../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3566
Útg.dags.: 02/14/2024
Útgáfa: 6.0
25.00.11.03 COVID-19 - sýnataka við komu á bráðamóttöku eða hjartagátt og ef sjúklingur leggst brátt inn
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa í hvaða tilvikum á að framkvæma sýnatöku til að útiloka eða greina COVID-19 við komu á bráðamóttökur eða hjartagátt og þegar sjúklingur leggst brátt inn.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Við komu á bráðamóttöku eða hjartagátt
    Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti sjúklingum með einkenni öndunarfæraveirusýkinga við komu á bráðamóttöku eða hjartagátt.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Sjúklingur leitar á bráðamóttökur eða hjartagátt
    • Tekið er háls- og nefkokssýni í veiruleit fyrir COVID-19 ásamt öðrum öndunarfæraveirum ef sjúklingur er með einkenni öndunarfæraveirusýkingar.
      • Möguleg einkenni: Hiti, höfuðverkur, hálssærindi, hósti, mæði, bein/vöðvaverkir, skert bragð- eða lyktarskyn eða slappleiki.
    Sjúklingur leggst brátt inn
    Í kjölfari á breyttum reglum farsóttarnefndar þann 11.10.2022 á ekki lengur að skima einkennalausa við innlögn. Nú er eingöngu tekið háls- og nefkokssýni í veiruleit fyrir COVID-19 ásamt öðrum öndunarfæraveirum ef sjúklingur er með einkenni öndunarfæraveirusýkingar.
    • Ef sjúklingur er með einkenni og niðurstöður sýnatöku liggja ekki fyrir, á það ekki að hindra innlögn en sjúklingur þarf að vera í snerti- og dropamitseinangrun.
    • Ef sjúklingur er bráð veikur við komu á bmt er hægt að óska eftir að sýnið sé sett í FilmArray próf og þá liggur fyrir svar innan tveggja klukkustunda. Tekið er háls- og nefkokssýni og sent á veirufræðideild milli kl. 08-18 alla daga og utan dagvinnutíma er það sent á rannsókn í Fossvogi. Öll sýni sem eru sett í Filmarray eru einnig send í PCR.

    Sýnataka
    Hér má sjá nánari leiðbeiningar um sýnatökur og sending sýna frá sýktum eða mögulega sýktum einstaklingum.

    Flutningur COVID-19 sýna
    Leiðbeiningar um geymslu sýna má sjá hér.
    Hægt er að senda sýni með næstu fastri ferð með öryggisvörðum eða brátt og þá er pantaður flutningur fyrir sýnið með Securitas.

Ritstjórn

Elín Tryggvadóttir
Heiða Björk Gunnlaugsdóttir
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst
Rannveig Björk Guðjónsdóttir
Tryggvi Hjörtur Oddsson - tryggvod
Valdís Anna Garðarsdóttir - valdisag

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Útgefandi

Heiða Björk Gunnlaugsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/15/2021 hefur verið lesið 899 sinnum