../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-167
Útg.dags.: 07/18/2023
Útgáfa: 5.0
2.03 Þvagsýni
Hide details for TilgangurTilgangur
Að lýsa almennum atriðum við töku þvagsýna. Nánari upplýsingar um rannsóknir á þvagsýnum er að finna í þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.
Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
Heilbrigðisstarfsmaður sem hlotið hefur þjálfun í töku þvagsýnis.
Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
  1. Dauðhreinsað sýnaglas með þéttskrúfuðu loki.
  2. Sérstök þvagsýnatökusett (t.d. Sarstedt)
    • Innpökkuð, dauðhreinsuð fyrir sýklaræktanir
    • Óinnpökkuð, hrein, fyrir aðrar rannsóknir

Ástunga á þvaglegg
  • 70% spritt
  • Dauðhreinsuð nál 25G (appelsínugul)
  • Handspritt
  • Hreinir hanskar
  • Klemma
Aftöppun þvags
  • Þvagleggur
  • Hreint ílát fyrir umframþvag

Ástunga á þvagblöðru
  • Klórhexidín spritt
  • Handspritt
  • Hreinir hanskar
  • Dauðhreinsuð nál 23G (blá)
  • Dauðhreinsuð sprauta
Pokaþvag
  • Sjálflímandi þvagpoki/ar fyrir börn
Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
Auðkenni sjúklings
Til að tryggja að sýni sé tekið úr réttum einstaklingi er sjúklingur spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni og límmiðum. Ef sjúklingur er ófær um að veita þessar upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af hjúkrunarfræðingi, lækni, aðstandanda eða af auðkennisarmbandi.

Undirbúningur
  1. Sýnatakan er útskýrð fyrir sjúklingi ef við á.
  2. Hendur eru hreinsaðar og farið í hanska og aðrar viðeigandi persónuhlífar.

Sýnataka
    Hide details for MiðbunuþvagMiðbunuþvag
    1. Spangarsvæði er þvegið mvolgu vatni fyrir sýnatöku. Vatni er sprautað með sturtuhaus eða strokið með hreinum klút.
    2. Konur; þvo vel milli skapabarma og strjúka alltaf framan frá og aftur.
    3. Karlar; þvo vel undir forhúð.
    4. Konur halda skapabörmum í sundur (sé þess kostur) en karlar halda forhúð uppi meðan þvag er losað (á líka við um börn ef hægt er). Með þessu móti næst gott miðbunuþvag.
    5. Fyrsta buna þvags er losuð í salerni/bekju/þvagflösku til að hreinsa þvagrásina.
    6. Miðbuna þvags er losuð í sýnatökuglas, varast er að snerta brúnir ílátsins eða innra borð þess. Viðeigandi magn sýnis, sjá þjónustuhandbók.
    7. Lokabuna er losuð í salerni/bekju/þvagflösku.
    8. Sýnaglasi er lokað vandlega, merkt "miðbunuþvag" og gengið frá því.
    9. Sýni er skilað eins fljótt og auðið er til viðkomandi rannsóknarstofu. Ef bið verður á sendingu, er sýni geymt í samræmi við leiðbeiningar fyrir viðkomandi rannsókn í þjónustuhandbók.
    Hide details for Inniliggjandi þvagleggurInniliggjandi þvagleggur
    1. Slangan er klemmd með klemmu um 30 mínútum áður en sýnið er tekið.
    2. Hendur hreinsaðar og farið í hreina hanska.
    3. Sýni er tekið með ástungu
      1. Á sýnatökustað á þvagslöngu sem liggur í þvagpoka, sjá mynd 1.
      2. Á þvaglegginn sjálfan í trektinni áður en rásin fyrir ballooninn og rásin sem þvagpoki tengist við sameinast í eina rás, ef sýnatökustaður er ekki á þvagslöngu, sjá mynd 2.
    4. Sýnatökustaður er sótthreinsaður með 70% spritti tvisvar sinnum og látið þorna á milli.
    5. Dauðhreinsuð nál er sett á þvagtökuglas eða sprautu.
    6. Stungið með 45° halla á þvaglegginn og dregið það þvagmagn sem er nauðsynlegt til rannsóknar, sjá þjónustuhandbók.
    7. Nálin og sprautan/sýnaglasið fjarlægð.
    8. Sýnaglasi lokað vandlega, merkt "Sótt með ástungu á inniliggjandi þvaglegg" og gengið frá því.
    9. Klemma er fjarlægð og kannað hvort leki sé á sýnatökustað.
      Aldrei má taka þvagsýni úr þvagpoka sem er tengdur við inniliggjandi þvaglegg, því niðurstöður þess sýnis eru ómarktækar.
    Hide details for Aftöppun þvags með þvagleggAftöppun þvags með þvaglegg
    Eingöngu framkvæmt af hjúkrunarfræðingi, ljósmóður eða lækni.
    1. Aftöppunarleggur er settur upp skv. vinnulýsingu.
    2. Saltvatni og bómullarhnoðrum er hellt úr álbakka ef þörf er á.
    3. Fyrsta þvag er látið renna í þvagtökubakka og síðan er viðeigandi magn sýnis (sjáþjónustuhandbók) látið renna í álbakka sem fylgir þvagtökusetti. Varast er að snerta brúnir ílátsins.
    4. Þvagblaðra ertin tæmast í þvagtökubakka og þvagleggur fjarlægður.
    5. Gengið er frá sýnum í viðeigandi sýnaglös merkt "Sótt með þvaglegg" og gengið frá því.
    Hide details for Þvagsýni úr bekju/þvagflöskuÞvagsýni úr bekju/þvagflösku
    Sýni af þessu tagi er óhæft til sýklaræktunar. Sýnið er einungis tekið fyrir aðrar rannsóknir ef einstaklingur getur ekki skilað miðbunuþvagi.
    1. Spangarsvæði er þvegið mvolgu vatni fyrir sýnatöku.
    2. Þvag er losað í hreina bekju/þvagflösku.
    3. Sýni er tekið beint úr bekju/þvagflösku. Best er að draga sýnið beint upp í dauðhreinsað sýnaglas.
    4. Sýnaglasi er lokað vandlega, merkt "Tekið úr bekju/þvagflösku" og gengið frá því.
    Hide details for Ástunga á þvagblöðruÁstunga á þvagblöðru
    Sýnatakan er ákveðin og framkvæmd af lækni. Aðferðinni er beitt við sýnatöku frá ungbörnum, eða þegar grunur er um sýkingu af völdum loftfælinna baktería.
    1. Hendur hreinsaðar og farið í hreina hanska.
    2. Húð er hreinsuð með klórhexidínspritti/joðspritti tvisvar sinnum og látið þorna á milli.
    3. Stungið er með dauðhreinsaðri nál og sprautu í gegnum kviðvegg rétt ofan við lífbeinið og inn í þvagblöðru og dregið upp þvagsýni.
    4. Eftir sýnatöku er fylgst með stungustað og settar léttar umbúðir yfir.
    5. Sýni er sprautað í sýnaglas, lokað vandlega, merkt "Blöðruástunga" og gengið frá því.
    Hide details for Pokaþvag frá ungum börnumPokaþvag frá ungum börnum
    1. Best er að gefa barninu vel að drekka skömmu áður en pokinn er settur á til að auka þvagmyndun.
    2. Svæðið kringum þvagrásina er þrifið með hreinum klút og volgu vatni og þerrað vel.
    3. Sérstakur sjálflímandi þvagpoki (sérhannaðir fyrir hvort kyn) er festur á húðina kringum þvagrásaropið.
    4. Vegna hættu á að þvagsýnið mengist með bakteríum af yfirborði líkamans er nauðsynlegt að skipta um poka á 30-60 mínútna fresti þar til þvag næst í pokann.
    5. Pokinn er fjarlægður þegar þvag er komið í hann og sýnið sett í sýnatökuglas.
    6. Sýnaglasi er lokað vandlega, merkt "Pokaþvag" og gengið frá því.
    Hide details for Gripið þvag frá ungum börnumGripið þvag frá ungum börnum
    1. Svæði kringum þvagrás er þrifið með hreinum klút og volgu vatni og þerrað vel.
    2. Þegar barnið sprænir út í loftið er bunan gripin í sýnatökuglas.
    3. Sýnaglasi er lokað vandlega, merkt "Gripið þvag" og gengið frá því. Þess er gætt að sýnaglas sé þurrt og hreint að utan. Ef mengun hefur átt sér stað við sýnatökuna er glasið sprittað tvisvar sinnum að utan og látið þorna á milli.


Frágangur
Fylgt er leiðbeiningum um örugga losun sýnatökuefna og áhalda
Fylgt er leiðbeiningum um útfyllingu beiðna, merkingu, frágang og sendingu sýna.
Farið er úr hönskum og hendur hreinsaðar.

Flutningur og geymsla sýna
Nánari upplýsingar um flutning, geymslu og rannsóknir á stroksýnum má sjá í þjónustuhandbók.

Atvik
Ef þvag hellist niður er það meðhöndlað sem sóttmengaður leki og ef það slettist á starfsmann er það meðhöndlað sem vessamengun og skráð í atvikaskrá.
Hide details for HeimildirHeimildir
  1. Barnaspítali. Þvagfærasýkingar - fræðsluefni.
  2. CLSI. GP16-A3 Urinalysis.
  3. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. Washington DC: American society for Microbiology.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Katrín Blöndal
Margrét Sjöfn Torp
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Hjördís Harðardóttir
Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Sara Björk Southon - sarabso

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Maríanna Garðarsdóttir

Útgefandi

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 02/24/2013 hefur verið lesið 2268 sinnum