../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-3081
Útg.dags.: 07/13/2023
Útgáfa: 2.0
17.06 Næringarmeðferð - ferli við mat, greiningu og meðferð
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Deildarstjóri Næringarstofu ber ábyrgð á að verklagsreglu sé framfylgt, upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Næringarfræðingar bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Næringarfræðingur setur upp næringarmeðferð samkvæmt stöðluðum verkferlum (e. Nutrition Care Process) þegar tilvísun berst til Næringarstofu í Heilsugátt.
    Næringarfræðingar vinna eftir stöðluðu verkferli ,,the nutrition care process model (NCP)". Nauðsynlegt er að búið sé að búið sé að framkvæma mat á áhættu fyrir vannæringu áður en næringarmeðferð er sett upp.

    Næringarmat
    Eftirfarandi upplýsingum safnað eftir því sem við á:
    • Saga sjúklings: Aldur, kyn, sjúkdómssaga, félagssaga.
    • Líkamsmælingar: Hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðull, þyngdarsaga, vaxtalínurit.
    • Fæðusaga og forsaga tengd næringu: Fæðusaga, fæðubótarefni, viðhorf til fæðu o.fl.
    • Lífefnafræðilegar mælingar og niðurstöður rannsókna: Elektrólýtar, vítamín, kyngingarmat, HbA1C.
    • Næringartengd líkamleg ummerki: Tennur, meltingareinkenni, lystarleysi, líkamsskoðun o.fl.

    Næringargreining
    Þegar upplýsingum um sjúkling hefur verið safnað er vinnugreining sett fram eftir því sem við á samkvæmt hugtakaskrá yfir næringargreiningar.
    Næringarvandi (P) sem tengist orsök (E) eins og sjá má af einkennum (S)
    Dæmi:
    Orkuinntaka minni en þörf (P) sem tengist viðvarandi lélegri matarlyst (E) eins og sjá má af 4 kg þyngdartapi á einum mánuði (S)

    Næringarmeðferð
    Viðeigandi næringarmeðferð er metin út frá næringarmati og næringargreiningu.
    • Markmið: Skráðar eru upplýsingar um áætluð næringartengd markmið sem eru sérstök, mælanleg, framkvæmanleg, raunhæf og innan ákveðins tímaramma.
    • Fyrirmæli: Skráð eru fyrirmæli um í hverju næringarmeðferðin felst.

    Næringarmeðferð er skipt í flokka. Í hverjum flokki eru meðferðargreiningar sem eru gefnar eftir því sem við á samkvæmt hugtakaskrá yfir næringarmeðferð:
    • Fæði og/eða næringargjöf (e. Food and/or nutrient delivery).
    • Fræðsla um næringu (e. Nutrition education).
    • Næringarráðgjöf (e. Nutrition counceling).
    • Tilvísanir og samvinna við annað fagfólk (e. Coordination of nutrition care).

    Eftirlit
    Fylgst er með að markmiðum sé náð.
    Sömu upplýsingum og í næringarmati er safnað eftir þörf.

    Skráning
    Upplýsingar eru skráðar í sjúkraskrá sjúklings.
      Hide details for HeimildirHeimildir
      1. Academy of Nutrition and Dietetics. Nutrition Terminology Reference Manual (eNCPT): Dietetics Language for Nutrition Care. Chicago, IL: Academy of Nutrition and Dietetics; 2016.
      2. Swan WI, Vivanti A, Hakel-Smith NA, Hotson B, Orrevall Y, Trostler N, Beck Howarter K, Papoutsakis C. Nutrition Care Process and Model Update: Toward Realizing People-Centered Care and Outcomes Management. J Acad Nutr Diet. 2017; 117(12): 2003-2014.

    Ritstjórn

    Bryndís Elfa Gunnarsdóttir - bgunnars
    Áróra Rós Ingadóttir - aroraros
    Margrét Sjöfn Torp
    Kristrún Þórkelsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Áróra Rós Ingadóttir - aroraros

    Útgefandi

    Margrét Sjöfn Torp

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 08/20/2021 hefur verið lesið 1297 sinnum