../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3364
Útg.dags.: 09/24/2020
Útgáfa: 2.0
25.00.03.16.02 COVID-19 - skömmtun morfínlyfja í lyfjadælu hjá sjúklingi með viðvarandi andnauð
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skömmtun morfínlyfja í lyfjadælu hjá sjúklingi með COVID-19 veirusýkingu og viðvarandi andnauð.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Skömmtun morfínlyfja í lyfjadælu
    • Fyrirmæli um morfínlyf í lyfjadælu eru skráð í Therapy. Hægt er að velja lyf að eigin vali og skrá sólahringsskammt ásamt íkomuleið undir húð í lyfjadælu". Til að flýta fyrir hafa einnig verið útbúin fyrirmæli í Therapy með algengum lyfjablöndum í dælu undir húð (t.d. morfín + afipran + haldol). Þarf þá að skrá sólarhringskammta lyfjanna og tímasetningu á uppsetningu dælu.
    • Þegar upphafsskammtur er ákveðinn er tekið saman heildarmagn allra morfínskyldra lyfja síðastliðinn sólarhring. Sá skammtur er umreiknaður í heildarskammt af morfíni um munn (p.o.) og síðan deilt með þremur. Þannig fæst skammtur til að gefa undir húð (s.c.) á 24 klukkustundum.

    Aukaskammtur af morfínlyfi
    • Við bráðri andnauð má gefa aukaskammt eftir þörfum og á hann þá að vera 1/6 af sólarhringsskammti í dælu.
    • Ef sjúklingur þarf marga aukaskammta og er ekki nægilega einkennastilltur, þá þarf að hækka skammt í næstu lyfjadælu eða auka hraðann strax.
    • Til að hækka skammt er:
      1. Lagt saman magn skammta sem sjúklingur hefur fengið eftir þörfum.
      2. Heildarmagni aukaskammta er bætt við sólarhringsskammt í lyfjadælu ef sjúklingur er ágætlega einkennastilltur. Ef sjúklingur er ekki nægilega einkennastilltur getur þurft að hækka skammt í dælu enn frekar, stundum 50-100%.
      3. Ef skammtur í lyfjadælu er hækkaður þarf að muna að hækka jafnframt p.n. skammt þannig að hann sé í réttu hlutfalli, þ.e. 1/6 af sólarhringsskammti.
    • Hjúkrunarfræðingur er upplýstur um breytingar sem gerðar eru á lyfjafyrirmælum.

    Ef ekki næst stjórn á einkennum með ofangreindu
    • Farið er aftur í flæðirit um meðferð með morfínskyldum lyfjum við andnauð og tryggt að sjúklingur sé á viðeigandi meðferð (t.d. skipt úr p.o. meðferð í s.c. meðferð).
    • Orsakir fyrir andnauð eru endurmetnar og veitt meðferð þegar það á við, svo sem við lungnabjúg.
    • Ef ekki næst stjórn á andnauð og engar afturkræfar orsakir finnast, er íhugað að hækka p.n. skammtinn um 50-100%.
    • Íhugað er að fjölga p.n. skömmtum þar til stjórn næst á einkennum.
    • Fengin er ráðgjöf frá ráðgefandi sérfræðingi í líknarlækningum ef ekki næst stjórn á einkennum eða eitrunareinkenni koma fram, t.d. nýtt óráð, auknir verkir við hækkandi skammta (hyperalgesia) eða ósjálfráðir vöðvakippir.

Ritstjórn

Arna Dögg Einarsdóttir
Kristrún Þórkelsdóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kristín Lára Ólafsdóttir
Þórhildur Kristinsdóttir - thorhikr

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Valgerður Sigurðardóttir

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/20/2020 hefur verið lesið 1562 sinnum