../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-225
Útg.dags.: 09/28/2022
Útgáfa: 3.0
3.04.01.03 Byltuhætta - pöntun á byltuvarnarbúnaði
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa byltuvarnarbúnaði sem hægt er að panta í vefverslun Orra.
    Hide details for Byltuvarnarbúnaður
Byltuvarnarbúnaður

    Ef sjúklingur er í byltuhættu setur hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði viðeigandi byltuvarnabúnað hjá sjúklingi. Hvaða búnaður hentar hverjum sjúklingi er metið af viðkomandi starfsmanni.
      Hide details for ByltuvarnarsokkarByltuvarnarsokkar
      Appelsínugulir byltuvarnasokkar eru með stömu undirlagi, þeir koma 25 pör í pakka í tveimur stærðum. Hægt er að panta þá í vefverslun Orra. Sjá vörunúmer í töflu:



      Svörtu sokkarnir eru með stömu undirlagi, koma í ýmsum stærðum og eru víðari um ökkla. Þeir eru töluvert dýrari en appelsínugulu sokkarnir.
      Hægt er að panta þá í vefverslun Orra. Sjá vörunúmer í töflu:


      Hide details for ByltuvarnarspjöldByltuvarnarspjöld
      Hægt er að panta eftirfarandi viðvörunarspjöld vegna byltuhættu í vefverslun Orra. Þau eru notuð til að vekja athygli á byltuhættu inniliggjandi sjúklinga.
      Byltur - Veggspjald (stærð A3) - Allt fyrir öryggið:
      Vörunúmer er 1158481.


      Veggspjald (stærð A5) - Betra er að bjalla en falla - áminningarspjald fyrir sjúklinga:
      Vörunúmer er 1158482.


      Lítið áminningarspjald (stærð A7) t.d. til að hengja á rúm og hjálpartæki sjúklinga í byltuhættu.
      Vörunúmer er 1157953


      Hide details for Rápmottur/byltumotturRápmottur/byltumottur
      Rápmotta er ljós á litinn og 61x91 cm að stærð. Motta er sett á gólf við rúm sjúklings og þegar stigið er á hana hringir bjalla sjúklings.
      Hægt er að panta rápmottur í vefverslun Orra. Vörunúmer er 1182212 - Motta, ráp, 61x91 cm, Max+.
      Hide details for ÖryggisinnlitÖryggisinnlit
      Öryggisinnlit er reglubundið innlit til sjúklinga þar sem farið er yfir fyrirfram skilgreind atriði til auka öryggi sjúklinga og draga úr hættu á atvikum eins og byltum.

      Hægt er að panta vasaspjaldið í vefverslun Orra. Vörunúmer er 1176324.

      Hægt er að panta gátlistann í vefverslun Orra. Vörunúmer er 1176325
      Hide details for Dos óráðs spjöldDos óráðs spjöld
      Óráð er einn af áhættuþáttum byltna og því mikilvægt að skima fyrir óráði.

      Hægt er að panta vasaspjald um Dos skimun fyrir óráði í vefverslun Orra.
      Vörunúmer er 1148129.




      Stöðvum óráð vasaspjald. Hægt að panta í vefverslun Orra. Vörunúmer er 1166668.







    Fara í stefnuskjal: Byltuhætta og byltuvarnir



    Ritstjórn

    Eygló Ingadóttir - eygloing
    Heiða Björk Gunnlaugsdóttir
    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Sigríður Gunnarsdóttir - sigridgu

    Útgefandi

    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 08/31/2017 hefur verið lesið 350 sinnum