../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-868
Útg.dags.: 09/18/2018
Útgáfa: 1.0
2.01.07.03.01 Ráðgjöf sérfræðinga - beiðni og svar í sjúkraskrá
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu og svörun beiðnar um ráðgjöf sérfræðinga í sjúkraskrá.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Heilbrigðisstarfsmaður sem óskar eftir ráðgjöf og sérfræðingur eða annar heilbrigðisstarfsmaður í umboði hans sem veitir ráðgjöf.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Beiðni um ráðgjöf
    1. Sjúklingur og núverandi samskipti (lega) er valin í sjúkraskrá.
    2. Eyðublaðið "Beiðni um ráðgf" er stofnað í Sögu eða í Heilsugátt. Skráð er:
      1. Ástæða beiðni og spurningar sem óskast svarað
      2. Bráðleiki ráðgjafar, í reitinn "Ráðgjöf óskast":
        1. Tafarlaus ráðgjöf er veitt innan tveggja klukkustunda: Gildir um bráðveika sjúklinga og þegar flýta þarf ákvörðun um innlögn, meðferð eða útskrift sjúklings.
        2. Áríðandi ráðgjöf er veitt samdægurs: Gildir um flest tilvik.
        3. Ráðgjöf veitt síðar samkvæmt samkomulagi: Gildir um tilvik þar sem ekki er þörf á ráðgjöf samdægurs.
        4. Símaráðgjöf
      3. Deild sem óskað er ráðgjafar frá
      4. Viðtakandi beiðni
        • Ef veita á ráðgjöf síðar skv. samkomulagi er hægt að hafa reitinn auðan og senda beiðnina aðeins á sérgrein. Dæmi um slíkar beiðnir er t.d. beiðni um áfallahjálp og ísetningu lyfjabrunns.
      5. Sjúkrasaga og rannsóknir.
        • Ef um símaráðgjöf er að ræða eru niðurstöður ráðgjafar skráðar í þennan kafla. Til hagræðis og skipulagðrar framsetningar upplýsinga er notaður flýtitextinn "Símaráðgjöf - SBAR" og viðeigandi upplýsingum bætt inn.
        • Dæmi um texta í SBAR stíl:
          • S(taðan): 67 ára karl með lungnabólgu.
          • B(akgrunnur): DM2, fyrri saga um stroke, hætta á ásvelgingu.
          • A(thuganir): Lífsmörk stöðug, mettun 94% á 2LO2 í nös, slímuppgangur og brak heyrist basalt hæ. megin, vægt hækkuð hvít, RTG: íferð í lobus inferior dxt.
          • Rðleggingar): Augmentin 1 g x 3 i.v. og innlögn í nokkra daga
      6. Niðurstaða og ráðleggingar berast til skráðs heilbrigðisstarfsmanns sem fyllir út beiðni. Aðili sem er ábyrgur fyrir legu sjúklings skráist einnig sjálfkrafa og fær einnig afrit af svari.
    3. Ýtt er á "senda" og staðfestist beiðni við það og fer á vinnulista ráðgefandi deildar.
    4. Ráðgefandi heilbrigðisstarfsmaður fær tilkynningu í skilaboðakerfi Sögu og beiðni fer á vinnulista hans og viðkomandi deildar. Sendi umbeiðandi ekki beiðni fer hvorki tilkynning beiðni á vinnulista ráðgefandi sérfræðings en opna má beiðni og vinna með hana á kennitölu sjúklings.

    Svar
    1. Beiðni er kölluð fram í sjúkraskrá:
      1. Í vinnulista í flipanum "Beiðnir"
      2. Með skilaboðakerfi - umslag á borða fyrir neðan nafn sjúklings opnar kerfið og þar er smellt á viðeigandi línu til að opna tölvupóst.
      3. Á kennitölu sjúklings.
    2. Smellt á beiðni til að opna hana og smellt á "Svara" og eyðublað fyrir skráningu ráðgjafar opnast. Hægt er að svara sömu beiðni oftar en einu sinni.
    3. Ráðgjöf má skrá á tvennan hátt:
      1. Í eyðublaðið ráðgjöf í sjúkraskrá. Ef um tafarlausa eða áríðandi ráðgjöf er að ræða er svar skráð í sjúkraskrá strax að ráðgjöf lokinni.
      2. Í FAKTA hljóðskrá. Ritari skráir í sjúkraskrá innan 24 klst.
    4. Hægt er að sækja flýtitextann "Niðurstaða og ráðleggingar". Ef símaráðgjöf er nú þegar veitt er skráð "Ráðgjafasvar yfirfarið og samþykkt".
    5. Þegar eyðublað hefur verið fyllt út er það staðfest. Svarið sést í "Svarblöð" í neðri glugganum. Einnig fer tilkynning í Sögu til þess sem óskaði ráðgjafar (beggja ef þeir voru tveir) um að ráðgjöf hafi verið veitt. Hljóðmerki heyrist þegar viðkomandi skráir sig inn í Sögu og getur hann þar séð svar hins ráðgefandi sérfræðings. Ef ráðgefandi heilbrigðisstarfsmaður staðfestir ekki ráðgjöf fer ekki tölvupóstur.


Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir
Elísabet Benedikz

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk
Tómas Þór Ágústsson - tomasa

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 11/06/2017 hefur verið lesið 812 sinnum