../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-631
Útg.dags.: 06/03/2022
Útgáfa: 7.0
2.02.20 Nýburastrok - bakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Yfirborðsstrok frá nýbura - almenn ræktun
Samheiti: Nýburastrok
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um að nýburi hafi verið sýklaður eða sýktur í móðurkviði.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Það getur komið fyrir að bakteríur berist upp í þungað leg, þannig að fóstrið sýklist af þeim, eða jafnvel sýkist. Annars er gert ráð fyrir því að nýburi komist fyrst í snertingu við bakteríur á leið sinni út í gegnum fæðingarveginn. Sé grunur um sýkingu í móðurkviði eru stundum tekin strok frá yfirborði nýburans í leit að meinvaldandi bakteríum. Sérstaklega með tilliti til Streptococcus agalactiae(Streptókokka af gr. B), E. coliog jafnvel Streptococcus pyogenes (Streptókokka af gr. A).
    Hide details for SýnatakaSýnataka

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Neikvæðum sýnum er svarað út eftir 2 sólarhringa, jákvæð sýni gætu tekið lengri tíma. Greinist bakteríur sem geta valdið bráðum sýkingum, til dæmis Streptococcus agalactiae(Streptókokkar af gr. B), E. coli, eða Streptococcus pyogenes (Streptókokka af gr. A) er haft samband símleiðis til meðferðaraðila.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Ef ríkjandi vöxtur er af bakteríu sem þekkt er af því að sýkja nýbura, má ætla að þar sé kominn sýkingavaldur sem athugandi er að meðhöndla.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

    Ritstjórn

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/04/2013 hefur verið lesið 3917 sinnum