Um Less flutningshúdd
Less flutningshúdd í rauðri flutningstösku.
- Mál í centimetrum (L/B/H): 203 x 64 x 56 sm
- Hámarksþyngd sjúklings: 120kg
Skilgreining
Less flutningshúdd er lítil hreyfanleg einangrunareining sem getur hindrað dreifingu örvera frá sjúklingi við flutnings hans og þar með dregið úr smithættu til starfsmanna og mengun út í umhverfið. Það getur einnig varið viðkvæman sjúkling frá mögulegri mengun úr umhverfi.
Virkni loftræstingar í Less flutningshúddinu
Virkni Less flutningshúdd er á tvo vegu og það verður að vera vissa um að tengingar séu réttar í samræmi við ætlaða notkun húddsins.
- Neikvæður loftþrýstingur í húddinu: Notað þegar flytja þarf smitandi sjúkling og hindra þarf dreifingu örvera frá honum. Hér er loftið sem fer úr húddinu síað með P3 filter. Þessi notkun á húddinu er algengust.
- Jákvæður loftþrýstingur í húddinu: Notað þegar þarf að flytja sjúkling sem er sérlega viðkvæmur fyrir smiti úr umhverfi. Hér er loftið sem fer inn í húddið síað með P3 filter til að verja sjúklinginn.
Varúð
Nota má flutningshúddið í umhverfi þar sem hlutþrýstingur súrefnis er á bilinu 18-23%. Hægt er að tengja inn í húddið í gegnum sérstakan inngangsstað, setja mettunarmæli á sjúkling og gefið súrefni skv. fyrirmælum læknis ef súrefnismettun gefur tilefni til.
Þess er gætt að rafhlaða húddsins sé ávallt fullhlaðin.