../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3344
Útg.dags.: 08/16/2021
Útgáfa: 3.0
16.01 COVID-19 - símaeftirlit eftir bið- eða lyfjameðferð við fósturláti (< 12 vikur)
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa símaviðtali vegna eftirlits og meðferðar við fósturláti. Verklagið gildir frá 18. mars 2020 og meðan COVID-19 faraldur er á Íslandi
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Deildarlæknir eða (eftir þörfum sérfræðilæknir) á 21AM hringir í skjólstæðing 14 dögum eftir upphaf bið- eða lyfjameðferðar við fósturláti.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Sjúklingur er bókaður í símaeftirlit vegna:
    • Biðmeðferðar vegna fósturláts
    • Lyfjameðferðar vegna fósturláts

    Ef sjúklingur talar ekki íslensku eða ensku er bókuð endurkoma á 21AM. Ef sjúklingur á þegar bókaðan tíma í eftirlit er mælt með að hringja að morgni dags og sjá hvort hægt sé að afgreiða eftirlit í gegnum síma

    Hjúkrunarfræðingur eða læknir:
    • Bókar símtal á Bráðamóttökulista læknis 21AM í Sögu þann dag sem eftirlit á að fara fram.
    • Bókað sem símtal, sjá vinnulýsingu: COVID-19 afbókun komu eða bókun breytt meðferðarsímtal eða fjarmeðferð. Bóka má þrjú símtöl í hvert slott en þá má ekki bóka sjúkling á sama tíma.
    • Útskýrir fyrir sjúklingi af hverju eftirlit er öðruvísi en skráð er í sjúklingafræðslu.

    Læknir 21AM:
    Hringir í sjúkling á dagvinnutíma og merkir símtal sem afgreitt í Sögu.
    Spurt er um:
    • Blæðingu:
      • Hefur blætt?
      • Hefur blæðing verið ríkulegri en venjulegar tíðablæðingar?
      • Hefur blætt með klumpum?
      • Hefur blætt í að minnsta kosti tvo daga (miðgildi er 9 dagar)?
      • Er blæðing að minnka?

    Mat á þörf á skoðun
    1. Ef öllum spurningum er svarað játandi þarf sjúklingur ekki að koma í skoðun en tekur þungunarpróf 7 dögum eftir símtal:
      1. Ef þungunarpróf er neikvætt þarf ekki frekara eftirlit.
      2. Ef þungunarpróf er jákvætt hefur sjúklingur samband við ritara 21AM næsta virka dag í síma 543 3224 og fær tíma í skoðun.
    2. Ef einhverri spurningu er svarað neitandi er sjúklingur bókaður í skoðun á 21AM

    Skráning
    Læknir skráir símtal í sjúkraskrá undir göngudeildarlotu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Reynolds A, Ayres-de-Campos D, Costa MA, Montenegro N. How should success be defined when attempting medical resolution of first-trimester missed abortion? Eur J Obstet Gynecol Reprod Biol 2005 Jan 10; 118(1):71-76.
    2. Reeves MF, Fox MC, Lohr PA, Creinin MD. Endometrial thickness following medical abortion is not predictive of subsequent surgical intervention. Ultrasound Obstet Gynecol 2009 Jul; 34(1):104-109.
    3. Reeves MF, Lohr PA, Harwood BJ, Creinin MD. Ultrasonographic endometrial thickness after medical and surgical management of early pregnancy failure. Obstet Gynecol 2008 Jan; 111(1):106-112.
    4. Ectopic pregnancy and miscarriage: diagnosis and initial management NICE guideline. Apríl 2019. Sótt á vef 29.3.2020: https://www.nice.org.uk/guidance/ng126/chapter/Recommendations#management-of-miscarriage.

Ritstjórn

Dögg Hauksdóttir - dogghauk
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Hrund Magnúsdóttir
Kristín Jónsdóttir - kjonsd

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/31/2020 hefur verið lesið 677 sinnum