../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-2990
Útg.dags.: 03/31/2021
Útgáfa: 2.0
25.00.06.03.02 COVID-19 - flutningshúdd
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa notkun á flutningshúddum sem notuð eru við flutning sjúklinga með smitandi sjúkdóma.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur/læknir/sérhæfður starfsmaður á G2 fyrir flutning sjúklings. Tvo starfsmenn þarf við uppsetningu húdda. Skrá skal notkun húdds í skráningarbók sem fylgir húddi, dagsetningu notkunar, fyrir hvern húdd var notað og hver framkvæmdi þrif.
    Hide details for Rautt húdd (LESS)Rautt húdd (LESS)
      Hide details for Um Less flutningshúdd Um Less flutningshúdd
      Less flutningshúdd í rauðri flutningstösku.
      • Mál í centimetrum (L/B/H): 203 x 64 x 56 sm
      • Hámarksþyngd sjúklings: 120kg

      Skilgreining
      Less flutningshúdd er lítil hreyfanleg einangrunareining sem getur hindrað dreifingu örvera frá sjúklingi við flutnings hans og þar með dregið úr smithættu til starfsmanna og mengun út í umhverfið. Það getur einnig varið viðkvæman sjúkling frá mögulegri mengun úr umhverfi.


      Virkni loftræstingar í Less flutningshúddinu
      Virkni Less flutningshúdd er á tvo vegu og það verður að vera vissa um að tengingar séu réttar í samræmi við ætlaða notkun húddsins.
      1. Neikvæður loftþrýstingur í húddinu: Notað þegar flytja þarf smitandi sjúkling og hindra þarf dreifingu örvera frá honum. Hér er loftið sem fer úr húddinu síað með P3 filter. Þessi notkun á húddinu er algengust.
      2. Jákvæður loftþrýstingur í húddinu: Notað þegar þarf að flytja sjúkling sem er sérlega viðkvæmur fyrir smiti úr umhverfi. Hér er loftið sem fer inn í húddið síað með P3 filter til að verja sjúklinginn.

      Varúð
      Nota má flutningshúddið í umhverfi þar sem hlutþrýstingur súrefnis er á bilinu 18-23%. Hægt er að tengja inn í húddið í gegnum sérstakan inngangsstað, setja mettunarmæli á sjúkling og gefið súrefni skv. fyrirmælum læknis ef súrefnismettun gefur tilefni til.
      Þess er gætt að rafhlaða húddsins sé ávallt fullhlaðin.

      Hide details for Uppsetning og notkunUppsetning og notkun
      Í farsótt má geyma húddið hreint og tilbúið til notkunar á vagni.
      Skilgreindur starfsmaður bráðamóttöku ber ábyrgð á húddinu.

      Uppsetning á Less flutningshúddi
      • Rúm eða vagn eru hafður til reiðu.
      • Rauða taskan er opnuð, húddið tekið úr henni og sett á vagninn/rúmið.
      • Sléttið úr húddinu á vagninum og takið öryggisbeltin sem festa húddið við vagninn undan húddinu.
      • Hvítu plastsúlurnar eru setti í svört augu á toppi húddsins.


      • Álstangir eru settar í festingar á botni húddsins og festar saman með smellukerfi á báðum hliðum húddsins.

      • Smellið álstöngum við höfðalag og fótalag við álstangirnar sem liggja meðfram hliðum húddsins og verið viss um að tengingar séu öruggar.
      • Festið húddið við álstöngina með festingunum með frönsku rennilásnum á báðum endum.

      Tengingar vegna loftflæðis í húddinu, þ.e. neikvæður eða jákvæður þrýstingur í húddinu
      Neikvæður þrýstingur: Hindra þarf dreifingu örvera frá sjúklingi.
      • Loftdæla er sett við höfuðlag húddsins og fest með frönskum rennilás og tveimur böndum.
      • Skrúfið P3 filtera á dæluna, herðið þar til filterinn er þétt skrúfaður en herðið ekki of mikið til að brjóta ekki skrúfganginn.
      • Tengið slöngu úr hvorum filter í portin til hliðar við filterana.
      • Síað loft blæs upp úr opna stútnum á dælunni

      • Skrúfið 4 EBV 30/40 filtera í portinn við fótalagið. Þessir filterar eru hannaðir með minnkaðri mótstöðu til að hleypa lofti inn í húddið en eru ekki ígildi P3 fitlera þ.e. þeir hreinsa ekki loftið sem fer inn eða út úr húddinu. Hönnun þessara filtera auðveldar að hafa neikvæðan þrýsting í húddinu og því er ekki hægt að nota aðra filtera í þeirra stað.
      • Auðvelt er að kanna sog í gegnum filtera með því að setja blað við hann. Ef sog er inn í gegnum filterinn helst blaðið við hann.
      • Gúmmíhlífar eru því næst settar á filterana og opið látið vísa niður.

      • Setjið húddið í gang og staðfestið að það virkar eins og vera ber og slökkvið svo aftur á því.
      • Opnið húddið og leggið dýnuna í húddið, dýnan er til að auka þægindi fyrir sjúklinginn meðan á flutningi stendur og leggir öryggisbeltin fyrir sjúklinginn á rétta staði.
      • Aðstoðið sjúklinginn við að fara í húddið og festið öryggisbeltin eins og leiðbeiningar sýna.
      • Kveikið á húddinu.


      • Hægt er að tengja súrefni, EKG leiðslur, vökvaslöngu og fleira í gegnum þar til gerð port á hlið húddsins.
      • Hlífin er losuð af portunum og sérstakur svampur er settur kringum slöngur sem þurfa að fara inn í húddið og honum stungið inn í portið og skrúfað fast.

        • Hægt er að sinna sjúklingum í húddinu með því að nota hanska sem eru festir í sérstök port í húddinu.
        • Hægt er að nota innri pokann til að setja hluti inn í húddið meðan sjúklingur er í því.



        Flutningur
        Þeir sem sjá um flutning klæðast hlífðarbúnaði skv. leiðbeiningum hverju sinni.
        Sjúklingur er settur í flutningshúddið og því lokað með rennilás. Súrefnismettunarmælir er hafður á sjúklingi ef þörf er á og súrefni gefið skv. fyrirmælum læknis.
        Hide details for Að loknum flutningi - þrif og sótthreinsunAð loknum flutningi - þrif og sótthreinsun
        Að loknum flutningi
        • Þegar flutningi er lokið er húddi lokað með rennilásnum. Starfsmaður frá G2 sem er ábyrgur fyrir húddinu sprittar húddið og snertifleti á vagni áður en það er flutt af herbergi og fer með það niður í sjúkrabílabílskúr á G2 og þrífur og sótthreinsar vagninn og húddið að innan og utan og hefur það tilbúið fyrir næsta flutning.
        • Eftir hvern flutning þarf að lágmarki að þrífa húddið með hreinsiefni og hafi það verið notað við flutning á smitandi sjúklingi þarf einnig að sótthreinsa það.
        • Samhliða þrifum er ástand húddsins metið og skoðað hvort þörf sé að viðgerðum.
        • Allt viðhald og eftirlit á húddinu þarf að skrá á þar til gerð blöð/rafrænt.
          Þrif og sótthreinsun á Less flutningshúddi
          Hafa þarf í huga hvaða örveru er um að ræða þegar ákvörðun um þrif og sótthreinsiefni er tekin. Ákvörðun í samráði við sýkingavarnadeild.
          • Hlífðarbúnaði er klæðst skv. leiðbeiningum.
          • Húdd er opnað og útsogsfilterar, útsogsdæla og slöngur fjarlægðar úr húddinu og þrifið að utan með virkoni. Þess er gætt að vökvi berist ekki inn í filterana, dæluna eða hleðslutækið.
          • Filterar á ytri enda húddsins til fóta eru fjarlægðir og sótthreinsaðir með Virkoni, þess er gætt að vökvi berist ekki inn í filterana.
          • Hanskar sem voru notaðir í flutningunum eru fjarlægðir og lagðir í virkonlausn eða þeim hent.
          • Húddið er sótthreinsað að innan með Virkoni og sérstaklega vandað til þrifa kringum öll inngangsgöt og tengingar fyrir filtera.
          • Húddið er sótthreinsað að utan með Virkoni.
          • Varist að álstangir liggi í Virkonbleytu til að fyrirbyggja skemmdir.
          • Þegar húddið hefur þornað er gengið frá því í viðeigandi töskur og það sett á geymslustað.
          • Þegar þrifin fara fram eru skrúfgangar skoðaðir til að staðfesta að þeir séu heilir. Skemmdir skrúfgangar geta haft áhrif á einangrunargetu húddsins.

          Ef faraldur er í gangi og mikil notkun á húddinu má geyma það á vagni tilbúið til notkunar. Þá eru filterer ekki skrúfaðir af heldur þrifnir meðan þeir eru skrúfaðir á húddið.

          Ef húddið hefur verið notað í aðstæðum þar sem um er að ræða óþekkta örveru eða örveru sem er skilgreind sem áhættuörvera getur þurft að farga húddinu sem áhættusorpi. Ákvörðun um það er tekin af sýkingavarnadeild.

        Ritstjórn

        Ásdís Elfarsdóttir
        Anna María Þórðardóttir
        Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
        Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ásdís Elfarsdóttir

        Útgefandi

        Anna María Þórðardóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 02/05/2020 hefur verið lesið 2853 sinnum