../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-176
Útg.dags.: 03/31/2022
Útgáfa: 7.0
2.01.04.01 Beiðni um jáeindarannsókn
Prentvæn útgáfa fyrir vef á pdf formi
    • Boðið er upp á rannsóknir með FDG, PSMA og Flutemetamol. Þegar rannsóknir með nýjum merkiefnum verða í boði verður það kynnt sérstaklega.
    • Sjúklingar með krabbamein og eitil-/blóðmein eru í forgangi. Beiðni um rannsókn skal rædd á samráðsfundum krabbameina og blóðlækninga. Beiðnir vegna heilabilunar skulu fara í gegnum öldrunarlækna Landspítala.
    • Ábendingar fyrir jásjárrannsóknum eru samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum. (RCR, EANM, SNMMI, NCCN), sjá einnig lista röntgendeildar, ábending fyrir beiðni um Jáeindarannsókn.
    • Í beiðni þurfa að vera nægilegar upplýsingar sem sýna fram á læknisfræðilega nauðsyn rannsóknar, að lágmarki (vinnu-) greining og sértækar spurningar sem óskað er svara við. Vísa skal til samráðsfunda krabbameina og blóðlækninga og kliniskra leiðbeininga eftir því sem við á.
    • Mikilvægt er að geta um þekkta sjúkdóma s.s. bólgusjúkdóma, sykursýki og sýkinga. Geta skal lyfjagjafar við sykursýki ef við á og aðrar meðferðir sem sjúklingur hefur undirgengist svo sem lyfja og geislameðferð við krabbameini.
    • Merkja við þekkt ofnæmi, sérstaklega fyrir joð-skuggaefni þar sem yfirleitt er einnig gerð TS rannsókn með skuggaefni. Sömu reglur gilda um nýrnastarfsemi og við TS.
    • Gefa þarf upp þyngd sjúklings á beiðni.
    • Pöntun rannsóknar.

Ritstjórn

Alda Steingrímsdóttir
Pétur Hannesson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Pétur Hannesson

Útgefandi

Alda Steingrímsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 08/23/2018 hefur verið lesið 768 sinnum