../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3287
Útg.dags.: 11/11/2021
Útgáfa: 3.0
25.00.03.08 COVID-19 og innkirtlasjúkdómar
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að veita leiðbeiningar um meðhöndlun COVID-19 sjúkra sem einnig hafa innkirtlasjúkdóm. Þær eru byggðar á núverandi vitneskju um COVID-19.
    Innkirtlalæknar á Landspítala bera ábyrgð á því að uppfæra upplýsingar og leiðbeiningar eftir því sem þekking á eiginleikum veirunnar eykst.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Ráðgjafaþjónusta innkirtladeildar
Ráðgjafaþjónusta innkirtladeildar

      Á tímum COVID-19 faraldursins starfar ráðgjafarþjónusta lækna og ráðgjafarþjónsta hjúkrunarfræðinga á innkirtladeild eins og venjulega.
      Göngudeildarþjónusta fer, ef hægt er, í gegnum fjarfundarbúnað.

      Sjúklingar með innkirtlasjúkdóm og COVID-19 sem þurfa sérhæfða aðstoð ættu að hafa beint samband við innkirtladeild:
        1. í gegnum Heilsuveru
        2. hringja beint á deildina í s. 543 6331 fyrir kl. 10, þá er hægt að bóka símaviðtal samdægurs

      Sé sjúklingur ekki í meðferðarsambandi við innkirtladeild þarf læknir sjúklings að hringja í ráðgjafarsíma í síma 543 1000 ef utan spítala en annars í síma 2889.
      Hide details for Sykursýki og COVID-19Sykursýki og COVID-19
        Hide details for COVID-19 og sykursýki, tegundir 1 og 2COVID-19 og sykursýki, tegundir 1 og 2
        Ljóst er nú að fólk með sykursýki (bæði T1 og T2) er í hættu á að fá slæm viðbrögð við COVID-19 sýkingu. Dánartíðni þessara einstaklinga hefur reynst talsvert hærri en annarra skv. þeim greinum sem hafa verið birtar. Það sem helst auðkennir þá sem líklegast er að fari illa út úr sýkingu eru (T1 og T2) aldur, ofþyngd, slæm sykurstjórn og margir/svæsnir fylgikvillar.

        Smitvarnir eru aðalatriði auk góðrar sykurstjórnar áður en COVID-19 veikindi koma upp.

        Almennt þarf einstaklingur með sykursýki meira insúlín í veikindum en venjulega og tíðari blóðsykurmælingar.
        Vökvainntaka er mjög mikilvæg til að viðhalda jafnvægi í saltbúskap líkamans og fyrirbyggingu ketónamyndunar, sérstaklega ef um upp- eða niðurgang eða hækkaðan líkamshita er að ræða.

        Töflumeðferð vegna sykursýki af tegund 2
          Lyfjameðferð sykursýki 2 í heimahúsi
          • Flestir ættu að halda áfram að taka hefðbundinn skammt af töflum til að draga úr líkum á miklum veikindum í kjölfar COVID-19 smits.
          • Hjá smituðum er blóðsykur mældur og skráður reglulega, a.m.k. tvisvar til fjórum sinnum á dag.

          Við innlögn sykursjúkra með tegund 2
          Við svo mikil veikindi að innlagnar er krafist, gæti verið skynsamlegt að breyta lyfjameðferð úr töflumeðferð í insúlínmeðferð undir húð eða með dreypi. Haft er samráð við innkirtlalækna í þeim tilfellum.

          Mögulegar aukaverkanir töflumeðferðar
          • Metformín felur í sér hættu á lactic acidocis og getur ýtt undir niðurgang
            • Íhuga þarf að stöðva það við niðurgang
            • Íhuga þarf að stöðva ef nýrnastarfsemi versnar
          • SGLT2 hemlar geta ýtt undir DKA hjá viðkvæmum/insúlínskorturum, jafnvel við lágan blóðsykur á bilinu 10-12 mmol/l
          • SU lyf geta ýtt undir hypoglycaemiu
            • Stöðva ætti eða minnka skammt ef blóðsykur er lágur (<4mmól/l)
          • GLP-1 örvandi hliðstæður geta hugsanlega ýtt undir lystarleysi og ógleði
          • Ávallt þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig og beita almennri skynsemi
        Hide details for Einkenni og meðferð við DKA
Einkenni og meðferð við DKA

        Almennar meðferðarráðleggingar vegna sjúklinga með sykursýki 1
        • Gera þarf ráðstafanir eftir þörfum m.t.t. þess að auka insúlín og mögulega aðlaga önnur lyf (gildir einnig fyrir tegund 2)
        • Einstaklingar með sykursýki 1 mega aldrei hætta að taka insúlín. Oftast er þörf á auknum skömmtum í veikindum þó minna sé borðað
        • Drekka þarf a.m.k. eitt glas af ósykruðum drykk á hverri klst. til að koma í veg fyrir ofþornun
        • Nauðsynlegt er að reyna að neyta matar og taka insúlín með máltíðinni
        • Sé matarlyst af skornum skammti er ráð að drekka kolvetna- og saltríka drykki, s.s. Gatorade, ávaxtasafa, kókómjólk eða drykkjarjógúrt

          Einkenni of hás blóðsykurs
          • Mikill þorsti
          • Tíð þvaglát
          • Þreyta
          • Munnþurkur
          Einkenni ketónablóðsýringar
          (e. Diabetic Ketoacidocis (DKA)
          • Kviðverkir
          • Ógleði
          • Mæði
          • Óvenjuleg lykt úr vitum

        Blóðsykurmælingar
        • Fylgjast þarf reglulega með blóðsykurmælingum á a.m.k. 2 klst. fresti og gefa insúlín
          • Athuga þarf að gefa insúlín ekki of ört, því hámarksvirkni flests skammvinns insúlíns er 90-120 mín. frá gjöf og flest endast í um 4 klst.
        Ketónar
        • Mæla þarf mögulega ketóna í blóði/þvagi
          • Ketónar benda eindregið til insúlínskorts
          • Sérstaklega er mikilvægt að leita ketóna ef blóðsykur fer yfir 14 mmól/l en mögulega við enn lægri gildi (10-11 mmol/l) hjá þunguðum, vannærðum eða ef SGLT2i lyf er notað
          • Ef blóðsykur er hærri en 14 mmól/l þarf að mæla ketóna á 4 klst. fresti allan sólarhringinn (einnig að næturlagi)

          Meðhöndlun ketóna
          Ketónar í þvagi
          (skv. litakóða á strimlastauk)
          Ketónar í blóði
          mmól/l
          Viðbrögð
          Neikvætt
          <0,6
          • Engin, eðlilegt ástand.
          • Ef BS er >14 mmól/l er mælt aftur eftir 4 klst.
          • Ekki má hætta að taka insúlín.
          Lítið magn ketóna
          0,6-1,5
          • Insúlín er gefið með máltíðum eins og venjulega
          • Leiðrétting skv. venju ef blóðsykur er hár 2-4 klst. eftir máltíð
          Umtalsvert magn ketóna
          1,5-3,0
          • Insúlín er gefið með máltíðum eins og venjulega
          • 10% sólarhringsskammts gefið sem leiðrétting á BS
          • Endurtekið á 2 klst. fresti ef ketónar eru enn 1,5-3,0 mmól/l
          • Séu ketónar enn >1,5 eftir 4 klst. er haft samband við innkirtladeild
          Mikið magn ketóna
          DKA
          Yfir 3,0
          • 10% heildarskammts gefinn sem leiðrétting
          • Strax er haft samband við vakthafandi innkirtlalækni
      Skilmerki innlagnar
        Sjúkrahúsinnlögn er nauðsynleg ef sjúklingur
        • getur ekki kyngt eða haldið niðri vökva
        • kastar upp ítrekað eða hefur sára kviðverki
        • hefur haft háan blóðsykur (BS >12 mmól/l ef með dælu, annars >14 mmól/l) í lengri tíma og ketónar eru til staðar í blóði eða þvagi
        • er andstuttur
        Meðferð inniliggjandi með COVID-19 og sykursýki
        • Blóðsykurstjórn ætti að vera eftir hefðbundnum skilmerkjum
        • Ekki eru sérstakar vísbendingar um að sykurstjórn ætti að vera stífari í COVID-19 en í öðrum alvarlegum sjúkdómum
        • Allir með sykursýki ættu að fá blóðsykurmælingu minnst 4 sinnum á dag og gildi ætti að vega og meta daglega
        • Almennt viðmið fyrir blóðsykur er 5-10 mmól/l
        • Eins og við önnur alvarleg veikindi þarf að endurmeta reglulega og mögulega breyta eða stöðva p.o. sykursýkilyf og skipta yfir í insúlínmeðferð, stundum með dreypi
        • Gjörgæsluvist og sykursýkimeðferð þar er skv. leiðbeiningum í gæðahandbók
          • Þar er markmiðið að halda blóðsykri á bilinu 6-8 mmól/l með insúlíndreypi
      Hide details for Sykursteraskortur, aðrir innkirtlsjúkdómar og COVID-19
Sykursteraskortur, aðrir innkirtlsjúkdómar og COVID-19

      Sykursteraskortur
      Einstaklingar með sykursteraskort (prímer eða sekúnder – þ.e. Addison, CAH eða heiladingulsbilun) er hópur sem er virðist almennt í aukinni hættu á að fá sýkingar og gæti einnig farið illa út úr COVID-19 eins og öðrum veikindum.

      Meðhöndlun sjúkdóms með viðeigandi uppbót hormóna áður en veikindi af völdum COVID-19 er mjög mikilvæg, en einnig skiptir miklu máli að uppbót sé aukin af sjúklingi strax og veikinda verður vart.

      Uppbótarmeðferð með sykursterum (hydrokortisón) í veikindum
      Almennar leiðbeiningar (samevrópskar) gilda um sykursteraaukningu í veikindum:
      • Við hita eða annað streituáreiti, t.d. skurðaðgerð, sýkingu eða stærri slys verður að auka uppbótarskammt hydrokortisóns
      • Við veikindi/slys/hita yfir 38°C, er skammtur hydrokortisóns a.m.k. tvöfaldaður
      • Við uppköst eða niðurgang og sjúklingur getur ekki haldið niðri töflum skal leita á sjúkrahús strax
        • Meðferð á sjúkrahúsi er Solu-Cortef, 100 mg i.v. eða i.m. og saltvatnsdreypi án tafar.

      Innlögn og alvarleg veikindi vegna sykursteraskorts (e. Addison/adrenal crisis)
      Oftast þarf að gefa sykurstera aukalega með öðrum hætti en um munn (iv eða im).
      Til viðmiðunar um meðferð:
      1. 100 mg hydrocortisone (Solu-Cortef) i.v. eða i.m. í upphafi - eins fljótt og auðið er
      2. Vökvameðferð er oftast við hæfi, en þarf að meta í samhengi við aðrar ábendingar um vökvameðferð í COVID-19 sjúkdómi
      3. Næstu skref eru annað hvort
        1. 50 mg hydrocortisone i.v. á 6 klst. fresti eða
        2. 200 mg hydrocortisone í 24 klst. i.v. dreypi af 5% glúkósa, minnst 100 ml en mest 1000 ml)

      Aðrir innkirtlasjúkdómar

      Eðlilegt er að hafa lágan þröskuld varðandi að fá ráðgjöf frá vakthafandi innkirtlalækni. Um er að ræða langvinna sjúkdóma sem þola frestun um einhverjar vikur á reglubundnu eftirliti.
      Fleyta má fólki yfir erfiðasta hjallann með fjarfundum.

      Almennt séð er skynsamlegt fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma að gæta sérstaklega að persónulegum smitvörnum, tryggja að nægjanlegt magn af lyfjum sé aðgengilegt og þekkja reglur um viðbrögð við veikindum.

      Society for Endocrinology í Bretlandi hefur safnað saman ýmsum upplýsingum um viðbrögð við innkirtlavandamálum í COVID-19. Þær eru í takt við það sem er sagt hér að ofan Sjá https://www.endocrinology.org/clinical-practice/covid-19-resources-for-managing-endocrine-conditions/


Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Guðrún Bragadóttir - gudbraga
Rafn Benediktsson - rafnbe

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Rafn Benediktsson - rafnbe

Útgefandi

Guðrún Bragadóttir - gudbraga

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/27/2020 hefur verið lesið 1019 sinnum