../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-015
Útg.dags.: 01/11/2023
Útgáfa: 1.0
2.01.02.01 Heimsóknir til sjúklinga

    Tilgangur og umfang
    birta upplýsingar varðandi heimsóknir á Landspítala.
    • Einstaka deildir geta verið með takmarkanir á heimsóknum umfram neðangreint verklag. Það er þá samþykkt af forstöðumanni kjarna og framkvæmdastjóra sviðs.
    • Á bráðamóttöku gildir eftirfarandi verklag: Aðstandendur og fylgdarfólk á bráðamóttöku í Fossvogi.
    • Á farsóttartímum geta aðrar reglur gilt.
    Viðvera aðstandenda og fylgdarmanna
    • Aðstandendur eru velkomnir á þeim tíma sem sjúklingi hentar og aðstæður leyfa.
    • Almennir heimsóknartímar eru kl. 12:00-20:00, en annars eftir samkomulagi.
    • Vegna ólíkra aðstæðna tengt þjónustu og húsnæði þarf oft að setja ákveðnar takmarkanir til að gæta að persónuvernd og sóttvörnum. Ráðlagt er að hafa samband við viðeigandi deild ef þörf er á nánari leiðbeiningum.
    • Reynt er að takmarka fjölda gesta við 1-2 gesti í einu.
    • Forðast á heimsóknir á spítalann eins og kostur er ef um öndunarfærasýkingar eða aðrar umgangspestir eru að ræða hjá gesti eða einhverjum í nærumhverfi hans. Ef viðvera er nauðsynleg þarf að nota skurðstofugrímu í slíkum tilfellum, fylgja leiðbeiningum starfsfólks og vanda sóttvarnir.

    Til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks ber gestum að fara eftir fyrirmælum og þeir sem sýna ógnandi eða ofbeldisfulla hegðun verða beðnir um að yfirgefa spítalann.
      Tengd skjöl
    Ritstjórn

    Guðríður Kristín Þórðardóttir - gudridk
    Anna María Þórðardóttir
    Henný Hraunfjörð

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Sigríður Gunnarsdóttir - sigridgu
    Tómas Þór Ágústsson - tomasa

    Útgefandi

    Anna María Þórðardóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 01/11/2023 hefur verið lesið 164 sinnum