../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-4237
Útg.dags.: 06/19/2023
Útgáfa: 1.0
1.06 Sjúkraskrá - biðlistar og tilvísanir (B&T)
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa:
    • Móttöku tilvísana til Landspítala og beiðna á milli starfseininga/sérgreina.
    • Afgreiðslu tilvísana og svarsendingum til tilvísandi aðila og sjúklings.

    Biðlistar og tilvísanir (B&T) er kerfi innan Heilsugáttar sem gefur yfirsýn yfir tilvísanir og rafræna afgreiðslu þeirra með gegnsæjum hætti fyrir beiðanda og sjúkling. Við móttöku tilvísunar er beiðanda svarað og sjúklingur upplýstur um stöðu tilvísunar með skilaboðum í Heilsuveru.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Tilvísun búin til
    Tilvísun er gerð í Sögu eða Heilsugátt.
    1. Í Sögu utan Landspítala er eyðublaðið „Tilvísun milli stofnana" fyllt út og sent á viðeigandi sérgrein.
    2. Í Sögu innan Landspítala er eyðublaðið „Beiðni um meðferð/rannsókn" fyllt út og viðtakandi valinn úr fellilista.
    3. Í Heilsugátt eru tilvísanir undir fellilistanum Tilvísanir". Fjöldi tegunda tilvísana sem birtast er mismunandi eftir notanda. Þegar tilvísun er gerð eftir þessari leið verður einnig til eyðublaðið „Beiðni um meðferð/rannsókn" í Sögu.

    Tilvísun berst
    Innsend tilvísun birtist í B&T borði í Heilsugátt. Hver deild eða þjónustueining:
    • Skilgreinir hver vaktar og afgreiðir tilvísanir úr B&T. Tryggja þarf samfellu í svörun ef svörunaraðilinn fer í frí eða forfallast.
    • Skilgreinir tímamörk svara og hversu oft farið er yfir mótteknar tilvísanir (t.d. einu sinni á virkum degi, einu sinni í viku o.s.frv.).
    Sá sem flokkar þarf að hafa umboð til að afgreiða tilvísun, senda annað eða vísa henni frá.

    Tilvísun afgreidd
    Skilgreindur aðili innan einingar eða sérgreinar samþykkir, vísar frá eða áframsendir tilvísun. Smellt er á „Afgreiða" í aðalvalmynd B&T borðs (sjá nánar á bls. 6 í viðhengi 1).

    Hakað er við að senda skilaboð til sendanda, sjúklings og/eða ritara. Undir stillingum er búinn til texti sem birtist sjálfkrafa til að svör við samþykktum, frávísunum eða áframsendingu tilvísana séu eins stöðluð og hægt er. Einnig er hægt að nota flýtitexta í sama tilgangi.
    1. Senda annað: Ef tilvísun hefur ekki verið send á réttan stað eða á við aðra sérgrein er hún áframsend á rétta sérgrein.
    2. Afgreiða: Ef tilvísun er samþykkt er sjúklingur færður í úrvinnsluhóp (sjá neðar) eða skilaboð send á ritararás í Heilsugátt. Ritari gefur tíma.
      1. Móttekin: Tilvísun er móttekin en ekki er búið að taka afstöðu til hennar.
      2. Samþykkt: Tilvísun er samþykkt og send til úrvinnslu.
      3. Svarað með ráðgjöf: Ef verið er að biðja um ráðgjöf en ekki tilvísun má svara með ráðgjöf. Fyllt er út í skilaboð til sendanda. Á aðeins við um beiðni um ráðgjöf utan Landspítala, innan Landspítala gildir verklag um ráðgjöf sérfræðinga.
      4. Frávísun: Ef metið er að sjúklingur þurfi ekki á sérhæfðri þjónustu teymis eða sérfræðings að halda er tilvísun vísað frá með skýringu.


    Tilvísun samþykkt eða móttekin - tengdur úrvinnsluhópur
    Þegar tilvísun hefur verið samþykkt eða móttekin og ýtt á „Afgreiða" er:
    • Valinn úrvinnsluhópur. Stundum þarf líka að velja teymi, forgang eða aðrar breytur sem skilgreindar hafa verið af viðkomandi deild.
    • Ýtt er á „Vista".




Ritstjórn

Adeline Tracz - adeline
Ásthildur Guðjohnsen
Anna María Þórðardóttir
Hildur Guðrún Elíasdóttir - hildurge
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Marta Serwatko - martas

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 06/19/2023 hefur verið lesið 163 sinnum