../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3514
Útg.dags.: 11/05/2020
Útgáfa: 1.0
3.01 Mat á hrumleika aldraðra (Clinical Frailty Scale, CFS)
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa mati á hrumleika aldraðra, 65 ára og eldri, sem hluta af heildarmati á færni og heilsufari sjúklings. Hrumleiki er lýsing á viðsnúanlegu ástandi, þar sem færni einstaklings er lykilatriði.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Miðað er við að öldrunarlæknir framkvæmi matið með eða án samstarfs við hjúkrunarfræðing í öldrunarþjónustu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Forsendur fyrir notkun matstækis
    • Matstækið er sérstaklega þróað til að nota við mat og meðferð aldraðra, þ.e. 65 ára og eldri.
    • Matstækið er ekki hannað til notkunar fyrir yngra fólk, t.d. fyrir fólk með fötlun eða sjúkdóm tengdu einu líffærakerfi og eru í stöðugu ástandi.
    • Ef matstækið er notað við mat á öldruðum sjúklingum með COVID-19 þarf að hafa í huga að matstækið var ekki hannað í þeim tilgangi.
    • Matstækið er viðbót og stuðningur við einstaklingshæft heildarmat á sjúklingi og er ekki ætlað að standa eitt og sér.
    • Mat miðast við venjulega færni sjúklings (e. baseline state) eins og hún var tveimur vikum fyrir núverandi veikindi.
    • Stigun á hrumleika fólks með heilabilunarsjúkdóm er oftast í samræmi við stigun heilabilunarsjúkdómsins, sjá nánari útskýringar í viðhengi.

    Framkvæmd mats
    • Byggir á heildrænu, klínísku mati sem tekur tillit til heilsufars og færni sjúklings.
    • Ef niðurstaða sýnir að sjúklingur virðist falla undir tvö stig matstækis, þá er hærra stigið valið.
    • Niðurstöður eru skráðar í sjúkraskrá sem CFS stigun.
    Niðurstöður mats birtast sem stig hrumleika (Clinical Frailty Scale)
    • Niðurstöður birtast á skalanum 1-9, þar sem stig 1 gefur til kynna fólk í mjög góðu formi og stig 9, fólk, sem er að nálgast lífslok.

    Matstækið og leiðbeiningar á pdf-skjali
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Rockwood, K., & Theou, O. (2020). Using the Clinical Frailty Scale in Allocating Scarce Health Care Resources. Canadian Geriatrics Journal, 23(3), 210. CFS útgáfa 2.0.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Guðrún Bragadóttir - gudbraga

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Útgefandi

Guðrún Bragadóttir - gudbraga

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 11/06/2020 hefur verið lesið 733 sinnum