../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3365
Útg.dags.: 09/24/2020
Útgáfa: 2.0
25.00.03.16.01 COVID-19 - notkun morfínlyfja hjá sjúklingi í andnauð
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa meðferð með morfínlyfjum hjá sjúklingi í andnauð sem er með staðfesta COVID-19 veirusýkingu og fær meðferð með líknandi áherslum. Verklagið er byggt á ráðleggingum sérfræðilækna hjá the University of Washington Medicine. Þar sem það nær ekki til allra klínískra aðstæðna getur verið þörf á aðlögun. Við þær aðstæður er leitað ráða hjá líknarráðgjafateymi eða vakthafandi sérfræðingi í líknarlækningum ef þörf er á.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Læknir við ákvörðun um meðferð með morfínlyfjum hjá sjúklingi í andnauð vegna COVID-19 veirusýkingar.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Upphafsskammtur morfíns hjá sjúklingi í andnauð vegna COVID-19 er áætlaður á eftirfarandi hátt:

    Sjúklingur getur tekið lyf um munn og andnauð er væg eða meðalmikil
      1. Eðlileg nýrnastarfsemi
        • Byrjað með T. morfin 10 mg eftir þörfum, að hámarki á tveggja klst. fresti.
        • Hrumir aldraðir: Byrjað með morfin töflur 5 mg eftir þörfum, að hámarki á tveggja klst. fresti.
        • Ef andnauð er enn til staðar eftir 2 klst er skammtur hækkaður um 50-100%.
      2. Skert nýrnastarfsemi (CrCl < 50)
        • T. Oxynorm 5 mg eftir þörfum, að hámarki á tveggja klst. fresti.
        • Hrumir aldraðir: T. Oxynorm 5 mg eftir þörfum á 4-6 klst fresti.
        • Ef andnauð er enn til staðar eftir 2 klst er skammtur hækkaður um 50-100%.

    Sjúklingur getur ekki tekið töflur og/eða andnauð er mjög mikil
      1. Eðlileg nýrnastarfsemi
        • Inj. Morfin 3-5 mg s.c. eftir þörfum að hámarki á 30 mínútna fresti. Hámarksþéttni eftir s.c. gjöf er 30 mínútur.
        • Hrumir aldraðir: Inj. Morfin 1-3 mg s.c eftir þörfum, að hámarki á 30 mínútna fresti.
        • Ef ekki næst stjórn á andnauð, þarf að tvöfalda skammt og endurtaka gjafir þar til sjúklingi líður vel.
      2. Skert nýrnastarfsemi (CrCl < 50)
        • Inj. Hydromorphone 0,2-0,4 mg s.c. eftir þörfum að hámarki á 30 mínútna fresti.
        • Hrumir aldraðir: Inj. Hydromorphone 0,1-0,2 mg s.c. að hámarki á 30 mínútna fresti.
        • Ef ekki næst stjórn á andnauð, þarf að tvöfalda skammt og endurtaka gjafir þar til sjúklingi líður vel.

        Viðvarandi andnauð
        Ef andnauð er viðvarandi og sjúklingur hefur þurft meira en 3 skammta af p.n. lyfi á 6 klst. tímabili, eru gefin fyrirmæli um:
        1. Lyf um munn: Stuttverkandi morfínskylt lyf á 4 klst. fresti með skammti sem nægir til að stilla andnauð.
        2. Lyf undir húð: 
          1. Morfínskylt lyf á 4 klst fresti með skammti sem nægir til að stilla andnauð.
          2. Lyfjadæla undir húð, sjá COVID-19 - skömmtun morfínlyfja í lyfjadælu hjá sjúklingi með viðvarandi andnauð.

      Ritstjórn

      Arna Dögg Einarsdóttir
      Kristrún Þórkelsdóttir
      Margrét Sjöfn Torp
      Kristín Lára Ólafsdóttir
      Valgerður Sigurðardóttir
      Þórhildur Kristinsdóttir - thorhikr

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Valgerður Sigurðardóttir

      Útgefandi

      Kristrún Þórkelsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 04/16/2020 hefur verið lesið 826 sinnum