    Mikilvægt er að liggja kyrr meðan rannsókn fer fram til að forðast myndgalla.
    Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina.
    Við tölvusneiðmyndir er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun og hægt er að skoða myndir í öllum mögulegum sniðum og í tví- og þrívídd. Það getur gefið ítarlegar upplýsingar um ástand líffæra og æða.

    Tímalengd: 20 mínútúr

    Eftirmeðferð: Engin, en mælt er að drekka vel af vatni í nokkrar klukkustundir eftir rannsókn með skuggaefnisgjöf.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, sem oftast er næsta virka dag.
    Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt á innri vef.

    Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.

    Ritstjórn

    Alda Steingrímsdóttir
    Ásrún Karlsdóttir
    Þórdís Halldórsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Pétur Hannesson

    Útgefandi

    Alda Steingrímsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/12/2015 hefur verið lesið 1607 sinnum