Ketónar í þvagi
(skv. litakóða á strimlastauk) | Ketónar í blóði
mmól/l | Viðbrögð |
Neikvætt | <0,6 |
- Engin, eðlilegt ástand.
- Ef BS er >14 mmól/l er mælt aftur eftir 4 klst.
- Ekki má hætta að taka insúlín.
|
Lítið magn ketóna | 0,6-1,5 |
- Insúlín er gefið með máltíðum eins og venjulega
- Leiðrétting skv. venju ef blóðsykur er hár 2-4 klst. eftir máltíð
|
Umtalsvert magn ketóna | 1,5-3,0 |
- Insúlín er gefið með máltíðum eins og venjulega
- 10% sólarhringsskammts gefið sem leiðrétting á BS
- Endurtekið á 2 klst. fresti ef ketónar eru enn 1,5-3,0 mmól/l
- Séu ketónar enn >1,5 eftir 4 klst. er haft samband við innkirtladeild
|
Mikið magn ketóna
DKA | Yfir 3,0 |
- 10% heildarskammts gefinn sem leiðrétting
- Strax er haft samband við vakthafandi innkirtlalækni
|