../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rónæm-039
Útg.dags.: 08/29/2022
Útgáfa: 4.0
2.02.05 Mat á sjúklingum með tíðar eða afbrigðilegar sýkingar

Mótefni (immunoglobulin, Ig) eru til af 5 meginflokkum, IgM, IgA, IgG, IgD og IgE. Hver mótefnasameind er samsett úr 4 polypeptíðkeðjum, 2 þungum og 2 léttum keðjum. Það eru til tveir undirflokkar af IgA (IgA1 og IgA2) og 4 undirflokkar af IgG (IgG1–IgG4). Það er gerð þungu keðjanna sem ræður mótefnaflokknum og virkni sameindanna, t.d. hvort mótefnin ræsa komplimentkerfið og hvort þau fara yfir fylgju frá móður til fósturs.

Mælingar á magni mótefna í blóði hafa einkum þýðingu hjá sjúklingum sem verið er að rannsaka vegna ónæmisgalla og tíðra sýkinga, en einnig hjá sjúklingum með ofnæmi. Mælingar á heildarmagni IgG (og IgG undirflokkum), IgM og IgA geta verið gagnlegar við mat á einstaklingum með tíðar sýkingar. IgE mótefni eru hins vegar mæld hjá einstaklingum sem grunaðir eru um ofnæmissjúkdóma. Almennt má segja að mælingar á IgD hafi lítið gildi nema hjá sjúklingum sem grunaðir eru um “hyper–IgD syndrome” eða sjúklingum með IgD framleiðandi myeloma.

Við mat á sjúklingum með tíðar sýkingar getur einnig verið gagnlegt að kanna magn sértækra mótefna, t.d. gegn pneumókokkum eða tetanus toxoid.

    Hide details for  IgM IgM

    Heiti rannsóknar: Immunoglobulin M (IgM)
    Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

    Ábending: IgM er myndað úr 5 grunneiningum (pentamer, t1/2 = 5 dagar) og vegna stærðar sinnar finnst það nær eingöngu innanæða. Um 10% af heildarmótefnum í sermi er af IgM flokki.

    Við áreiti mótefnavaka mynda B–eitilfrumur venjulega fyrst mótefni af IgM gerð en þegar frá líður fara þeir að mynda mótefni af IgG og IgA gerð (class switching). IgM er virkara en IgG við ræsingu komplimentkerfisins (eftir klassíska ferlinum). Stafar þetta meðal annars af því að C1q getur bundist nokkrum Fc hlutum á sömu IgM pentamer sameind og þannig ræst komplimentkerfið fyrir tilstuðlan einnar sameindar.

    Í sumum sjúkdómum svo sem SLE og RA er IgM til staðar í eingildu (monomeric) formi í fremur háum styrk. IgM í eingildu formi hefur mun lægri bindistyrk (avidity) gagnvart mótefnavaka en fimmgilda formið og er því ekki eins virkt við ræsingu komplimentkerfisins.

    Hækkun: Eingöngu IgM hækkun (lítil eða engin hækkun á IgA og IgG) er mest við sjúkdóma (Waldenström macroglobulinemiu) sem valda mónóklónal aukningu (M komponent, paraprótein) á IgM. Sést einnig við malaríu (í byrjun sjúkdóms) og primer biliary skorpulifur við mycoplasmasýkingar. Minni hækkun við ýmsa veirusjúkdóma. Hækkað IgM samfara hækkuðu IgA og IgG kemur við margar sýkingar (bakteríu, veiru og sníkla) en ef IgM er hækkað samfara lágu eða engu IgA og IgG getur það bent til vandamála í immunoglobulín flokkaskiptingu (class switching).
    Lækkun: Lækkun primert við hypogammaglobulinemiu og einnig við aðra sjúkdóma, t. d. við króniska lymphatiska leukemiu og multiple myeloma þar sem parapróteinið er ekki IgM. Við sérhæfðan IgM skort (selective IgM deficiency) eru aðrir flokkar mótefna yfirleitt innan eðlilegra marka. Einstaklingar með slíkan skort eru gjarnir á að fá sjálfsofnæmissjúkdóma og slæmar sýkingar af völdum fjölsykruhjúpaðra (encapsulated) baktería svo sem pneumókokka og Hemophilus influenzae. Einnig eru þessir einstaklingar gjarnir á að fá niðurgang og þrálátar öndunarfærasýkingar.

    Aðferð: Rate Nephelometry.

    Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

    Viðmiðunargildi:

        Aldursstöðluð viðmiðunargildi:

          Börn:
            1/2 - 2 mán: 0,18 - 1,79 g/l
            3 - 6 mán: 0,18 - 1,79 g/l
            7 - 11 mán: 0,45 - 2,52 g/l
            1 - 2 ára: 0,32 - 2,24 g/l
            2 - 3 ára: 0,37 - 2,41 g/l
            3 - 4 ára: 0,42 - 2,58 g/l
            5 - 6 ára: 0,60 - 2,52 g/l
            7 - 9 ára: 0,60 - 2,52 g/l
            10 - 16 ára: 0,55 - 3,15 g/l

          Fullorðnir: 0,31 - 3,85 g/l
      Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.
      Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

      Sýni - Serum (0,5 ml)
      Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

      Sýnið er skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
      Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

      Sending og geymsla:

      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

      Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


    Hide details for  IgA IgA

    Heiti rannsóknar: Immunoglobulin A (IgA)
    Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

    Ábending: IgA er um 15% af mótefnum í sermi (85% monomer og 15% dimer ). Til eru tveir undirflokkar af IgA (IgA1 og IgA2). IgA mótefni taka þátt í ytri vörnum slímhúða og er ráðandi mótefni í líkamsvessum (munnvatni, tárum, svita, nefslími, þarmavökva og móðurmjólk). Secretory IgA (sIgA er dimer) hefur talsvert þol gegn virkni proteolytiskra ensíma. Verkunarmáti sIgA felst aðallega í því að hindra bakteríur í að bindast við slímhúðarfrumur sem og að hlutleysa (neutralisera) veirur. IgA hefur ekki hæfileika til að virkja klassíska hluta komplimentkerfisins en getur aftur á móti virkjað MBL og styttri ferilinn og átt þannig þátt í að halda ýmsum sýklum í skefjum.

    Hækkun: Sérstök IgA hækkun (með enga eða litla aukningu á IgG og IgM) sést við colitis ulcerosa og Crohns sjúkdóm. Mesta hækkun sést við myeloma með mónóklónal aukningu á IgA (paraprótein, M-komponent). Við flestar sýkingar hækkar IgA og einnig IgG og IgM. Hækkun á IgA sést líka í Hyper IgD sjúkdómi.

    Lækkun: Sértækur IgA skortur (selective IgA deficiency) greinist þegar IgA magn í sermi er lægra en 0,05 g/l, en magn annarra immunoglobulina er innan eðlilegra marka eða hækkað. Algengi sérhæfðs IgA skorts er um það bil 1:700 (nokkru algengara er að atopiskir einstaklingar hafi IgA skort eða um 1:300). Flestir einstaklingar með sérhæfðan IgA skort eru einkennalitlir eða einkennalausir, en hluti þeirra (sérlega ef IgG2 og IgG4 skortur er samfara) hafa aukna tíðni sýkinga í efri loftvegum og miðeyrum. Einnig hafa 30–40% einstaklinga með sérhæfðan IgA skort mótefni gegn IgA (anti-IgA). Ef þessum einstaklingum er gefið blóð, sermi eða gammaglobulin geta þeir átt það á hættu að fá kröftuga ofnæmissvörun gegn IgA. Marktæk fylgni (1:100–1:200) hefur fundist milli sérhæfðs IgA skorts og eftirfarandi sjúkdóma: RA, SLE og coeliac disease. Einnig hefur verið bent á fylgni milli sérhæfðs IgA skorts og flöguþekjukrabbameins í lungum og vélinda. Um 40% sjúklinga með ataxia telangiectasia hafa sérhæfðan IgA skort.

    Aðferð: Rate Nephelometry.

    Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

    Viðmiðunargildi:

        Aldursstöðluð viðmiðunargildi:

          Börn:
            1/2 - 2 mán: 0,03 - 0,58 g/l
            3 - 6 mán: 0,04 - 0,78 g/l
            7 - 11 mán: 0,13 - 0,83 g/l
            1 - 2 ára: 0,10 - 0,79 g/l
            2 - 3 ára: 0,20 - 1,44 g/l
            3 - 4 ára: 0,30 - 2,08 g/l
            5 - 6 ára: 0,32 - 1,76 g/l
            7 - 9 ára: 0,29 - 2,24 g/l
            10 - 16 ára: 0,58 - 2,56 g/l

            IgA þéttni fer hækkandi fram til 12 ára aldurs. 


          Fullorðnir: 0,78 - 4,96 g/l
      Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.
      Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

      Sýni - Serum (0,5 ml)
      Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

      Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
      Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

      Sending og geymsla:

      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

      Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-25°C) og senda síðar.

        Hide details for  IgG IgG

        Heiti rannsóknar: Immunoglobulin G (IgG)
        Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending: Um 75% mótefna í sermi eru af IgG flokki. IgG mótefni dreifast jafnt um innan æða og utanfrumuvökva. Helmingunartími IgG er nálægt þremur vikum (nokkru styttri fyrir IgG3). Við fyrstu útsetningu (primary response) fyrir mótefnavaka (antigeni) myndast fremur lítið magn af IgG. Aftur á móti er IgG meginuppistaðan í þeim mótefnum sem myndast við seinni útsetningar (secondary response) fyrir sama mótefnavaka.

        Hlutverk IgG er meðal annars áthúðun (opsonization), hlutleysing (neutralization) á toxinum og veirum, hemja viðloðun sýkla við frumuyfirborð og taka þátt í frumubundnu drápi gegn veirusýktum frumum. Einnig getur IgG bundist yfirborðsviðtökum á T– og B eitilfrumum og þannig haft áhrif á stjórnun mótefnamyndunar.

        IgG getur ræst klassíska feril komplimentkerfisins og hefur einnig sérstakan hæfileika til að bindast við prótein A á Staphylococcus aureus og prótein G á streptokokkum (grúppu G) og þannig auðveldað líkamanum að ráða niðurlögum þessara sýkla.

        Hækkun. Aukning á IgG samfara aukningu á IgA og IgM kemur við flestar sýkingar (bakteríu, veiru, sníkla). Sérstök IgG hækkun (engin hækkun á IgA og IgM) er mest við sjúkdóma, sem gefa mónóklónal aukningu (paraprótein, M- komponent) af gerðinni IgG . Minni aukning sést við vissa sjálfsónæmissjúkdóma og langvinna lifrarbólgu. IgG er einnig algengasta myeloma próteinið. IgG er eina mótefnið sem fer yfir fylgju frá móður til barns. Nær öll ungabörn fara í gegnum tímabundna hypogammaglobulinemiu við 5–6 mánaða aldur, en sum börn hafa lágt IgG fram yfir 2ja ára aldur.
        Lækkun: Primert við hypogammaglobulinemiu. Einnig lækkun við aðra sjúkdóma, t. d. meinvörp í beinum og við multiple myeloma, þar sem parapróteinið er ekki af IgG-gerð. Einnig stundum við prótein tap í nýrum og görnum og Cushings sjúkdóm.

        Mælingar á heildarmagni IgG (og IgG undirflokkum) mótefna í blóði hafa einkum þýðingu hjá sjúklingum sem verið er að rannsaka vegna ónæmisgalla og tíðra sýkinga.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir: Mælingar á IgG undirflokkum (IgG1-4)

        Aðferð: Rate Nephelometry.

        Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.


          Viðmiðunargildi:

            Aldursstöðluð viðmiðunargildi:

              Börn:
                1/2 - 2 mán: 3,04 - 9,00 g/l
                3 - 6 mán: 1,44 - 9,28 g/l
                7 - 11 mán: 4,16 - 10,7 g/l
                1 - 2 ára: 3,60 - 11,9 g/l
                2 - 3 ára: 4,20 - 12,2 g/l
                3 - 4 ára: 4,80 - 12,4 g/l
                5 - 6 ára: 4,60 - 13,12 g/l
                7 - 9 ára: 6,40 - 15,2 g/l
                10 - 16 ára: 6,40 - 15,2 g/l

              Fullorðnir: 7,0–17,0 g/l
          Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.
          Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

          Sýni - Serum (0,5 ml)
          Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

          Sýnið er skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
          Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

          Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
          Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

          Sending og geymsla:

          Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

          Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


          Hide details for  IgG undirflokkar (IgG1-4) IgG undirflokkar (IgG1-4)

          Heiti rannsóknar: Immunoglobulin G undirflokkar (IgG1–IgG4) 
          Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

          Ábending:
          IgG greinist í 4 undirflokka eftir breytileika í þungu keðjunum og dísúlfíðbindingum milli keðjanna. Magn undirflokka er mismikið í sermi: IgG1 (60–70%), IgG2 (14–20%), IgG3 (4–8%) og IgG4 (2–6%).
          Hæfileiki IgG undirflokka til að ræsa komplimentkerfið er mismunandi (IgG3 > IgG1 > IgG2 > IgG4 ). IgG4 undirflokkur getur til að mynda ekki ræst klassíska feril komplimentkerfisins eins og hinir undirflokkarnir en er aftur á móti talinn geta ræst styttri ferilinn (Alternative Pathway).
          IgG2 mótefni myndast gegn fjölsykrungum og eru talin mikilvæg fyrir varnir gegn fjölsykruhjúpuðum (encapsulated) bakteríum svo sem Streptococcus pneumoniae, Hemophilus influenzae og Neizzeria meningitidis.
          Hlutverk IgG4 er einnig talið tengjast ofnæmi, þar sem það hefur hæfileika til að bindast mastfrumum í húð líkt og IgE mótefni. Sértækt IgG4 gegn ofnæmisvaka er talið endurspegla þol og hækkar t.d. við afnæmingu sem hækkar hlutfallið IgG4/IgE.
          Einstaklingur með sértækan skort á einhverjum undirflokki IgG getur haft heildarmagn IgG innan eðlilegra marka og er magn IgA og IgM þá venjulega eðlilegt eða hækkað. Slíkir einstaklingar geta átt við að stríða þrálátar bakteríusýkingar í öndunarfærum (pneumókokkus, Hemophilus influenzae, Staphylococcus aureus).

          Aðferð: Radial immunodiffusion (RID).

          Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.


            Viðmiðunargildi:

              Viðmiðunargildin eru aldursstöðluð því t.d. er getan til að mynda IgG2 að þroskast fram til 10 ára aldurs. 
              Mælist magn IgG4 <0,03 g/l þarf það ekki endilega að merkja að sjúklingurinn hafi IgG4 skort, heldur getur það þýtt að magn IgG4 sé einungis undir þeim mörkum sem prófið hefur getu til að mæla.

                Aldursstöðluð viðmiðunargildi:
                IgG1 g/l
                IgG2 g/l
                IgG3 g/l
                IgG4 g/l
                Börn:
                < 2 ára:
                3,49 - 10,68
                0,33 - 2,26
                0,10 - 0,66
                0,01 - 1,03
                3 - 5 ára:
                3,84 - 12,78
                0,35 - 3,48
                0,11 - 0,74
                0,01 - 3,05
                7 - 9 ára:
                5,16 - 14,51
                0,63 - 3,57
                0,13 - 0,96
                0,05 - 1,83
                Fullorðnir:
                3,48 - 12,14
                1,18 - 6,62
                0,13 - 1,58
                0,03 - 2,54
            Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í mánuði.
            Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

            Sýni - Serum (0,5 ml)
            Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

            Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
            Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

            Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
            Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

            Sending og geymsla:

            Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

            Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.

          Hide details for  IgE IgE

          Heiti rannsóknar:
          Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

          Ábending:
          IgE finnst venjulega í litlum styrk í sermi (< 0,001% af heildarmagni immunoglobulina) en eykst þó við typu I ofnæmi (atopiska sjúkdóma, þ.e. frjókornaofnæmi, asthma, atopic exem og urticaria) og sýkingar af völdum sníkla (parasíta). IgE getur einnig hækkað í hyper-IgE syndrome, við IgE myeloma, acute graft versus host reaction, mononucleosis, sarcoidosis, coccidioidomycosis, HIV sýkingar, pulmonary hemosiderosis og RA. Sjúklingar með hyper–IgE syndrome fá gjarnan exem og síendurteknar bakteríusýkingar í formi abcessa (í húð, lungu, eyru, ennisholur og augu). Eosinophilia er áberandi hjá þessum sjúklingum og IgE magn í sermi fer oft yfir 5000 kU/l. IgE fer ekki yfir fylgju og ræsir ekki komplimentkerfið. Tími sýnatöku, miðað við einkenni, skiptir miklu máli fyrir túlkun á niðurstöðu (T1/2 = 2 dagar).

          Aðferð: Flúrskinsmæling (FEIA) gerð á ImmunoCAP 250 tæki frá Phadia/Thermo Fisher.

          Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.


            Viðmiðunargildi:

              Aldursstöðluð viðmiðunargildi:

                Börn:
                  25 vikna <7 kU/l
                  38 vikna <13 kU/l
                  52 vikna <17 kU/l
                  2 ára <23 kU/l
                  3 ára <40 kU/l
                  4 ára <56 kU/l
                  5 ára <70 kU/l
                  6 ára <84 kU/l
                  7 ára <98 kU/l
                  8 ára <110 kU/l
                  9 ára <124 kU/l
                  10 ára <136 kU/l

                Fullorðnir <148 kU/l
            Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.
            Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

            Sýni - Serum (0,5 ml)
            Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

            Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
            Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

            Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
            Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

            Sending og geymsla:

            Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

            Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.

          Hide details for Sértækt mótefnasvar - PneumokokkarSértækt mótefnasvar - Pneumokokkar

          Heiti rannsóknar: Pneumókokka mótefni
          Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

          Ábending:

          Mælir eiginleika einstaklinga til að mynda mótefni gegn fjölsykrum (pneumókokkus, hjúpgerðir 4, 6B, 7F, 8, 12F og 19F). Prófið er einkum notað til að meta hæfni vessabundna ónæmiskerfisins hjá einstaklingum með þrálátar sýkingar.

          Mæld eru sértæk mótefni gegn fjölsykrum sex hjúpgerða:


            hjúpgerð 4 - mikið ónæmisvekjandi en frekar sjaldgæf hér á landi,
            hjúpgerð 6B - lítið ónæmisvekjandi en algeng í sýkingum,
            hjúpgerð 7F - þokkalegur ónæmisvaki og algengur meinvaldur
            hjúpgerð 8 - mikið ónæmisvekjandi en ræktast sjaldan hér á landi (er ekki í bóluefnunum Synoflorix eða Prevenar)
            hjúpgerð 12F - lítið ónæmisvekjandi en er frekar sjaldgæf hér á landi (er ekki í bóluefnunum Synoflorix eða Prevenar).
            hjúpgerð 19F - þokkalegur ónæmisvaki og algengur meinvaldur.

          Til að fá sem besta mynd af getu sjúklings til að mynda mótefni gegn fjölsykrum er nauðsynlegt að mæla mótefni fyrir og 4 vikum eftir bólusetningu með fjölsykrubóluefni.

          Mögulegar viðbótarrannsóknir: Ekki eru gerðar viðbótarrannsóknir en sérfræðingar deildarinnar geta veitt ráðleggingar varðandi frekari rannsóknir.

          Aðferð: ELISA (Enzyme Linked Immunosorbent Assay).

          Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.


            Viðmiðunargildi:

              Ekki eru til viðmiðunargildi fyrir magn mótefna gegn pneumókokkum fyrir bólusetningu. Í eftirfarandii töflu er á einfaldan máta tekin saman hugsanleg útkoma mótefnamælinga fyrir og eftir bólusetningu. Taflan sýnir mögulegar niðurstöður og túlkun fyrir mælingar á hjúpgerðum 4, 6B, 8 og 12F. Svör við hjúpgerðum 7F og 19F túlkast svipuð og svar við hjúpgerð 4, þó eru meiri líkur á fyrri útsetningu fyrir þeim síðarnefndu hér á landi.

              Hjúpgerð 4
              Hjúpgerð 6B
              Hjúpgerð 8
              Hjúpgerð 12F
              Túlkun
              IgG
              IgG
              IgG
              IgG
              Fyrir
              Eftir
              Fyrir
              Eftir
              Fyrir
              Eftir
              Fyrir
              Eftir
              Lítið magn
              Lítið magn
              Lítið magn
              Lítið magn
              Lítið magn
              Lítið magn
              Lítið magn
              Lítið magn
              Myndar ekki fjölsykrumótefni,
              Engin vörn gegn bakteríum sem hafa fjölsykruhjúp
              Lítið magn
              Hækkar
              > x2
              (
              > 1 µg/ml)
              Lítið magn
              Lítið magn
              Lítið magn
              Hækkar
              > x2
              (
              > 1 µg/ml)
              Lítið magn
              Lítið magn
              Seinn þroski ónæmiskerfis,
              veikluð vörn
              Lítið
              Hækkar
              > x 2
              (> 1 µg/ml)
              Lítið
              Hækkar
              > x 2
              (> 1 µg/ml)
              Lítið
              Hækkar
              > x 2
              (> 1 µg/ml)
              Lítið
              Hækkar
              > x 2
              (> 1 µg/ml)
              Eðlilegt, þroskað ónæmissvar
              gegn fjölsykrum
              Hækkað
              (>1 µg/ml)
              Hærra / óbreytt
              Hækkað
              ( > 1 µg/ml)
              Hærra / óbreytt
              Hækkað
              ( > 1 µg/ml)
              Hærra / óbreytt
              Hækkað
              ( > 1 µg/ml)
              Hærra / óbreytt
              Fyrri útsetning, eðlilegt
              ónæmissvar gegn fjölsykrum
              Svartími: Mælingar eru gerðar að jafnaði 2 sinnum í mánuði
              Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

              Sýni - Serum (0,5 ml)
              Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

              Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
              Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

              Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
              Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

              Sending og geymsla:

              Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

              Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


            Hide details for Sértækt mótefnasvar - Tetanus toxoidSértækt mótefnasvar - Tetanus toxoid

            Heiti rannsóknar: Tetanus toxoid mótefni
            Pöntun: Beiðni um ónæmis- og ofnæmispróf a Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

            Ábending:
            Mælir eiginleika einstaklinga til að mynda mótefni gegn próteinum (tetanus toxoid (TT). Prófið er einkum notað til að meta hæfni vessabundna ónæmiskerfisins hjá einstaklingum með þrálátar sýkingar.
            Ef gildi er lágt er nauðsynlegt að bólusetja með tetanus toxoid bóluefni og endurtaka mælingu eftir 4 vikur.

            Mögulegar viðbótarrannsóknir: Ekki eru gerðar viðbótarrannsóknir en sérfræðingar deildarinnar geta veitt ráðleggingar varðandi frekari rannsóknir.

            Aðferð: ELISA (Enzyme Linked Immunosorbent Assay).

            Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

            Viðmiðunargildi: Ekki eru gefin viðmiðurnargildi fyrir magn mótefnanna
            Svörun metin eftir aldri og ónæmisaðgerðum. Nauðsynlegt lágmarksmagn til að veita vörn er 0,01 IU/ml en langtíma vörn fæst með 0,1 IU/ml.

            Svartími: Mælingar eru gerðar að jafnaði 2 sinnum í mánuði.

            Ritstjórn

            Helga Bjarnadóttir
            Anna Guðrún Viðarsdóttir
            Björn R Lúðvíksson

            Samþykkjendur

            Ábyrgðarmaður

            Helga Bjarnadóttir

            Útgefandi

            Helga Bjarnadóttir

            Upp »


            Skjal fyrst lesið þann 10/07/2013 hefur verið lesið 4880 sinnum