../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3322
Útg.dags.: 06/26/2023
Útgáfa: 5.0
25.00.01.06 COVID-19 - grunur um smit hjá inniliggjandi sjúklingi á Landspítala

Útg. 4 - einföldun skjals í samræmi við þróun faraldurs. Viðbót við skjal gullituð.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa viðbrögðum þegar grunur vaknar um COVID-19 smit eða smit greinist hjá inniliggjandi sjúklingi á Landspítala.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Fyrstu einkenni um COVID-19 smit eru oft mjög almenn. Þau eru t.d. einkenni frá öndunarfærum (hálssærindi, hósti, nefrennsli), hiti, slappleiki og/eða vöðva-/beinverkir.

    Grunur vaknar um smit
    Ef grunur vaknar um smit hjá sjúklingi á Landspítala:
    • Sjúklingur er settur í einangrun vegna COVID-19.
    • Allir snertifletir í nærumhverfi sjúklings og þeir staðir sem hann hefur verið á eru hreinsaðir með Virkon 1% lausn eða spritti.
    • Vakthafandi læknir viðkomandi deildar er látinn vita.
    • Öndunarfærasýni fyrir veiruræktun (öndunarfæraveirupanellinn) er tekið og sent til rannsóknarstofu.

    Sýni fyrir COVID-19 er neikvætt
    • Ekki má taka sjúkling úr einangrun fyrr en niðurstöður allra veirurannsókna liggja fyrir.

    Sýni fyrir COVID-19 er jákvætt
    • Sjúklingur er áfram í einangrun á deild. Fengin er ráðgjöf smitsjúkdómalæknis varðandi meðferð ef einkenni sjúklings eru þess eðlis.
    • Einkennavöktun fyrir útsetta sjúklinga og útsetta starfsmenn.
    • Pöntuð eru þrif á herbergi sjúklings ef hann er fluttur og á sameiginlegum snertiflötum á deild.

Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Anna María Þórðardóttir
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/25/2020 hefur verið lesið 2713 sinnum