../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-355
Útg.dags.: 09/21/2023
Útgáfa: 7.0
3.04.01.01 Byltuhætta - mat á byltuhættu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa mati á byltuhættu og áhættuþáttum byltna.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði framkvæmir klínískt mat á byltuhættu hjá öllum sjúklingum sem eru 65 ára og eldri, og hjá yngri sjúklingum sem hafa áhættuþætti byltna eða hafa hlotið byltu. Byltumat er framkvæmt innan sólarhrings frá komu á deild og endurmetið a.m.k. vikulega og alltaf ef breyting verður á áhættuþáttum.



    Niðurstöður byltumats varpast á skjáborð deildar undir áhættumat yfir bókstafinn F.
    1. Sjúklingur er ekki í byltuhættu litast grænn á skjáborði.
    2. Sjúklingur er í byltuhættu litast gulur á skjáborði.
    3. Sjúklingur er í mikilli byltuhættu litast rauður á skjáborði.

    Ef aldur sjúklings er 65 ára eða eldri skv. kennitölu, þá skráist hann sjálfkrafa í byltuhættu þegar klínískt mat er valið og litast gulur á skjáborði.

    Ef sjúklingur er metinn í byltuhættu skráir hjúkrunarfræðingur hjúkrunargreininguna; hætta á byltum í sjúkraskrá.

    Sem stuðning við klíníska ákvarðanatöku er eftirfarandi haft í huga:
    1. Sjúklingur er ekki í byltuhættu (grænn): Sjúklingur hefur enga eða fáa áhættuþætti byltna, hefur ekki dottið síðastliðna 12 mánuði og er vel meðvitaður um eigin hreyfigetu og takmarkanir.
    2. Sjúklingur er í byltuhættu (gulur): Sjúklingur er með einn eða fleiri áhættuþætti byltna, líkamleg eða vitræn veikindi skapa byltuhættu. Í þessum flokki eru flestir sjúklingar 65 ára og eldri á sjúkrahúsi.
    3. Sjúklingur er í mikilli byltuhættu (rauður): Sjúklingur sem hefur dottið (e.t.v. endurtekið) heima og/eða á stofnunum, líkamleg veikindi skapa mikla hættu á byltum og/eða hann skortir innsæi í eigin getu varðandi örugga hreyfingu.
    Viðbrögð við byltuhættu
    Ef sjúklingur er í byltuhættu eða mikilli byltuhættu eru viðhafðar byltuvarnir til að minnka hættu á byltu.

    Endurmat
    Byltumat gildir í viku frá því það er skráð. Að viku liðinni litast (F) undir áhættumati í skjáborði Heilsugáttar grátt sem þýðir að það sé komin tími á að endurmeta byltumat.


Ritstjórn

Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
Eygló Ingadóttir - eygloing
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/03/2017 hefur verið lesið 2183 sinnum